Ræða hvort nafnlaus tindur í Vatnajökli verði kenndur við Helga jöklafræðing Atli Ísleifsson skrifar 1. desember 2022 11:02 Helgi Björnsson hefur á starfsferli sínum rannsakað jökla um allan heim. Hinn nafnlausi tindur sem um ræðir er 1.374 metra hár. Stöð 2/Snævarr Guðmundsson Örnefnanefnd mun síðar í dag taka fyrir tillögu um að nafnlaus fjallstindur í Vatnajökli verði kenndur við Helga Björnsson, helsta jöklafræðing landsins. Í tillögunni er lagt til að Helgi verði heiðraður með þessum hætti, meðal annars vegna kortlagningar hans á botni Vatnajökuls sem sé mikið vísindalegt afrek sem hafi haft „ómetanleg áhrif á þekkingu á jöklafræði á Íslandi og í heiminum.“ Gunnar Guðmundsson, prófessor við Háskóla Íslands, Snævarr Guðmundsson, sviðsstjóri Náttúrustofa Suðausturlands, og Leifur Örn Svavarsson fjallaleiðsögumaður sendu á dögunum inn erindi til sveitarstjórnar Skaftárhrepps. Tindurinn sem um ræðir er innan marka Þóðarhyrnu-eldstöðvakerfisins.Úr bréfi Gunnars, Snævarrs og Leifs. Þar leggja þeir til að tindurinn fái nafnið Helgatindur, í höfuðið á Helga Björnssyni. Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti tillöguna og vísaði til örnafnanefndar til umfjöllunar. Nefndin mun funda um málið og fleiri til síðar í dag. Í bréfinu segir að um sé að ræða 1.374 metra háan tind, um 2,5 kílómetra vestan frá Geirvörtum og um fjórum kílómetrum norðaustur af Hágöngum. Fram kemur að fjallstindurinn sé innan marka Þórðarhyrnu-eldstöðvakerfisins, virkri megineldstöð, og tengdur hnjúkaröð með stefnu í Þórðarhyrnu. „Aðrir tindar í þessari hnjúkaröð eru þó á kafi í jökli og sjást ekki, en þeir komu fram í íssjármælingum Helga Björnssonar jöklafræðings sem voru gerðar á síðustu áratugum, til þess að rannsaka botn Vatnajökuls. Umræddur tindur mun þó hafa staðið upp úr jökulyfirborðinu, alla vega á 20. öld.“ Stendur um sextíu metra upp úr jöklinum Tindurinn er myndaður úr rýólíti (líparít) og nokkuð ljós-/gráleitur ásýndar. Hann rís um sextíu metra upp úr jöklinum og þar sem hann sé svipaður að hæð og Geirvörtur sjáist hann víða að. Tindurinn sem um ræðir er hér til hægri. Geirvörtur eru fjær á myndinni.Snævarr Guðmundsson Þeir Gunnar, Snævarr og Leifur Örn segja í bréfinu að þeir leggi til að tindurinn verði nefndur Helgatindur, til heiðurs Helga Björnssyni jöklafræðingi. „Helgi Björnsson prófessor emeritus við Háskóla Íslands hefur áratugum saman rannsakað jökla landsins, ásamt samstarfsmönnum sínum. Meðal annars kortlagt allan botn Vatnajökuls með ísjá þannig að hægt var að sjá nákvæmlega landslagið undir jöklinum. Vilja heiðra Helga fyrir sín störf Um er að ræða mikið vísindalegt afrek sem hefur haft ómetanleg áhrif á þekkingu á jöklafræði á Íslandi og í heiminum. Vegna þessarar kortlagningar hefur verið hægt að útbúa spálíkön um framtíð jöklanna, með tilliti til loftslagsbreytinga, afmarka vatnasvið einstakra skriðjökla sem sumir eru vatnsforðabúr til raforkuframleiðslu, meta jöklabúskap og leggja til gögn sem nýtast í að meta hvernig þeir hafa þróast frá landnámi. Með þessu merka framlagi hafa opnast ný tækifæri til þess að auka þekkingu okkar enn frekar á íslenskum jöklum. Með þessari nafngift viljum við heiðra Helga fyrir hans vísindastörf,“ segir í bréfinu. Lesa má um rannsóknir Helga Björnssonar á heimasíðu Háskóla Íslands. Skaftárhreppur Vísindi Háskólar Tengdar fréttir Hitinn frá hrauninu skýrir hraða myndun byggðar á Brunasandi Volgt vatn undan heitu hrauni Skaftárelda í áratugi eftir að gosinu lauk flýtti fyrir landnámi gróðurs á svæði sem áður var svartur jökulsandur. Þetta segir Þóra Ellen Þórhallsdóttir grasafræðingur að hljóti að vera skýringin á því hversvegna ný sveit myndaðist ótrúlega fljótt á Brunasandi. 30. nóvember 2020 22:33 Hraun Skaftárelda skóp nýja sveit eftir Móðuharðindin Skaftáreldum og Móðuharðindunum sem þeim fylgdu hefur verið lýst sem mestu hörmungum Íslandssögunnar. Talið er að fimmtungur þjóðarinnar hafi látist og 75 prósent af bústofni landsmanna fallið af völdum eldgossins í Lakagígum árin 1783-1784. 29. nóvember 2020 22:12 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira
Gunnar Guðmundsson, prófessor við Háskóla Íslands, Snævarr Guðmundsson, sviðsstjóri Náttúrustofa Suðausturlands, og Leifur Örn Svavarsson fjallaleiðsögumaður sendu á dögunum inn erindi til sveitarstjórnar Skaftárhrepps. Tindurinn sem um ræðir er innan marka Þóðarhyrnu-eldstöðvakerfisins.Úr bréfi Gunnars, Snævarrs og Leifs. Þar leggja þeir til að tindurinn fái nafnið Helgatindur, í höfuðið á Helga Björnssyni. Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti tillöguna og vísaði til örnafnanefndar til umfjöllunar. Nefndin mun funda um málið og fleiri til síðar í dag. Í bréfinu segir að um sé að ræða 1.374 metra háan tind, um 2,5 kílómetra vestan frá Geirvörtum og um fjórum kílómetrum norðaustur af Hágöngum. Fram kemur að fjallstindurinn sé innan marka Þórðarhyrnu-eldstöðvakerfisins, virkri megineldstöð, og tengdur hnjúkaröð með stefnu í Þórðarhyrnu. „Aðrir tindar í þessari hnjúkaröð eru þó á kafi í jökli og sjást ekki, en þeir komu fram í íssjármælingum Helga Björnssonar jöklafræðings sem voru gerðar á síðustu áratugum, til þess að rannsaka botn Vatnajökuls. Umræddur tindur mun þó hafa staðið upp úr jökulyfirborðinu, alla vega á 20. öld.“ Stendur um sextíu metra upp úr jöklinum Tindurinn er myndaður úr rýólíti (líparít) og nokkuð ljós-/gráleitur ásýndar. Hann rís um sextíu metra upp úr jöklinum og þar sem hann sé svipaður að hæð og Geirvörtur sjáist hann víða að. Tindurinn sem um ræðir er hér til hægri. Geirvörtur eru fjær á myndinni.Snævarr Guðmundsson Þeir Gunnar, Snævarr og Leifur Örn segja í bréfinu að þeir leggi til að tindurinn verði nefndur Helgatindur, til heiðurs Helga Björnssyni jöklafræðingi. „Helgi Björnsson prófessor emeritus við Háskóla Íslands hefur áratugum saman rannsakað jökla landsins, ásamt samstarfsmönnum sínum. Meðal annars kortlagt allan botn Vatnajökuls með ísjá þannig að hægt var að sjá nákvæmlega landslagið undir jöklinum. Vilja heiðra Helga fyrir sín störf Um er að ræða mikið vísindalegt afrek sem hefur haft ómetanleg áhrif á þekkingu á jöklafræði á Íslandi og í heiminum. Vegna þessarar kortlagningar hefur verið hægt að útbúa spálíkön um framtíð jöklanna, með tilliti til loftslagsbreytinga, afmarka vatnasvið einstakra skriðjökla sem sumir eru vatnsforðabúr til raforkuframleiðslu, meta jöklabúskap og leggja til gögn sem nýtast í að meta hvernig þeir hafa þróast frá landnámi. Með þessu merka framlagi hafa opnast ný tækifæri til þess að auka þekkingu okkar enn frekar á íslenskum jöklum. Með þessari nafngift viljum við heiðra Helga fyrir hans vísindastörf,“ segir í bréfinu. Lesa má um rannsóknir Helga Björnssonar á heimasíðu Háskóla Íslands.
Skaftárhreppur Vísindi Háskólar Tengdar fréttir Hitinn frá hrauninu skýrir hraða myndun byggðar á Brunasandi Volgt vatn undan heitu hrauni Skaftárelda í áratugi eftir að gosinu lauk flýtti fyrir landnámi gróðurs á svæði sem áður var svartur jökulsandur. Þetta segir Þóra Ellen Þórhallsdóttir grasafræðingur að hljóti að vera skýringin á því hversvegna ný sveit myndaðist ótrúlega fljótt á Brunasandi. 30. nóvember 2020 22:33 Hraun Skaftárelda skóp nýja sveit eftir Móðuharðindin Skaftáreldum og Móðuharðindunum sem þeim fylgdu hefur verið lýst sem mestu hörmungum Íslandssögunnar. Talið er að fimmtungur þjóðarinnar hafi látist og 75 prósent af bústofni landsmanna fallið af völdum eldgossins í Lakagígum árin 1783-1784. 29. nóvember 2020 22:12 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira
Hitinn frá hrauninu skýrir hraða myndun byggðar á Brunasandi Volgt vatn undan heitu hrauni Skaftárelda í áratugi eftir að gosinu lauk flýtti fyrir landnámi gróðurs á svæði sem áður var svartur jökulsandur. Þetta segir Þóra Ellen Þórhallsdóttir grasafræðingur að hljóti að vera skýringin á því hversvegna ný sveit myndaðist ótrúlega fljótt á Brunasandi. 30. nóvember 2020 22:33
Hraun Skaftárelda skóp nýja sveit eftir Móðuharðindin Skaftáreldum og Móðuharðindunum sem þeim fylgdu hefur verið lýst sem mestu hörmungum Íslandssögunnar. Talið er að fimmtungur þjóðarinnar hafi látist og 75 prósent af bústofni landsmanna fallið af völdum eldgossins í Lakagígum árin 1783-1784. 29. nóvember 2020 22:12