Ræða hvort nafnlaus tindur í Vatnajökli verði kenndur við Helga jöklafræðing Atli Ísleifsson skrifar 1. desember 2022 11:02 Helgi Björnsson hefur á starfsferli sínum rannsakað jökla um allan heim. Hinn nafnlausi tindur sem um ræðir er 1.374 metra hár. Stöð 2/Snævarr Guðmundsson Örnefnanefnd mun síðar í dag taka fyrir tillögu um að nafnlaus fjallstindur í Vatnajökli verði kenndur við Helga Björnsson, helsta jöklafræðing landsins. Í tillögunni er lagt til að Helgi verði heiðraður með þessum hætti, meðal annars vegna kortlagningar hans á botni Vatnajökuls sem sé mikið vísindalegt afrek sem hafi haft „ómetanleg áhrif á þekkingu á jöklafræði á Íslandi og í heiminum.“ Gunnar Guðmundsson, prófessor við Háskóla Íslands, Snævarr Guðmundsson, sviðsstjóri Náttúrustofa Suðausturlands, og Leifur Örn Svavarsson fjallaleiðsögumaður sendu á dögunum inn erindi til sveitarstjórnar Skaftárhrepps. Tindurinn sem um ræðir er innan marka Þóðarhyrnu-eldstöðvakerfisins.Úr bréfi Gunnars, Snævarrs og Leifs. Þar leggja þeir til að tindurinn fái nafnið Helgatindur, í höfuðið á Helga Björnssyni. Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti tillöguna og vísaði til örnafnanefndar til umfjöllunar. Nefndin mun funda um málið og fleiri til síðar í dag. Í bréfinu segir að um sé að ræða 1.374 metra háan tind, um 2,5 kílómetra vestan frá Geirvörtum og um fjórum kílómetrum norðaustur af Hágöngum. Fram kemur að fjallstindurinn sé innan marka Þórðarhyrnu-eldstöðvakerfisins, virkri megineldstöð, og tengdur hnjúkaröð með stefnu í Þórðarhyrnu. „Aðrir tindar í þessari hnjúkaröð eru þó á kafi í jökli og sjást ekki, en þeir komu fram í íssjármælingum Helga Björnssonar jöklafræðings sem voru gerðar á síðustu áratugum, til þess að rannsaka botn Vatnajökuls. Umræddur tindur mun þó hafa staðið upp úr jökulyfirborðinu, alla vega á 20. öld.“ Stendur um sextíu metra upp úr jöklinum Tindurinn er myndaður úr rýólíti (líparít) og nokkuð ljós-/gráleitur ásýndar. Hann rís um sextíu metra upp úr jöklinum og þar sem hann sé svipaður að hæð og Geirvörtur sjáist hann víða að. Tindurinn sem um ræðir er hér til hægri. Geirvörtur eru fjær á myndinni.Snævarr Guðmundsson Þeir Gunnar, Snævarr og Leifur Örn segja í bréfinu að þeir leggi til að tindurinn verði nefndur Helgatindur, til heiðurs Helga Björnssyni jöklafræðingi. „Helgi Björnsson prófessor emeritus við Háskóla Íslands hefur áratugum saman rannsakað jökla landsins, ásamt samstarfsmönnum sínum. Meðal annars kortlagt allan botn Vatnajökuls með ísjá þannig að hægt var að sjá nákvæmlega landslagið undir jöklinum. Vilja heiðra Helga fyrir sín störf Um er að ræða mikið vísindalegt afrek sem hefur haft ómetanleg áhrif á þekkingu á jöklafræði á Íslandi og í heiminum. Vegna þessarar kortlagningar hefur verið hægt að útbúa spálíkön um framtíð jöklanna, með tilliti til loftslagsbreytinga, afmarka vatnasvið einstakra skriðjökla sem sumir eru vatnsforðabúr til raforkuframleiðslu, meta jöklabúskap og leggja til gögn sem nýtast í að meta hvernig þeir hafa þróast frá landnámi. Með þessu merka framlagi hafa opnast ný tækifæri til þess að auka þekkingu okkar enn frekar á íslenskum jöklum. Með þessari nafngift viljum við heiðra Helga fyrir hans vísindastörf,“ segir í bréfinu. Lesa má um rannsóknir Helga Björnssonar á heimasíðu Háskóla Íslands. Skaftárhreppur Vísindi Háskólar Tengdar fréttir Hitinn frá hrauninu skýrir hraða myndun byggðar á Brunasandi Volgt vatn undan heitu hrauni Skaftárelda í áratugi eftir að gosinu lauk flýtti fyrir landnámi gróðurs á svæði sem áður var svartur jökulsandur. Þetta segir Þóra Ellen Þórhallsdóttir grasafræðingur að hljóti að vera skýringin á því hversvegna ný sveit myndaðist ótrúlega fljótt á Brunasandi. 30. nóvember 2020 22:33 Hraun Skaftárelda skóp nýja sveit eftir Móðuharðindin Skaftáreldum og Móðuharðindunum sem þeim fylgdu hefur verið lýst sem mestu hörmungum Íslandssögunnar. Talið er að fimmtungur þjóðarinnar hafi látist og 75 prósent af bústofni landsmanna fallið af völdum eldgossins í Lakagígum árin 1783-1784. 29. nóvember 2020 22:12 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Fleiri fréttir 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Sjá meira
Gunnar Guðmundsson, prófessor við Háskóla Íslands, Snævarr Guðmundsson, sviðsstjóri Náttúrustofa Suðausturlands, og Leifur Örn Svavarsson fjallaleiðsögumaður sendu á dögunum inn erindi til sveitarstjórnar Skaftárhrepps. Tindurinn sem um ræðir er innan marka Þóðarhyrnu-eldstöðvakerfisins.Úr bréfi Gunnars, Snævarrs og Leifs. Þar leggja þeir til að tindurinn fái nafnið Helgatindur, í höfuðið á Helga Björnssyni. Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti tillöguna og vísaði til örnafnanefndar til umfjöllunar. Nefndin mun funda um málið og fleiri til síðar í dag. Í bréfinu segir að um sé að ræða 1.374 metra háan tind, um 2,5 kílómetra vestan frá Geirvörtum og um fjórum kílómetrum norðaustur af Hágöngum. Fram kemur að fjallstindurinn sé innan marka Þórðarhyrnu-eldstöðvakerfisins, virkri megineldstöð, og tengdur hnjúkaröð með stefnu í Þórðarhyrnu. „Aðrir tindar í þessari hnjúkaröð eru þó á kafi í jökli og sjást ekki, en þeir komu fram í íssjármælingum Helga Björnssonar jöklafræðings sem voru gerðar á síðustu áratugum, til þess að rannsaka botn Vatnajökuls. Umræddur tindur mun þó hafa staðið upp úr jökulyfirborðinu, alla vega á 20. öld.“ Stendur um sextíu metra upp úr jöklinum Tindurinn er myndaður úr rýólíti (líparít) og nokkuð ljós-/gráleitur ásýndar. Hann rís um sextíu metra upp úr jöklinum og þar sem hann sé svipaður að hæð og Geirvörtur sjáist hann víða að. Tindurinn sem um ræðir er hér til hægri. Geirvörtur eru fjær á myndinni.Snævarr Guðmundsson Þeir Gunnar, Snævarr og Leifur Örn segja í bréfinu að þeir leggi til að tindurinn verði nefndur Helgatindur, til heiðurs Helga Björnssyni jöklafræðingi. „Helgi Björnsson prófessor emeritus við Háskóla Íslands hefur áratugum saman rannsakað jökla landsins, ásamt samstarfsmönnum sínum. Meðal annars kortlagt allan botn Vatnajökuls með ísjá þannig að hægt var að sjá nákvæmlega landslagið undir jöklinum. Vilja heiðra Helga fyrir sín störf Um er að ræða mikið vísindalegt afrek sem hefur haft ómetanleg áhrif á þekkingu á jöklafræði á Íslandi og í heiminum. Vegna þessarar kortlagningar hefur verið hægt að útbúa spálíkön um framtíð jöklanna, með tilliti til loftslagsbreytinga, afmarka vatnasvið einstakra skriðjökla sem sumir eru vatnsforðabúr til raforkuframleiðslu, meta jöklabúskap og leggja til gögn sem nýtast í að meta hvernig þeir hafa þróast frá landnámi. Með þessu merka framlagi hafa opnast ný tækifæri til þess að auka þekkingu okkar enn frekar á íslenskum jöklum. Með þessari nafngift viljum við heiðra Helga fyrir hans vísindastörf,“ segir í bréfinu. Lesa má um rannsóknir Helga Björnssonar á heimasíðu Háskóla Íslands.
Skaftárhreppur Vísindi Háskólar Tengdar fréttir Hitinn frá hrauninu skýrir hraða myndun byggðar á Brunasandi Volgt vatn undan heitu hrauni Skaftárelda í áratugi eftir að gosinu lauk flýtti fyrir landnámi gróðurs á svæði sem áður var svartur jökulsandur. Þetta segir Þóra Ellen Þórhallsdóttir grasafræðingur að hljóti að vera skýringin á því hversvegna ný sveit myndaðist ótrúlega fljótt á Brunasandi. 30. nóvember 2020 22:33 Hraun Skaftárelda skóp nýja sveit eftir Móðuharðindin Skaftáreldum og Móðuharðindunum sem þeim fylgdu hefur verið lýst sem mestu hörmungum Íslandssögunnar. Talið er að fimmtungur þjóðarinnar hafi látist og 75 prósent af bústofni landsmanna fallið af völdum eldgossins í Lakagígum árin 1783-1784. 29. nóvember 2020 22:12 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Fleiri fréttir 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Sjá meira
Hitinn frá hrauninu skýrir hraða myndun byggðar á Brunasandi Volgt vatn undan heitu hrauni Skaftárelda í áratugi eftir að gosinu lauk flýtti fyrir landnámi gróðurs á svæði sem áður var svartur jökulsandur. Þetta segir Þóra Ellen Þórhallsdóttir grasafræðingur að hljóti að vera skýringin á því hversvegna ný sveit myndaðist ótrúlega fljótt á Brunasandi. 30. nóvember 2020 22:33
Hraun Skaftárelda skóp nýja sveit eftir Móðuharðindin Skaftáreldum og Móðuharðindunum sem þeim fylgdu hefur verið lýst sem mestu hörmungum Íslandssögunnar. Talið er að fimmtungur þjóðarinnar hafi látist og 75 prósent af bústofni landsmanna fallið af völdum eldgossins í Lakagígum árin 1783-1784. 29. nóvember 2020 22:12