Krónan opnar sína fyrstu verslun á Akureyri Atli Ísleifsson skrifar 1. desember 2022 08:01 Verslunarrýmið er um tvö þúsund fermertrar að stærð. Aðsend Krónan opnar í dag nýja verslun að Tryggvabraut 8 á Akureyri. Þetta er fyrsta verslun Krónunnar sem opnar í bænum. Í tilkynningu segir að verslunarrýmið sé alls um tvö þúsund fermetrar að stærð og að fyrsta skóflustungan hafi verið tekin 15. júní 2021. „Meðal þess sem verður að finna í nýju versluninni er útibú veitingastaðarins RUB23 þar sem hægt verður að fá tilbúna rétti. Jafnframt mun veitingastaðakeðjan Wok On opna í versluninni og bjóða í fyrsta sinn upp á núðlurétti sína á Akureyri, auk þess sem ferskt kjöt verður skorið og pakkað á staðnum. Þá geta Akureyringar frá fyrsta degi nýtt Skannað og skundað, þar sem hægt er að skanna vörur með símanum og greiða fyrir í appi. Krónan mun einnig styðja við umhverfisvænan lífsstíl Akureyringa og bjóða umbúðalausar lausnir eins og þurrvörubar, þar sem viðskiptavinum gefst kostur á að fylla á eigin ílát. Frá áramótum verður jafnframt í boði að fá vörur Krónunnar heimsendar,“ segir í tilkynningunni. Bjarki Kristjánsson verður verslunarstjóri Krónunnar að Tryggvabraut þar sem á fimmta tug starfsfólks mun starfa. Guðrún Aðalsteinsdóttir er framkvæmdastjóri Krónunnar.Aðsend Fimmtíu nýir starfsmenn Haft er eftir Guðrúnu Aðalsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar, að Krónan á Akureyri verði ein af glæsilegustu verslunum Krónunnar. „Það er frábært að geta loksins boðið þjónustu okkar og vöruúrval til íbúa Akureyrar og nærliggjandi sveita. Við erum einnig spennt að sjá hvernig verður tekið í stafrænu lausnir okkar en Skannað og skundað er sjálfsafgreiðslulausnin sem getur sparað heilmikinn tíma við innkaupin og einfaldað lífið á ýmsan máta. Einnig munum við bjóða upp á þjónustu vefverslunar á nýju ári. Við hlökkum til undirbúnings jólanna með Akureyringum og fögnum því einnig að nú eru nærri fimmtíu nýir starfsmenn sem við bjóðum innilega velkomna í Krónuteymið.“ Mikil eftirvænting Þá segir verslunarstjórinn Bjarki Kristjánsson að starfsmenn hafi orðið varir við mikla eftirvæntingu fyrir opnun Krónunnar á Akureyri. Því sé mjög ánægjulegt að nú sé hún loksins að verða að veruleika. „Við viljum að Krónan komi sem ferskur andblær inn á markaðinn og auki fjölbreytnina sem fyrir er á Akureyri. Ekki aðeins þegar kemur að ferskvöru heldur verðum við einnig með tilbúna rétti frá Wok On og RUB 23. Sjálfur er ég sérstaklega spenntur fyrir því að kynna kjötpökkunina, þar sem tveir lærðir kjötiðnaðarmenn skera og pakka kjöti á staðnum Við opnun núna um mánaðamót og svo koma jólin. Þetta er háannatími og við hlökkum til,“ segir Bjarki. Akureyri Verslun Festi Mest lesið „Að teygja alla skanka áður en ég smelli mér í dásamlegu sturtuna“ Atvinnulíf Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Í tilkynningu segir að verslunarrýmið sé alls um tvö þúsund fermetrar að stærð og að fyrsta skóflustungan hafi verið tekin 15. júní 2021. „Meðal þess sem verður að finna í nýju versluninni er útibú veitingastaðarins RUB23 þar sem hægt verður að fá tilbúna rétti. Jafnframt mun veitingastaðakeðjan Wok On opna í versluninni og bjóða í fyrsta sinn upp á núðlurétti sína á Akureyri, auk þess sem ferskt kjöt verður skorið og pakkað á staðnum. Þá geta Akureyringar frá fyrsta degi nýtt Skannað og skundað, þar sem hægt er að skanna vörur með símanum og greiða fyrir í appi. Krónan mun einnig styðja við umhverfisvænan lífsstíl Akureyringa og bjóða umbúðalausar lausnir eins og þurrvörubar, þar sem viðskiptavinum gefst kostur á að fylla á eigin ílát. Frá áramótum verður jafnframt í boði að fá vörur Krónunnar heimsendar,“ segir í tilkynningunni. Bjarki Kristjánsson verður verslunarstjóri Krónunnar að Tryggvabraut þar sem á fimmta tug starfsfólks mun starfa. Guðrún Aðalsteinsdóttir er framkvæmdastjóri Krónunnar.Aðsend Fimmtíu nýir starfsmenn Haft er eftir Guðrúnu Aðalsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar, að Krónan á Akureyri verði ein af glæsilegustu verslunum Krónunnar. „Það er frábært að geta loksins boðið þjónustu okkar og vöruúrval til íbúa Akureyrar og nærliggjandi sveita. Við erum einnig spennt að sjá hvernig verður tekið í stafrænu lausnir okkar en Skannað og skundað er sjálfsafgreiðslulausnin sem getur sparað heilmikinn tíma við innkaupin og einfaldað lífið á ýmsan máta. Einnig munum við bjóða upp á þjónustu vefverslunar á nýju ári. Við hlökkum til undirbúnings jólanna með Akureyringum og fögnum því einnig að nú eru nærri fimmtíu nýir starfsmenn sem við bjóðum innilega velkomna í Krónuteymið.“ Mikil eftirvænting Þá segir verslunarstjórinn Bjarki Kristjánsson að starfsmenn hafi orðið varir við mikla eftirvæntingu fyrir opnun Krónunnar á Akureyri. Því sé mjög ánægjulegt að nú sé hún loksins að verða að veruleika. „Við viljum að Krónan komi sem ferskur andblær inn á markaðinn og auki fjölbreytnina sem fyrir er á Akureyri. Ekki aðeins þegar kemur að ferskvöru heldur verðum við einnig með tilbúna rétti frá Wok On og RUB 23. Sjálfur er ég sérstaklega spenntur fyrir því að kynna kjötpökkunina, þar sem tveir lærðir kjötiðnaðarmenn skera og pakka kjöti á staðnum Við opnun núna um mánaðamót og svo koma jólin. Þetta er háannatími og við hlökkum til,“ segir Bjarki.
Akureyri Verslun Festi Mest lesið „Að teygja alla skanka áður en ég smelli mér í dásamlegu sturtuna“ Atvinnulíf Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira