Honum er þó ekki fagnað þetta árið enda eru um sex milljónir íbúa landsins án rafmagns sökum árása Rússa á orkuinnviði.
Þetta sagði Volodomír Selenskí í daglegu ávarpi sínu til úkraínsku þjóðarinnar í gærkvöldi. Níu eru sagðir hafa látið lífið af völdum eldsvoða í landinu eftir að hafa kveikt eld í íbúðum sínum til að reyna að halda á sér hita. 131 eldur kom upp að sögn slökkviliðsins og voru 106 þeirra í íbúðarhúsum.
Það eru mun fleiri brunar á einum sólarhring en í meðalári.