Leyndarmálið um stuðningsmenn Katar á HM Valur Páll Eiríksson skrifar 1. desember 2022 08:01 Katarar styðja ekki lið með þessum hætti. Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images Stuðningsmenn Katar á yfirstandandi heimsmeistaramóti hafa vakið töluverða athygli, þá sérstaklega fyrir þá gríðarmiklu stemningu sem þeim fylgdi. En hverjir eru þessir menn eiginlega? Á upphafsleik mótsins þar sem gestgjafar Katar mættu Ekvador vöktu afar fjörugir stuðningsmenn klæddir í purpurarauða katarska boli mikla athygli í stúku fyrir aftan annað markið. Þeir sungu og trölluðu, klöppuðu og stöppuðu og voru raunar töluvert kraftmeiri en leikmenn katarska liðsins sem sáu aldrei til sólar í vonleysistapi. En hverjir eru þessir menn? Líkt og Katari í stúkunni á vellinum segir í samtali við New York Times: „Katarskt fólk styður í raun ekki lið með þessum hætti. Hér í Katar förum við ekkert það mikið á völlinn,“. Stífar æfingar frá því í október skila sér.Richard Sellers/Getty Images Þetta var einmitt vandamál sem Katarar stóðu frammi fyrir í aðdraganda mótsins. Áhorfendafjöldi á leikjum í úrvalsdeildinni í landinu má yfirleitt telja í hundruðum fremur en í þúsundum og þeir fáu sem yfirhöfuð láta sjá sig, láta ekki mikið í sér heyra. Í skugga ásakana um spillingu í kringum valið á mótshöldurum, ítrekuð mannréttindabrot og spurningar um hvernig Katar gæti tekið við þeim milljónum manna sem fylgja heimsmeistaramóti í fótbolta stóðu þeir einnig frammi fyrir þeirri staðreynd að kúltúr í kringum fótbolta í landinu er enginn af viti. Líkt og með flest annað þar syðra lá lausnin í aðkeyptu vinnuafli. Flúrin gefa til kynna að ekki sé um Katara að ræða enda slíkt óalgengt og illa séð í ríkinu.Tom Weller/picture alliance via Getty Images Leitað var til Líbanon þar sem stuðningur á íþróttaviðburðum er töluvert frábrugðinn því sem menn hafa vanist í Katar og ástríðan mikil. Í Líbanon hefur stríðsástand verið viðvarandi meira og minna allar götur frá því að þar brast út borgarastyrjöld árið 1975. Stjórnarkreppur og efnahagskreppur hafa þá gert þjóðinni lífið leitt síðustu ár. Í apríl var haldin áheyrnaprufa í Beirút þar sem fjöldi líbanskra námsmanna og stuðningsmenn liðs í borginni komu saman og tóku upp myndskeið af þeirri stemningu sem þeir gátu skapað á CCSC-vellinum í Beirút. Myndskeiðið sýnir þá kyrja söngva, sýna borða og fleira til. Ævintýrið var ekki langvinnt.Visionhaus/Getty Images Þetta myndskeið heillaði rétta menn í Doha og þeir líbönsku fengu tilboð lífs síns. Frí flug, gisting og uppihald, auk miða á leikina og dagpeninga, fyrir það eitt að styðja Katara á mótinu. Þeim var gert að mæta til Katar í október til að æfa söngva og samhæfingu, auk þess að læra katarska þjóðsönginn. Þessir fimmtánhundruð Líbanar upplifðu drauminn enda hefðu þeir að öðru leyti enga von átt um að komast á heimsmeistaramót. Enda frá landi í afar djúpri efnahagskreppu sem orsakar 30 prósenta atvinnuleysi á meðal ungs fólks. Ævintýri Katara á mótinu var aftur á móti ekki langvinnt, enda tapaði liðið öllum þremur leikjum sínum og fellur úr keppni sem sú gestgjafaþjóð sem verst hefur staðið sig á heimsmeistaramóti í sögunni. Það bindur einnig endi á ógleymanlegt ævintýri fimmtánhundruð Líbana sem halda nú aftur heim á leið þar sem vesöldin tekur við. HM 2022 í Katar Katar Líbanon Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Sjá meira
Á upphafsleik mótsins þar sem gestgjafar Katar mættu Ekvador vöktu afar fjörugir stuðningsmenn klæddir í purpurarauða katarska boli mikla athygli í stúku fyrir aftan annað markið. Þeir sungu og trölluðu, klöppuðu og stöppuðu og voru raunar töluvert kraftmeiri en leikmenn katarska liðsins sem sáu aldrei til sólar í vonleysistapi. En hverjir eru þessir menn? Líkt og Katari í stúkunni á vellinum segir í samtali við New York Times: „Katarskt fólk styður í raun ekki lið með þessum hætti. Hér í Katar förum við ekkert það mikið á völlinn,“. Stífar æfingar frá því í október skila sér.Richard Sellers/Getty Images Þetta var einmitt vandamál sem Katarar stóðu frammi fyrir í aðdraganda mótsins. Áhorfendafjöldi á leikjum í úrvalsdeildinni í landinu má yfirleitt telja í hundruðum fremur en í þúsundum og þeir fáu sem yfirhöfuð láta sjá sig, láta ekki mikið í sér heyra. Í skugga ásakana um spillingu í kringum valið á mótshöldurum, ítrekuð mannréttindabrot og spurningar um hvernig Katar gæti tekið við þeim milljónum manna sem fylgja heimsmeistaramóti í fótbolta stóðu þeir einnig frammi fyrir þeirri staðreynd að kúltúr í kringum fótbolta í landinu er enginn af viti. Líkt og með flest annað þar syðra lá lausnin í aðkeyptu vinnuafli. Flúrin gefa til kynna að ekki sé um Katara að ræða enda slíkt óalgengt og illa séð í ríkinu.Tom Weller/picture alliance via Getty Images Leitað var til Líbanon þar sem stuðningur á íþróttaviðburðum er töluvert frábrugðinn því sem menn hafa vanist í Katar og ástríðan mikil. Í Líbanon hefur stríðsástand verið viðvarandi meira og minna allar götur frá því að þar brast út borgarastyrjöld árið 1975. Stjórnarkreppur og efnahagskreppur hafa þá gert þjóðinni lífið leitt síðustu ár. Í apríl var haldin áheyrnaprufa í Beirút þar sem fjöldi líbanskra námsmanna og stuðningsmenn liðs í borginni komu saman og tóku upp myndskeið af þeirri stemningu sem þeir gátu skapað á CCSC-vellinum í Beirút. Myndskeiðið sýnir þá kyrja söngva, sýna borða og fleira til. Ævintýrið var ekki langvinnt.Visionhaus/Getty Images Þetta myndskeið heillaði rétta menn í Doha og þeir líbönsku fengu tilboð lífs síns. Frí flug, gisting og uppihald, auk miða á leikina og dagpeninga, fyrir það eitt að styðja Katara á mótinu. Þeim var gert að mæta til Katar í október til að æfa söngva og samhæfingu, auk þess að læra katarska þjóðsönginn. Þessir fimmtánhundruð Líbanar upplifðu drauminn enda hefðu þeir að öðru leyti enga von átt um að komast á heimsmeistaramót. Enda frá landi í afar djúpri efnahagskreppu sem orsakar 30 prósenta atvinnuleysi á meðal ungs fólks. Ævintýri Katara á mótinu var aftur á móti ekki langvinnt, enda tapaði liðið öllum þremur leikjum sínum og fellur úr keppni sem sú gestgjafaþjóð sem verst hefur staðið sig á heimsmeistaramóti í sögunni. Það bindur einnig endi á ógleymanlegt ævintýri fimmtánhundruð Líbana sem halda nú aftur heim á leið þar sem vesöldin tekur við.
HM 2022 í Katar Katar Líbanon Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti