Sá danski komst aftur í hann krappan í Katar | Ráðist á íranska mótmælendur Valur Páll Eiríksson skrifar 30. nóvember 2022 11:31 Rasmus Tantholdt (t.v.) og einn írönsku mótmælendanna sem ráðist var að. Vísir/Samsett Danski fréttamaðurinn Rasmus Tantholdt sem var stöðvaður af katörskum öryggisvörðum í beinni útsendingu TV2 fyrr í mánuðinum lenti aftur í vandræðum þar ytra. Hann var skikkaður í varðhald og skipað að eyða myndefni af írönsku stuðningsfólki sem hafði orðið fyrir árás landa sinna sem er hliðhollt þarlendum stjórnvöldum. Tantholdt var þann 13. nóvember í beinni útsendingu þegar honum var skipað að hætta af katörskum öryggisvörðum sem hótuðu að brjóta myndavél tökumannsins sem var með í för. Rasmus tjáði sig um málið í samtali við Vísi þar sem hann sagði: „Hér er ekki fjölmiðla- og tjáningarfrelsi. Hefði þetta gerst fyrir ári hefði ég líklega verið handtekinn. Ef þetta hefði gerst eftir ár hefði ég líklega verið handtekinn.“ Stjórnarsinnar ósáttir við mótmælendur Rasmus komst aftur í hann krappan í gærkvöld eftir leik Írans og Bandaríkjanna sem síðarnefnda liðið vann og komst áfram í 16-liða úrslit á kostnað þess fyrrnefnda. Íranir hafa verið mikið í umræðunni í tengslum við HM eftir að landsliðsmenn liðsins neituðu að syngja með þjóðsöng Írans fyrir fyrsta leik til að mótmæla mannréttindabrotum klerkastjórnarinnar heima fyrir. Stuðningsfólk Írans fagnaði þeim tilburðum Írana en hljóðlát mótmæli landsliðsmannana voru ekki sýnd í sjónvarpsútsendingu í Íran þar sem skipt var á myndavél sem sýndi fólk uppi í stúku. Eftir atvikið hafa fréttir borist af hótunum íranskra stjórnvalda í garð landsliðsmannana sem allir sungu með í næsta leik – og uppskáru fyrir baul fjölmargra Írana í stúkunni. Skiptar skoðanir eru um stjórnina í Íran og eftir tapið í gær virðist hafa komið til einhverra stimpinga milli stuðningsmanna stjórnarinnar og þeirra sem ósáttari eru. Rasmus birti myndband á Twitter-síðu sinni í gær þar sem heyra má vitnisburð Írana sem klæddir voru í boli merktir „Konur, líf, frelsi“ og sendu þannig skilaboð varðandi skert réttindi kvenna í Íran. Hnepptur í varðhald og skipað að eyða myndunum Þar segjast þau írönsku hafa orðið fyrir árás vegna bolanna sem þau voru íklædd og skilaboðanna sem bolirnir senda. Þau hafi ekki fundist þau örugg og að öryggisgæsla í Katar hefði lítið gert til að aðstoða þau. Fjölskyldur með börn hafi einnig lent í vandræðum og þá sýnir hann þriðja myndbandið þar sem stuðningsmenn íranskra stjórnvalda sjást öskra að fólki klætt í umrædda boli. Iranians with #WomanLifeFreedom t-shirts attacked after #USAvIRN @FIFAWorldCup pic.twitter.com/Esruwi3LoO— Rasmus Tantholdt TV2 (@RasmusTantholdt) November 29, 2022 Í öllum tilfellum sjást öryggisverðir á vegum katarskra yfirvalda skipa Rasmusi að hætta að taka upp og reyna að halda fyrir myndavél hans. Hann greinir frá því á Twitter síðu sinni að hann hafi verið hnepptur í varðhald og skipað að eyða öllu því myndefni sem hann aflaði. „Svo núna er ég er varðhaldi katarskrar lögreglu fyrir að mynda Írani sem urðu fyrir árás annarra Írana sem styðja þarlend stjórnvöld,“ segir Rasmus í færslu á Twitter. „Og nú hefur mér verið sleppt eftir að þeir báðu mig um að eyða myndefninu mínu, sem ég neitaði að gera“ segir hann í annarri færslu. Myndskeiðin sem Rasmus neitaði að eyða að beiðni katarskra lögreglumanna má sjá að ofan og neðan. Iranian government supporters shouting at the Iranians wearing the #WomanLifeFreedom t-shirts #USAvIRN @FIFAWorldCup pic.twitter.com/kEfwe25KBD— Rasmus Tantholdt TV2 (@RasmusTantholdt) November 29, 2022 A family with to kids also victims of the skirmish outside stadium after #USAvIRN @FIFAWorldCup pic.twitter.com/YxpJdPCbr3— Rasmus Tantholdt TV2 (@RasmusTantholdt) November 29, 2022 Katar HM 2022 í Katar Íran Mótmælaalda í Íran Fjölmiðlar Danmörk Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Sjá meira
Tantholdt var þann 13. nóvember í beinni útsendingu þegar honum var skipað að hætta af katörskum öryggisvörðum sem hótuðu að brjóta myndavél tökumannsins sem var með í för. Rasmus tjáði sig um málið í samtali við Vísi þar sem hann sagði: „Hér er ekki fjölmiðla- og tjáningarfrelsi. Hefði þetta gerst fyrir ári hefði ég líklega verið handtekinn. Ef þetta hefði gerst eftir ár hefði ég líklega verið handtekinn.“ Stjórnarsinnar ósáttir við mótmælendur Rasmus komst aftur í hann krappan í gærkvöld eftir leik Írans og Bandaríkjanna sem síðarnefnda liðið vann og komst áfram í 16-liða úrslit á kostnað þess fyrrnefnda. Íranir hafa verið mikið í umræðunni í tengslum við HM eftir að landsliðsmenn liðsins neituðu að syngja með þjóðsöng Írans fyrir fyrsta leik til að mótmæla mannréttindabrotum klerkastjórnarinnar heima fyrir. Stuðningsfólk Írans fagnaði þeim tilburðum Írana en hljóðlát mótmæli landsliðsmannana voru ekki sýnd í sjónvarpsútsendingu í Íran þar sem skipt var á myndavél sem sýndi fólk uppi í stúku. Eftir atvikið hafa fréttir borist af hótunum íranskra stjórnvalda í garð landsliðsmannana sem allir sungu með í næsta leik – og uppskáru fyrir baul fjölmargra Írana í stúkunni. Skiptar skoðanir eru um stjórnina í Íran og eftir tapið í gær virðist hafa komið til einhverra stimpinga milli stuðningsmanna stjórnarinnar og þeirra sem ósáttari eru. Rasmus birti myndband á Twitter-síðu sinni í gær þar sem heyra má vitnisburð Írana sem klæddir voru í boli merktir „Konur, líf, frelsi“ og sendu þannig skilaboð varðandi skert réttindi kvenna í Íran. Hnepptur í varðhald og skipað að eyða myndunum Þar segjast þau írönsku hafa orðið fyrir árás vegna bolanna sem þau voru íklædd og skilaboðanna sem bolirnir senda. Þau hafi ekki fundist þau örugg og að öryggisgæsla í Katar hefði lítið gert til að aðstoða þau. Fjölskyldur með börn hafi einnig lent í vandræðum og þá sýnir hann þriðja myndbandið þar sem stuðningsmenn íranskra stjórnvalda sjást öskra að fólki klætt í umrædda boli. Iranians with #WomanLifeFreedom t-shirts attacked after #USAvIRN @FIFAWorldCup pic.twitter.com/Esruwi3LoO— Rasmus Tantholdt TV2 (@RasmusTantholdt) November 29, 2022 Í öllum tilfellum sjást öryggisverðir á vegum katarskra yfirvalda skipa Rasmusi að hætta að taka upp og reyna að halda fyrir myndavél hans. Hann greinir frá því á Twitter síðu sinni að hann hafi verið hnepptur í varðhald og skipað að eyða öllu því myndefni sem hann aflaði. „Svo núna er ég er varðhaldi katarskrar lögreglu fyrir að mynda Írani sem urðu fyrir árás annarra Írana sem styðja þarlend stjórnvöld,“ segir Rasmus í færslu á Twitter. „Og nú hefur mér verið sleppt eftir að þeir báðu mig um að eyða myndefninu mínu, sem ég neitaði að gera“ segir hann í annarri færslu. Myndskeiðin sem Rasmus neitaði að eyða að beiðni katarskra lögreglumanna má sjá að ofan og neðan. Iranian government supporters shouting at the Iranians wearing the #WomanLifeFreedom t-shirts #USAvIRN @FIFAWorldCup pic.twitter.com/kEfwe25KBD— Rasmus Tantholdt TV2 (@RasmusTantholdt) November 29, 2022 A family with to kids also victims of the skirmish outside stadium after #USAvIRN @FIFAWorldCup pic.twitter.com/YxpJdPCbr3— Rasmus Tantholdt TV2 (@RasmusTantholdt) November 29, 2022
Katar HM 2022 í Katar Íran Mótmælaalda í Íran Fjölmiðlar Danmörk Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Sjá meira