Vilja þrívíddarprenta híbýli á tunglinu og Mars Samúel Karl Ólason skrifar 29. nóvember 2022 15:01 Á þessari tölvuteiknuðu mynd má meðal annars sjá þrjá Project Olympus þjarka, eins og þeir eru hugsaðir í dag, vinna að byggingu innviða og húsa á tunglinu. ICON Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur veitt bandarísku fyrirtæki 57 milljónir dala til að þróa tækni til að prenta híbýli manna á tunglinu og jafnvel öðrum reikistjörnum. Fyrirtækið ICON frá Texas mun einnig þróa leiðir til að byggja innviði eins og vegi og lendingarpalla úr jarðvegi á tunglinu og Mars. Rannsóknarverkefnið, sem kallast Project Olympus, byggir á öðru slíku sem ICON hafði unnið að fyrir NASA og Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Project Olympus snýr í grófum dráttum að því að búa til þjarka sem hægt er að senda með eða á undan mönnum til tunglsins og annarra reikistjarna, þar sem þeir geta byggt innviði úr þeim efnivið sem þar er að finna. Innan veggja NASA og víðar er unnið að því að senda menn til tunglsins á nýjan leik og það með Artemis-áætluninni svokölluðu. Þegar þetta er skrifað er Orion-geimfar á braut um tunglið í Artemis-1, fyrstu ferð áætlunarinnar. Seinna meir stendur til að koma upp varanlegri byggð á tunglinu og nota það sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Starfsmenn ICON munu meðal annars nota jarðsýni frá tunglinu við þessa rannsóknarvinnu og þyngdarleysisherma til að kanna hvernig þessi efni virka til byggingar í þyngdarafli tunglsins. Möguleg þrívíddarprentuð bækistöð á tunglinu.ICON Í tilkynningu frá ICON segir Jason Ballard, forstjóri, að til að koma upp byggðum á öðrum reikistjörnum þurfi að þróa góð og áreiðanleg kerfi til sem geti notast við þær auðlindir sem finna má á þessum fjarlægu stöðum. Hann segir forsvarsmenn fyrirtækisins ánægða með að starfsmenn þess hafi getað sýnt fram á að þessi tækni sé möguleg og þá hlakki til að gera hana að raunveruleika. Hann segir að verkefninu loknu muni verkefni hafa leitt til fyrstu bygginga mannkynsins á öðrum hnetti. Samningur NASA og ICON gerir ráð fyrir því að rannsóknarverkefninu ljúki árið 2028. Nauðsynleg tækni á öðrum heimum Niki Werkheiser, einn af yfirmönnum NASA, segir þessa tækni nauðsynlega til að kanna aðra heima. Eins og áður segir á að senda menn til að lenda á tunglinu með Artemis-3. Til stendur að skjóta því geimfari af stað árið 2025. Það verður í fyrsta sinn sem menn lenda á tunglinu frá 1972. NASA hefur gert samning við fyrirtækið SpaceX um að þeir geimfarar verði fluttir á yfirborð tunglsins um borð í Starship geimfari. Það sama verður gert þegar áhöfn Artemis-4 lendir á tunglinu. ICON hefur áður þrívíddarprentað frumgerð af mögulegu híbýli manna á Mars sem kallast Mars Dune Alpha. Geimurinn Tunglið Tækni Mars Artemis-áætlunin SpaceX Tengdar fréttir Bein útsending: Flogið upp að tunglinu Orion-geimfarið sem sent var til tunglsins í fyrsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar stefnir nú hraðbyr að tunglinu. Þyngdarkraftur tunglsins verður notaður í dag til að koma því á háa sporbraut en myndefni frá geimfarinu er streymt til jarðarinnar. 21. nóvember 2022 10:52 Á fleygiferð til tunglsins Fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar heppnaðist vel þegar Orion geimfari var skotið af stað til tunglsins. Um fimmtíu ár eru frá því menn stóðu síðast á yfirborði tunglsins en Artemis-áætlunin snýr að því að koma upp varanlegri viðveru þar á næstu árum. 17. nóvember 2022 11:15 Artemis-1 loks á leið til tunglsins Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Eftir ítrekaðar frestanir bar fyrsta Space Launch System eldflaugin, sem er sú öflugasta sem hefur verið framleidd, Orion-geimfar á braut um jörðu en þaðan verður farinu flogið til tunglsins. 16. nóvember 2022 08:29 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Rannsóknarverkefnið, sem kallast Project Olympus, byggir á öðru slíku sem ICON hafði unnið að fyrir NASA og Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Project Olympus snýr í grófum dráttum að því að búa til þjarka sem hægt er að senda með eða á undan mönnum til tunglsins og annarra reikistjarna, þar sem þeir geta byggt innviði úr þeim efnivið sem þar er að finna. Innan veggja NASA og víðar er unnið að því að senda menn til tunglsins á nýjan leik og það með Artemis-áætluninni svokölluðu. Þegar þetta er skrifað er Orion-geimfar á braut um tunglið í Artemis-1, fyrstu ferð áætlunarinnar. Seinna meir stendur til að koma upp varanlegri byggð á tunglinu og nota það sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Starfsmenn ICON munu meðal annars nota jarðsýni frá tunglinu við þessa rannsóknarvinnu og þyngdarleysisherma til að kanna hvernig þessi efni virka til byggingar í þyngdarafli tunglsins. Möguleg þrívíddarprentuð bækistöð á tunglinu.ICON Í tilkynningu frá ICON segir Jason Ballard, forstjóri, að til að koma upp byggðum á öðrum reikistjörnum þurfi að þróa góð og áreiðanleg kerfi til sem geti notast við þær auðlindir sem finna má á þessum fjarlægu stöðum. Hann segir forsvarsmenn fyrirtækisins ánægða með að starfsmenn þess hafi getað sýnt fram á að þessi tækni sé möguleg og þá hlakki til að gera hana að raunveruleika. Hann segir að verkefninu loknu muni verkefni hafa leitt til fyrstu bygginga mannkynsins á öðrum hnetti. Samningur NASA og ICON gerir ráð fyrir því að rannsóknarverkefninu ljúki árið 2028. Nauðsynleg tækni á öðrum heimum Niki Werkheiser, einn af yfirmönnum NASA, segir þessa tækni nauðsynlega til að kanna aðra heima. Eins og áður segir á að senda menn til að lenda á tunglinu með Artemis-3. Til stendur að skjóta því geimfari af stað árið 2025. Það verður í fyrsta sinn sem menn lenda á tunglinu frá 1972. NASA hefur gert samning við fyrirtækið SpaceX um að þeir geimfarar verði fluttir á yfirborð tunglsins um borð í Starship geimfari. Það sama verður gert þegar áhöfn Artemis-4 lendir á tunglinu. ICON hefur áður þrívíddarprentað frumgerð af mögulegu híbýli manna á Mars sem kallast Mars Dune Alpha.
Geimurinn Tunglið Tækni Mars Artemis-áætlunin SpaceX Tengdar fréttir Bein útsending: Flogið upp að tunglinu Orion-geimfarið sem sent var til tunglsins í fyrsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar stefnir nú hraðbyr að tunglinu. Þyngdarkraftur tunglsins verður notaður í dag til að koma því á háa sporbraut en myndefni frá geimfarinu er streymt til jarðarinnar. 21. nóvember 2022 10:52 Á fleygiferð til tunglsins Fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar heppnaðist vel þegar Orion geimfari var skotið af stað til tunglsins. Um fimmtíu ár eru frá því menn stóðu síðast á yfirborði tunglsins en Artemis-áætlunin snýr að því að koma upp varanlegri viðveru þar á næstu árum. 17. nóvember 2022 11:15 Artemis-1 loks á leið til tunglsins Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Eftir ítrekaðar frestanir bar fyrsta Space Launch System eldflaugin, sem er sú öflugasta sem hefur verið framleidd, Orion-geimfar á braut um jörðu en þaðan verður farinu flogið til tunglsins. 16. nóvember 2022 08:29 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Bein útsending: Flogið upp að tunglinu Orion-geimfarið sem sent var til tunglsins í fyrsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar stefnir nú hraðbyr að tunglinu. Þyngdarkraftur tunglsins verður notaður í dag til að koma því á háa sporbraut en myndefni frá geimfarinu er streymt til jarðarinnar. 21. nóvember 2022 10:52
Á fleygiferð til tunglsins Fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar heppnaðist vel þegar Orion geimfari var skotið af stað til tunglsins. Um fimmtíu ár eru frá því menn stóðu síðast á yfirborði tunglsins en Artemis-áætlunin snýr að því að koma upp varanlegri viðveru þar á næstu árum. 17. nóvember 2022 11:15
Artemis-1 loks á leið til tunglsins Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Eftir ítrekaðar frestanir bar fyrsta Space Launch System eldflaugin, sem er sú öflugasta sem hefur verið framleidd, Orion-geimfar á braut um jörðu en þaðan verður farinu flogið til tunglsins. 16. nóvember 2022 08:29