Mótmælin í Kína kæfð í fæðingu Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2022 08:31 Gremja vegna strangra sóttvarnaaðgerða kínverskra stjórnvalda braust út í mótmælum í Beijing og fleiri borgum um helgina. Vísir/EPA Mikill viðbúnaður lögreglu var í nokkrum stórum borgum Kína og svo virðist sem að mótmæli sem brutust út víða um helgina hafi nú fjarað út. Stjórnvöld eru sögð byrjuð að leita uppi fólk sem tók þátt í þeim. Þúsundir mótmæltu ströngum sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins á götum borga eins og Beijing og Sjanghæ um helgina. Sumir mótmælenda kölluðu jafnvel eftir afsögn Xi Jinpings forseta. Mótmælunum hefur verið lýst sem þeim útbreiddustu í Kína frá því í stúdentauppreisninni sem var barin niður árið 1989. Frekari aðgerðir voru boðaðar í Beijing í gær en þær runnu út í sandinn þegar fjölmennt lögreglulið kom sér fyrir á fundarstaðnum. Í Sjanghæ kom lögregla fyrir varnargirðingum og fjöldi fólks var handtekinn, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Minniháttar mótmæli í borginni Hangzhou í suðurhluta landsins voru kveðin niður fljótt og þátttakendur handteknir í gærkvöldi. Reuters-fréttastofan hefur eftir mótmælendum að kínversk stjórnvöld séu byrjuðu að grennsast fyrir um þá sem tóku þátt í mótmælum um helgina. Einhverjr hafi verið beðnir um að mæta á lögreglustöð og gefa skýrslu um hvað þeir gerðu á sunnudagskvöld. „Við erum öll að eyða skilaboðasögu okkar í örvæntingu,“ hefur Reuters eftir einum mótmælanda í Beijing. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Útbreiddustu mótmæli í Kína í rúmlega þrjátíu ár Mótmæli sem brutust út í fjölda kínverskra borga um helgina eru sögð þau mestu frá því í stúdentauppreisninni sem var barin niður í blóðbaði á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Reiði vegna strangra og langvarandi sóttvarnaaðgerða var kveikjan að mótmælunum. 28. nóvember 2022 09:40 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Þúsundir mótmæltu ströngum sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins á götum borga eins og Beijing og Sjanghæ um helgina. Sumir mótmælenda kölluðu jafnvel eftir afsögn Xi Jinpings forseta. Mótmælunum hefur verið lýst sem þeim útbreiddustu í Kína frá því í stúdentauppreisninni sem var barin niður árið 1989. Frekari aðgerðir voru boðaðar í Beijing í gær en þær runnu út í sandinn þegar fjölmennt lögreglulið kom sér fyrir á fundarstaðnum. Í Sjanghæ kom lögregla fyrir varnargirðingum og fjöldi fólks var handtekinn, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Minniháttar mótmæli í borginni Hangzhou í suðurhluta landsins voru kveðin niður fljótt og þátttakendur handteknir í gærkvöldi. Reuters-fréttastofan hefur eftir mótmælendum að kínversk stjórnvöld séu byrjuðu að grennsast fyrir um þá sem tóku þátt í mótmælum um helgina. Einhverjr hafi verið beðnir um að mæta á lögreglustöð og gefa skýrslu um hvað þeir gerðu á sunnudagskvöld. „Við erum öll að eyða skilaboðasögu okkar í örvæntingu,“ hefur Reuters eftir einum mótmælanda í Beijing.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Útbreiddustu mótmæli í Kína í rúmlega þrjátíu ár Mótmæli sem brutust út í fjölda kínverskra borga um helgina eru sögð þau mestu frá því í stúdentauppreisninni sem var barin niður í blóðbaði á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Reiði vegna strangra og langvarandi sóttvarnaaðgerða var kveikjan að mótmælunum. 28. nóvember 2022 09:40 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Útbreiddustu mótmæli í Kína í rúmlega þrjátíu ár Mótmæli sem brutust út í fjölda kínverskra borga um helgina eru sögð þau mestu frá því í stúdentauppreisninni sem var barin niður í blóðbaði á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Reiði vegna strangra og langvarandi sóttvarnaaðgerða var kveikjan að mótmælunum. 28. nóvember 2022 09:40