Lögreglumaður dæmdur fyrir manndráp í Svíþjóð Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. nóvember 2022 12:41 Aldrei áður hefur lögreglumaður í Svíþjóð verið ákærður fyrir manndráp, hvað þá sakfelldur. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty/Nils Petter Nilsson Lögreglumaður á fertugsaldri hefur verið sakfelldur fyrir að valda dauða manns í bænum Lidingö í Svíþjóð í fyrra en þetta er í fyrsta sinn í sögu Svíþjóðar sem lögreglumaður hefur verið ákærður og sakfelldur fyrir slíkt. Lögreglumaðurinn fær þó að halda starfi sínu þrátt fyrir dóminn. Maðurinn sem lést var á sextugsaldri en hann var undir áhrifum fíkniefna þegar lögreglumaðurinn sem var dæmdur og annar lögreglumaður handtóku hann í nóvember í fyrra en lögreglu hafði verið tilkynnt að hann væri í einhvers konar geðrofi. Að því er kemur fram í frétt SVT lést maðurinn eftir að honum hafði haldið niðri á stigapalli með miklum krafti. Við krufningu kom fram að maðurinn hafði farið í hjartastopp eftir köfnun en lögreglumaðurinn þrýsti á bak mannsins meðan hann lá á maganum. Atvikið í heild sinni náðist á upptöku af myndavél í sorphirðubíl sem var í nágreninu en upptakan var lögð fram við meðferð málsins og spilaði að mati dómsins lykilhlutverk í að ákæra var lögð fram og lögreglumaðurinn síðan sakfelldur. Héraðsdómur Stokkhólms segir ljóst að lögreglumaðurinn hafi orðið manninum að bana og að ekki hafi verið neyðarviðbrögð af hans hálfu. Hann hafi átt að átta sig á því að maðurinn gæti látist af völdum aðgerða hans. Lögreglumaðurinn hlaut skilorðsbundinn dóm og honum gert að greiða dagsektir en nefnd á vegum lögreglunnar hafði áður ákveðið að lögreglumaðurinn myndi halda starfi sínu, óháð því hver dómurinn yrði. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Svíþjóðar sem lögreglumaður hefur verið ákærður fyrir manndráp við handtöku og sömuleiðis fyrsta sinn sem dómur hefur fallið í slíku máli. Svíþjóð Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Sjá meira
Maðurinn sem lést var á sextugsaldri en hann var undir áhrifum fíkniefna þegar lögreglumaðurinn sem var dæmdur og annar lögreglumaður handtóku hann í nóvember í fyrra en lögreglu hafði verið tilkynnt að hann væri í einhvers konar geðrofi. Að því er kemur fram í frétt SVT lést maðurinn eftir að honum hafði haldið niðri á stigapalli með miklum krafti. Við krufningu kom fram að maðurinn hafði farið í hjartastopp eftir köfnun en lögreglumaðurinn þrýsti á bak mannsins meðan hann lá á maganum. Atvikið í heild sinni náðist á upptöku af myndavél í sorphirðubíl sem var í nágreninu en upptakan var lögð fram við meðferð málsins og spilaði að mati dómsins lykilhlutverk í að ákæra var lögð fram og lögreglumaðurinn síðan sakfelldur. Héraðsdómur Stokkhólms segir ljóst að lögreglumaðurinn hafi orðið manninum að bana og að ekki hafi verið neyðarviðbrögð af hans hálfu. Hann hafi átt að átta sig á því að maðurinn gæti látist af völdum aðgerða hans. Lögreglumaðurinn hlaut skilorðsbundinn dóm og honum gert að greiða dagsektir en nefnd á vegum lögreglunnar hafði áður ákveðið að lögreglumaðurinn myndi halda starfi sínu, óháð því hver dómurinn yrði. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Svíþjóðar sem lögreglumaður hefur verið ákærður fyrir manndráp við handtöku og sömuleiðis fyrsta sinn sem dómur hefur fallið í slíku máli.
Svíþjóð Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Sjá meira