Fótbolti

Réðst á markvörð með hornfána

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ekki er ýkja algengt að hornfánar séu notaðir sem barefli.
Ekki er ýkja algengt að hornfánar séu notaðir sem barefli. vísir/getty

Undarlegt atvik átti sér stað í leik í tyrknesku B-deildinni þegar áhorfandi lamdi markvörð í höfuðið með hornfána.

Atikið átti sér stað í leik Altay og Göztepe. Leikmenn höfðu safnast saman í einu horni vallarins. Áhorfandi hljóp þá inn á völlinn vopnaður hornfána og lamdi markvörð Altay, Ozan Evrim Ozenc, tvisvar í höfuðið með honum.

Öryggisverðir brugðust þá loks við og gómuðu áhorfandann. Atvikið má sjá hér fyrir neðan.

Tyrkneska knattspyrnusambandið hefur fordæmt atvikið og óskað Ozenc góðs bata eftir árásina. Sambandið sendi einnig batakveðjur til þeirra stuðningsmanna Göztepe sem meiddust eftir að flugeldum var kastað í átt til þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×