Landsliðsmarkvörðurinn Sandra um HM í Katar: „Þetta er högg í magann“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. nóvember 2022 23:00 Sandra Sigurðardóttir telur að ákvörðun FIFA að halda HM karla í knattspyrnu í Katar gæti sameinað sérsambönd ákveðinna þjóða í afstöðu sinni gegn FIFA. Getty Sandra Sigurðardóttir, markvörður Íslands- og bikarmeistara Vals sem og íslenska landsliðsins, var gestur í Silfrinu á RÚV í dag. Hún segir það högg í magann fyrir baráttu samkynhneigðra að heimsmeistaramót karla í knattspyrnu sé haldið í Katar. Sigríður Hagalín Björnsdóttir ræddi við landsliðsmarkvörðurinn í Silfrinu um stöðu mála í Katar og alla umræðuna í kringum fyrirliðaböndin og þar fram eftir götunum. „Hún er verulega heit, svolítið er eldfim en samt sem áður þörf. Það þarf að ræða þetta. Það þarf að gera eitthvað í þessu,“ sagði hin margreynda Sandra. Hún á að baki 48 landsleiki fyrir Íslands hönd og varði mark liðsins á Evrópumóti kvenna sem fram fór í Englandi síðasta sumar. Landsliðsmarkvörðurinn segist mjög vonsvikin með Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, og hvernig það starfar. „Í fyrsta lagi að taka þessa ákvörðun fyrir 12 árum eða svo að mótið sé haldið þarna. Og sé að setja stopp á ákveðna baráttu hjá fólki í heiminum, íþróttum og almennt.“ Samkynhneigð er bönnuð í Katar og leikmenn landsliðanna sem nú taka þátt á HM hefur verið bannað að gagnrýna þá afstöðu eða yfirhöfuð tjá sig um málefni minni hluta hópa í landinu. „Leikmenn á mótinu eru ósáttir“ „Þetta er högg í magann, fyrir þessa baráttu, að þetta sé gert svona. Að það sé verið að banna þessi í rauninni litlu atriði en samt svo stór fyrir þessa baráttu út af því það eru allir reiðir og maður sér það. Leikmenn á mótinu eru ósáttir, en eru rosa mikið að vanda sig að segja ekki neitt svo þeim sé ekki refsað,“ sagði Sandra Sigurðardóttir að endingu aðspurð hvort um væri að ræða bakslag fyrir réttindabaráttu samkynhneigðra og mannréttindabaráttu almennt. „Ég held að í framhaldinu verði þetta til þess að baráttan verði sterkari og það veðri teknar stærri ákvarðanir hjá samböndunum í hverju landi fyrir sig og það myndist ákveðin samstaða á móti FIFA og öðrum yfirvöldum sem hafa peninga á milli handanna til að stjórna,“ bætti hún við að endingu. Fótbolti FIFA HM 2022 í Katar Hinsegin Mannréttindi Katar Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Sjá meira
Sigríður Hagalín Björnsdóttir ræddi við landsliðsmarkvörðurinn í Silfrinu um stöðu mála í Katar og alla umræðuna í kringum fyrirliðaböndin og þar fram eftir götunum. „Hún er verulega heit, svolítið er eldfim en samt sem áður þörf. Það þarf að ræða þetta. Það þarf að gera eitthvað í þessu,“ sagði hin margreynda Sandra. Hún á að baki 48 landsleiki fyrir Íslands hönd og varði mark liðsins á Evrópumóti kvenna sem fram fór í Englandi síðasta sumar. Landsliðsmarkvörðurinn segist mjög vonsvikin með Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, og hvernig það starfar. „Í fyrsta lagi að taka þessa ákvörðun fyrir 12 árum eða svo að mótið sé haldið þarna. Og sé að setja stopp á ákveðna baráttu hjá fólki í heiminum, íþróttum og almennt.“ Samkynhneigð er bönnuð í Katar og leikmenn landsliðanna sem nú taka þátt á HM hefur verið bannað að gagnrýna þá afstöðu eða yfirhöfuð tjá sig um málefni minni hluta hópa í landinu. „Leikmenn á mótinu eru ósáttir“ „Þetta er högg í magann, fyrir þessa baráttu, að þetta sé gert svona. Að það sé verið að banna þessi í rauninni litlu atriði en samt svo stór fyrir þessa baráttu út af því það eru allir reiðir og maður sér það. Leikmenn á mótinu eru ósáttir, en eru rosa mikið að vanda sig að segja ekki neitt svo þeim sé ekki refsað,“ sagði Sandra Sigurðardóttir að endingu aðspurð hvort um væri að ræða bakslag fyrir réttindabaráttu samkynhneigðra og mannréttindabaráttu almennt. „Ég held að í framhaldinu verði þetta til þess að baráttan verði sterkari og það veðri teknar stærri ákvarðanir hjá samböndunum í hverju landi fyrir sig og það myndist ákveðin samstaða á móti FIFA og öðrum yfirvöldum sem hafa peninga á milli handanna til að stjórna,“ bætti hún við að endingu.
Fótbolti FIFA HM 2022 í Katar Hinsegin Mannréttindi Katar Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Sjá meira