Leggur til að arðgreiðslur banka greiði skuldir ÍL-sjóðs Árni Sæberg skrifar 27. nóvember 2022 14:39 Ásgeir Brynjar Torfason er doktor í fjármálum. Vísir Doktor í fjármálum segir Íslandsbankaskýrsluna vera svarta og að mikilvægt sé umræðan endi ekki í pólitískum skotgröfum. Þá leggur hann til að hagnaður banka í ríkiseigu verði nýttur til að greiða niður skuldir ÍL-sjóðs. Doktor Ásgeir Brynjar Torfason ræddi söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi í morgun. Hann segir ljóst af skýrslu ríkisendurskoðunar um málið að víða hafi pottur verið brotinn í ferlinu og innan Bankasýslu ríkisins, sem hélt utan um söluna. „Skýrslan er bomba. Þetta er mjög alvarleg úttekt á ekki nógu góðri stjórnsýslu inni í þessari stofnun sem hefur haldið utan um þessa einkavæðingu,“ segir hann. Almannatenglaúrlausn afþökkuð Hann segir að mikilvægt sé að spunameistarar stjórnmálaflokka fái ekki stýra umræðunni um skýrsluna. Málið sé einfaldlega of mikilvægt. „Það má ekki verða einhvers konar PR almannatenglaúrlausn og skotgrafahernaður út frá einhverjum stöðum,“ segir Ásgeir Brynjar. Þá segir hann að aðalatriðið í málinu öllu saman vera að nauðsynlegt sé að vanda til verka þegar eignarhlutar ríkisins í fjármálafyritækjum eru seldir. „Þetta er ekki einhver sala á notuðum bíl eða einhverri gamalli húseign sem ríkið er að losa sig við. Þetta er einn af þremur aðalbönkum landsins sem rekur greiðslumiðlunarkerfið okkar. Fólk er með húsnæðislánin sín þarna,“ segir hann. Leggur til að hagnaður bankanna greiði upp skuldir Ásgeir Brynjar bendir á að gert hafi verið ráð fyrir frekari sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka í fjárlögum og því sé komið gat í fjárlög eftir að frekari sala var sett á ís. „Maður veit ekki hvort útspilið með Íbúðalánasjóð allt í einu núna í október sé einhvers konar viðbragð við því. Að reyna að spara þar einhverja hundrað og fimmtíu milljarða með því að taka snúning á lífeyrissjóðunum,“ segir hann. Fyrir liggur að til stendur að leggja Bankasýslu ríkisins niður og breyta því hvernig haldið er utan um eignir ríkisins. Ásgeir Brynjar leggur til nýstárlega nálgun sem gæti slegið tvær flugur í einu höggi. „Til þess að losa þessa pattstöðu, þá hef ég verið að hugsa hvort í stofnanauppbyggingunni sem þarf að setja fram í þessu frumvarpi, um hvað eigi að taka við af Bankasýslunni, að í staðinn fyrir að hafa þetta sem skúffu í fjármálaráðuneytinu eins og Íbúðalánasjóð, að búa í raun og veru til einhvers konar eignaumsýslustofnun. Það væri hægt að setja þetta saman þannig að arðgreiðslur af þessum eina og hálfa banka sem við eigum, ríkið, þær fari á næstu árum í að borga kostnaðinn af Íbúðalánasjóði. Þá bara neutralíserast þessi tvö vandamál út og þá þarf ekki að vera að deila um þau á hinu pólitíska sviði í tíu, tólf, fimmtán ár,“ segir hann. Samtal þeirra Ásgeirs Brynjars og Kristjáns á Sprengisandi má heyra í spilaranum hér að neðan: Salan á Íslandsbanka ÍL-sjóður Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fleiri fréttir Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst Sjá meira
Doktor Ásgeir Brynjar Torfason ræddi söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi í morgun. Hann segir ljóst af skýrslu ríkisendurskoðunar um málið að víða hafi pottur verið brotinn í ferlinu og innan Bankasýslu ríkisins, sem hélt utan um söluna. „Skýrslan er bomba. Þetta er mjög alvarleg úttekt á ekki nógu góðri stjórnsýslu inni í þessari stofnun sem hefur haldið utan um þessa einkavæðingu,“ segir hann. Almannatenglaúrlausn afþökkuð Hann segir að mikilvægt sé að spunameistarar stjórnmálaflokka fái ekki stýra umræðunni um skýrsluna. Málið sé einfaldlega of mikilvægt. „Það má ekki verða einhvers konar PR almannatenglaúrlausn og skotgrafahernaður út frá einhverjum stöðum,“ segir Ásgeir Brynjar. Þá segir hann að aðalatriðið í málinu öllu saman vera að nauðsynlegt sé að vanda til verka þegar eignarhlutar ríkisins í fjármálafyritækjum eru seldir. „Þetta er ekki einhver sala á notuðum bíl eða einhverri gamalli húseign sem ríkið er að losa sig við. Þetta er einn af þremur aðalbönkum landsins sem rekur greiðslumiðlunarkerfið okkar. Fólk er með húsnæðislánin sín þarna,“ segir hann. Leggur til að hagnaður bankanna greiði upp skuldir Ásgeir Brynjar bendir á að gert hafi verið ráð fyrir frekari sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka í fjárlögum og því sé komið gat í fjárlög eftir að frekari sala var sett á ís. „Maður veit ekki hvort útspilið með Íbúðalánasjóð allt í einu núna í október sé einhvers konar viðbragð við því. Að reyna að spara þar einhverja hundrað og fimmtíu milljarða með því að taka snúning á lífeyrissjóðunum,“ segir hann. Fyrir liggur að til stendur að leggja Bankasýslu ríkisins niður og breyta því hvernig haldið er utan um eignir ríkisins. Ásgeir Brynjar leggur til nýstárlega nálgun sem gæti slegið tvær flugur í einu höggi. „Til þess að losa þessa pattstöðu, þá hef ég verið að hugsa hvort í stofnanauppbyggingunni sem þarf að setja fram í þessu frumvarpi, um hvað eigi að taka við af Bankasýslunni, að í staðinn fyrir að hafa þetta sem skúffu í fjármálaráðuneytinu eins og Íbúðalánasjóð, að búa í raun og veru til einhvers konar eignaumsýslustofnun. Það væri hægt að setja þetta saman þannig að arðgreiðslur af þessum eina og hálfa banka sem við eigum, ríkið, þær fari á næstu árum í að borga kostnaðinn af Íbúðalánasjóði. Þá bara neutralíserast þessi tvö vandamál út og þá þarf ekki að vera að deila um þau á hinu pólitíska sviði í tíu, tólf, fimmtán ár,“ segir hann. Samtal þeirra Ásgeirs Brynjars og Kristjáns á Sprengisandi má heyra í spilaranum hér að neðan:
Salan á Íslandsbanka ÍL-sjóður Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fleiri fréttir Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent