„Vonandi verður þetta betra í kvöld“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 26. nóvember 2022 21:36 Birgir Rúnar Halldórsson er einn af eigendum skemmtistaðarins Lúx í Austurstræti. vísir/stöð 2 Skemmtistaðaeigandi í miðbæ Reykjavíkur vonar að meiri aðsókn verði í bæinn í kvöld en í gær. Hann telur of mikið hafa verið gert úr sögusögnum af mögulegum hnífstunguárásum þar um helgina í fjölmiðlum og skilur vel að fólk sé smeykt. Lögregla er aftur með mjög aukinn viðbúnað í bænum í kvöld. „Þetta mun vonandi ganga betur en í gær. Þetta gekk ekki nógu vel eða eins og þetta gengur venjulega hjá okkur. En það er mjög skiljanlegt að fólk sé hrætt og fólk hafi ekki þorað í bæinn en lögregla var úti um allt og það var mikill viðbúnaður. Og vonandi verður þetta betra í kvöld,“ sagði Birgir Rúnar Halldórsson, einn eigenda skemmtistaðarins Lúx, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir fréttamaður ræddi við hann. Mörgum skemmtistaðaeigendum þykir of mikið gert úr sögusögnum af mögulegum árásum í miðbænum þessa helgina í tengslum við deilur tveggja hópa í undirheimum sem hafa verið að magnast upp á síðustu vikum. Þær deilur náðu auðvitað hámarki sínu með hnífstunguárásinni á Bankastræti Club á fimmtudaginn fyrir viku. „Þetta er mjög alvarlegt. Lögregla þarf að taka mikið á þessu. En ég tel að þetta hafi verið mjög blásið upp af fjölmiðlum, því miður. Og það er að bitna bæði á fólki sem ætlaði að skemmta sér um helgina á jólahlaðborðum hjá vinnustöðum og okkur líka, veitingamönnum sem erum að reka staði og klúbba niðri í bæ,“ segir Birgir Rúnar. Afar fáir voru á ferli í bænum í gær og urðu sumir skemmtistaðir að bregða á það ráð að loka fyrr. Prikið lokaði til dæmis klukkan hálf tvö og Bankastræti Club klukkan eitt. Næturlíf Lögreglan Reykjavík Tengdar fréttir Aukinn viðbúnaður í miðbænum næstu daga Lítið var um að vera í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld og í nótt þrátt fyrir áhyggjur lögreglu um átök milli hópa. Lögregla var með aukinn viðbúnað í miðbænum vegna deilna sem hófust með stunguárás í Bankastræti Club fyrir rúmri viku síðan. 26. nóvember 2022 16:28 Mest lesið Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
„Þetta mun vonandi ganga betur en í gær. Þetta gekk ekki nógu vel eða eins og þetta gengur venjulega hjá okkur. En það er mjög skiljanlegt að fólk sé hrætt og fólk hafi ekki þorað í bæinn en lögregla var úti um allt og það var mikill viðbúnaður. Og vonandi verður þetta betra í kvöld,“ sagði Birgir Rúnar Halldórsson, einn eigenda skemmtistaðarins Lúx, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir fréttamaður ræddi við hann. Mörgum skemmtistaðaeigendum þykir of mikið gert úr sögusögnum af mögulegum árásum í miðbænum þessa helgina í tengslum við deilur tveggja hópa í undirheimum sem hafa verið að magnast upp á síðustu vikum. Þær deilur náðu auðvitað hámarki sínu með hnífstunguárásinni á Bankastræti Club á fimmtudaginn fyrir viku. „Þetta er mjög alvarlegt. Lögregla þarf að taka mikið á þessu. En ég tel að þetta hafi verið mjög blásið upp af fjölmiðlum, því miður. Og það er að bitna bæði á fólki sem ætlaði að skemmta sér um helgina á jólahlaðborðum hjá vinnustöðum og okkur líka, veitingamönnum sem erum að reka staði og klúbba niðri í bæ,“ segir Birgir Rúnar. Afar fáir voru á ferli í bænum í gær og urðu sumir skemmtistaðir að bregða á það ráð að loka fyrr. Prikið lokaði til dæmis klukkan hálf tvö og Bankastræti Club klukkan eitt.
Næturlíf Lögreglan Reykjavík Tengdar fréttir Aukinn viðbúnaður í miðbænum næstu daga Lítið var um að vera í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld og í nótt þrátt fyrir áhyggjur lögreglu um átök milli hópa. Lögregla var með aukinn viðbúnað í miðbænum vegna deilna sem hófust með stunguárás í Bankastræti Club fyrir rúmri viku síðan. 26. nóvember 2022 16:28 Mest lesið Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Aukinn viðbúnaður í miðbænum næstu daga Lítið var um að vera í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld og í nótt þrátt fyrir áhyggjur lögreglu um átök milli hópa. Lögregla var með aukinn viðbúnað í miðbænum vegna deilna sem hófust með stunguárás í Bankastræti Club fyrir rúmri viku síðan. 26. nóvember 2022 16:28