„Vonandi verður þetta betra í kvöld“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 26. nóvember 2022 21:36 Birgir Rúnar Halldórsson er einn af eigendum skemmtistaðarins Lúx í Austurstræti. vísir/stöð 2 Skemmtistaðaeigandi í miðbæ Reykjavíkur vonar að meiri aðsókn verði í bæinn í kvöld en í gær. Hann telur of mikið hafa verið gert úr sögusögnum af mögulegum hnífstunguárásum þar um helgina í fjölmiðlum og skilur vel að fólk sé smeykt. Lögregla er aftur með mjög aukinn viðbúnað í bænum í kvöld. „Þetta mun vonandi ganga betur en í gær. Þetta gekk ekki nógu vel eða eins og þetta gengur venjulega hjá okkur. En það er mjög skiljanlegt að fólk sé hrætt og fólk hafi ekki þorað í bæinn en lögregla var úti um allt og það var mikill viðbúnaður. Og vonandi verður þetta betra í kvöld,“ sagði Birgir Rúnar Halldórsson, einn eigenda skemmtistaðarins Lúx, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir fréttamaður ræddi við hann. Mörgum skemmtistaðaeigendum þykir of mikið gert úr sögusögnum af mögulegum árásum í miðbænum þessa helgina í tengslum við deilur tveggja hópa í undirheimum sem hafa verið að magnast upp á síðustu vikum. Þær deilur náðu auðvitað hámarki sínu með hnífstunguárásinni á Bankastræti Club á fimmtudaginn fyrir viku. „Þetta er mjög alvarlegt. Lögregla þarf að taka mikið á þessu. En ég tel að þetta hafi verið mjög blásið upp af fjölmiðlum, því miður. Og það er að bitna bæði á fólki sem ætlaði að skemmta sér um helgina á jólahlaðborðum hjá vinnustöðum og okkur líka, veitingamönnum sem erum að reka staði og klúbba niðri í bæ,“ segir Birgir Rúnar. Afar fáir voru á ferli í bænum í gær og urðu sumir skemmtistaðir að bregða á það ráð að loka fyrr. Prikið lokaði til dæmis klukkan hálf tvö og Bankastræti Club klukkan eitt. Næturlíf Lögreglan Reykjavík Tengdar fréttir Aukinn viðbúnaður í miðbænum næstu daga Lítið var um að vera í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld og í nótt þrátt fyrir áhyggjur lögreglu um átök milli hópa. Lögregla var með aukinn viðbúnað í miðbænum vegna deilna sem hófust með stunguárás í Bankastræti Club fyrir rúmri viku síðan. 26. nóvember 2022 16:28 Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Hlýnandi veður Veður Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Sjá meira
„Þetta mun vonandi ganga betur en í gær. Þetta gekk ekki nógu vel eða eins og þetta gengur venjulega hjá okkur. En það er mjög skiljanlegt að fólk sé hrætt og fólk hafi ekki þorað í bæinn en lögregla var úti um allt og það var mikill viðbúnaður. Og vonandi verður þetta betra í kvöld,“ sagði Birgir Rúnar Halldórsson, einn eigenda skemmtistaðarins Lúx, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir fréttamaður ræddi við hann. Mörgum skemmtistaðaeigendum þykir of mikið gert úr sögusögnum af mögulegum árásum í miðbænum þessa helgina í tengslum við deilur tveggja hópa í undirheimum sem hafa verið að magnast upp á síðustu vikum. Þær deilur náðu auðvitað hámarki sínu með hnífstunguárásinni á Bankastræti Club á fimmtudaginn fyrir viku. „Þetta er mjög alvarlegt. Lögregla þarf að taka mikið á þessu. En ég tel að þetta hafi verið mjög blásið upp af fjölmiðlum, því miður. Og það er að bitna bæði á fólki sem ætlaði að skemmta sér um helgina á jólahlaðborðum hjá vinnustöðum og okkur líka, veitingamönnum sem erum að reka staði og klúbba niðri í bæ,“ segir Birgir Rúnar. Afar fáir voru á ferli í bænum í gær og urðu sumir skemmtistaðir að bregða á það ráð að loka fyrr. Prikið lokaði til dæmis klukkan hálf tvö og Bankastræti Club klukkan eitt.
Næturlíf Lögreglan Reykjavík Tengdar fréttir Aukinn viðbúnaður í miðbænum næstu daga Lítið var um að vera í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld og í nótt þrátt fyrir áhyggjur lögreglu um átök milli hópa. Lögregla var með aukinn viðbúnað í miðbænum vegna deilna sem hófust með stunguárás í Bankastræti Club fyrir rúmri viku síðan. 26. nóvember 2022 16:28 Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Hlýnandi veður Veður Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Sjá meira
Aukinn viðbúnaður í miðbænum næstu daga Lítið var um að vera í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld og í nótt þrátt fyrir áhyggjur lögreglu um átök milli hópa. Lögregla var með aukinn viðbúnað í miðbænum vegna deilna sem hófust með stunguárás í Bankastræti Club fyrir rúmri viku síðan. 26. nóvember 2022 16:28