Tæma hillur verslana af ótta við sóttvarnaraðgerðir Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2022 12:01 Frá Peking, þar sem íbúar eru sagðir vera að sanka að sér nauðsynjum af ótta við væntanlegar sóttvarnaraðgerðir. AP/Ng Han Guan Yfirvöld í Kína tilkynntu í morgun að 35.183 hefðu greinst smitaðir af Covid-19 þar í landi í gær. Það var þriðji dagurinn í röð þar sem metfjöldi greindist smitaður. Íbúar í Peking eru sagðir sanka að sér nauðsynjum af ótta við sóttvarnaraðgerðir. Kommúnistaflokkur Kína hefur ávalt gripið til harðra aðgerða þegar smit greinast í Kína en nú greinist fólk smitað í flestum héruðum landsins. Í borginni Chongquing hefur smituðum fjölgað um tuttugu prósent milli daga, samkvæmt frétt Reuters. Í Xinjiang-héraði, í vesturhluta Kína, hafa íbúar verið einangraðir á heimilum sínum í rúma þrjá mánuði vegna sóttvarnaraðgerða. Tíu létu lífið þegar eldur kviknaði í fjölbýlishúsi í borginni Urumqi í Xinjiang en íbúar þar hafa kennt sóttvarnaraðgerðum um það hve langan tíma það tók að bregðast við eldinum. Wall Street Journal vísar í umræðu á samfélagsmiðlum í Kína og myndbönd af áhöfnum slökkviliðsbíla bíða eftir því að vegatálæmar vegna Covid væri fjarlægðir. Embættismenn segja hins vegar að mikill fjöldi bíla sem hafi verið lagt við fjölbýlishúsið hafi komið niður á slökkvistarfinu. Íbúar segja að fjöldi rafmagnsbíla sem ekki hafi verið hægt að hlaða vegna áðurnefndra sóttvarnaraðgerða hafi verið fyrir slökkviliðsbílunum. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna einnig að til mótmæla hefur komið í Xinjiang en þessi myndbönd eru iðulega fljótt fjarlægð af netinu í Kína. Nokkur af þessum myndböndum má sjá í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt CNN. Harðar aðgerðir venjan Sérfræðingur sem ræddi við WSJ segir að sóttvarnaraðgerðir fari að mestu eftir því hvað embættismönnum í hverju héraði fyrir sig þyki best að gera. Þeir séu þó líklegri en ekki til að grípa til hörðust aðgerða sem mögulegt er, því þannig hafi orðræðan á efstu stigum Kommúnistaflokksins verið síðustu tvö ár. Hann segir að erfitt verði fyrir embættismenn að halda aftur af sér þar sem þeir hafi verið skammaðir þegar of margir greinast smitaðir. Ráðamenn í Kína hafa ítrekað lýst því yfir á undanförnum dögum að nauðsynlegt sé að framfylgja áfram stefnu stjórnvalda sem kallast „Núll-Covid“. Sú stefna felur í sér umfangsmiklar skimanir og einangrun fyrir alla sem grunaðir eru um að hafa verið nærri smituðum einstaklingum. Þessi stefna hefur víða leitt til umfangsmikilla og langvarandi lokana í Kína. Þetta hefur leitt til þess að tiltölulega fáir hafa í raun smitast af Covid og því eru fáir með mótefni við veirunni, þar sem bólusetning er sömuleiðis sögð hafa gengið hægt hjá eldri borgurum landsins. AP fréttaveitan sagði frá því í gær að íbúar í Peking, höfuðborg Kína, væru byrjaðir að sanka að sér matvælum og öðrum nauðsynjum. Það hafi leitt til þess að hillur hafi verið tómar í mörgum verslunum. Þetta er eftir að yfirvöld í borginni lýstu því yfir að verið væri að reisa nýjar sóttvarnarstöðvar og koma upp tímabundnu sjúkrahúsi vegna Covid. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Kommúnistaflokkur Kína hefur ávalt gripið til harðra aðgerða þegar smit greinast í Kína en nú greinist fólk smitað í flestum héruðum landsins. Í borginni Chongquing hefur smituðum fjölgað um tuttugu prósent milli daga, samkvæmt frétt Reuters. Í Xinjiang-héraði, í vesturhluta Kína, hafa íbúar verið einangraðir á heimilum sínum í rúma þrjá mánuði vegna sóttvarnaraðgerða. Tíu létu lífið þegar eldur kviknaði í fjölbýlishúsi í borginni Urumqi í Xinjiang en íbúar þar hafa kennt sóttvarnaraðgerðum um það hve langan tíma það tók að bregðast við eldinum. Wall Street Journal vísar í umræðu á samfélagsmiðlum í Kína og myndbönd af áhöfnum slökkviliðsbíla bíða eftir því að vegatálæmar vegna Covid væri fjarlægðir. Embættismenn segja hins vegar að mikill fjöldi bíla sem hafi verið lagt við fjölbýlishúsið hafi komið niður á slökkvistarfinu. Íbúar segja að fjöldi rafmagnsbíla sem ekki hafi verið hægt að hlaða vegna áðurnefndra sóttvarnaraðgerða hafi verið fyrir slökkviliðsbílunum. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna einnig að til mótmæla hefur komið í Xinjiang en þessi myndbönd eru iðulega fljótt fjarlægð af netinu í Kína. Nokkur af þessum myndböndum má sjá í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt CNN. Harðar aðgerðir venjan Sérfræðingur sem ræddi við WSJ segir að sóttvarnaraðgerðir fari að mestu eftir því hvað embættismönnum í hverju héraði fyrir sig þyki best að gera. Þeir séu þó líklegri en ekki til að grípa til hörðust aðgerða sem mögulegt er, því þannig hafi orðræðan á efstu stigum Kommúnistaflokksins verið síðustu tvö ár. Hann segir að erfitt verði fyrir embættismenn að halda aftur af sér þar sem þeir hafi verið skammaðir þegar of margir greinast smitaðir. Ráðamenn í Kína hafa ítrekað lýst því yfir á undanförnum dögum að nauðsynlegt sé að framfylgja áfram stefnu stjórnvalda sem kallast „Núll-Covid“. Sú stefna felur í sér umfangsmiklar skimanir og einangrun fyrir alla sem grunaðir eru um að hafa verið nærri smituðum einstaklingum. Þessi stefna hefur víða leitt til umfangsmikilla og langvarandi lokana í Kína. Þetta hefur leitt til þess að tiltölulega fáir hafa í raun smitast af Covid og því eru fáir með mótefni við veirunni, þar sem bólusetning er sömuleiðis sögð hafa gengið hægt hjá eldri borgurum landsins. AP fréttaveitan sagði frá því í gær að íbúar í Peking, höfuðborg Kína, væru byrjaðir að sanka að sér matvælum og öðrum nauðsynjum. Það hafi leitt til þess að hillur hafi verið tómar í mörgum verslunum. Þetta er eftir að yfirvöld í borginni lýstu því yfir að verið væri að reisa nýjar sóttvarnarstöðvar og koma upp tímabundnu sjúkrahúsi vegna Covid.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira