Segir Vesturlönd hrokafull og misnota mannréttindaráð SÞ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. nóvember 2022 14:06 Fulltrúi Írans í mannréttindaráði SÞ vandaði ekki Vesturlöndum kveðjurnar í ræðu sinni. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna Fulltrúi Írans í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna segir Vesturlönd skorta siðferðilegan trúverðugleika til að gagnrýna Íran en Ísland og Þýskaland kölluðu eftir sérstökum aukafundi í ráðinu um ástand mannréttindamála í Íran. Mótmælaalda hefur riðið yfir í Íran frá því að Masha Amini, 22 ára kona, lést í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar. Síðan þá segja Sameinuðu þjóðirnar að fleiri en 300 hafi látist og að minnsta kosti 40 börn. Þá hafi fimmtán þúsund manns, hið minnsta, verið tekin höndum. Vill óháða rannsakendur til að kanna stöðu mannréttinda Ísland og Þýskaland kölluðu eftir fundinum til að knýja á um að Sameinuðu þjóðirnar myndu hefja gagnaöflun um framgöngu stjórnvalda í Íran. Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, gagnrýndi írönsk stjórnvöld harðlega í ræðu sinni. „Við leggjum til að óháður aðili á vegum Sameinuðu þjóðanna rannsaki mannréttindabrotin til þess að hægt verði að draga þá ,sem að þeim standa, til ábyrgðar.“ Sjá nánar: Tugir gætu átt yfir höfði sér dauðadóm vegna þátttöku í mótmælum Khadijeh Karimi, fulltrúi íranskra stjórnvalda í ráðinu, segir að með þessum fundi sé verið að misnota mannréttindaráðið og að Vesturlönd skorti siðferðislegan trúverðugleika til að gagnrýna aðra. „Íran harmar að hrokafull ríki misnoti ráðið enn eina ferðina til að egna fullvalda aðildarríki sem er að fullu skuldbundið til að verja mannréttindi.“ Skulda írönskum stúlkum að grípa til aðgerða Annalena Baerbock utanríkisráðherra Þýskalands og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra Íslands, voru afdráttarlausar í sínum málflutningi. Ísland og Þýskaland óskuðu eftir fundinum.utanríkisráðuneytið Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, sagði að það væri handan hennar skilnings að nokkur yfirvöld skuli velja að fremja mannréttindabrot á þegnum sínum, sem þau eru skuldbundin til að verja. Þórdís segir íranskar stúlkur og konur hafa sýnt af sér fádæma hugrekki með því að hafa leitt mótmæli víða um Íran. Sagðist hún full innblásturs vegna hugrekkis sem þær hefðu sýnt með því að hafa hætt lífi sínu fyrir málstaðinn. „Ofbeldið verður að hætta og brotum gegn mannréttindum kvenna verður að linna.“ „Við skuldum öllum hugrökku stúlkunum, konunum og öllum öðrum í Íran að grípa til aðgerða fyrir konur, lífið og frelsið,“sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra. Sameinuðu þjóðirnar Íran Mannréttindi Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Bein útsending: Mannréttindaráð fundar um Íran að beiðni Íslands og Þýskalands Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna í Genf heldur í dag sérstakan aukafund um ástand mannréttindamála í Íran. Fundurinn er haldinn að beiðni Íslands og Þýskalands og er honum ætlað að knýja á um að Sameinuðu þjóðirnar hefji markvissa gagnaöflun varðandi framgöngu yfirvalda í Íran gegn friðsömum mótmælendum. 24. nóvember 2022 09:34 Leikmenn Íran sungu ekki með þjóðsöngnum Leikmenn Íran sungu ekki með þegar þjóðsöngur landsins var spilaður fyrir leik þeirra gegn Englandi á heimsmeistaramótinu í Katar. 22. nóvember 2022 07:45 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Mótmælaalda hefur riðið yfir í Íran frá því að Masha Amini, 22 ára kona, lést í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar. Síðan þá segja Sameinuðu þjóðirnar að fleiri en 300 hafi látist og að minnsta kosti 40 börn. Þá hafi fimmtán þúsund manns, hið minnsta, verið tekin höndum. Vill óháða rannsakendur til að kanna stöðu mannréttinda Ísland og Þýskaland kölluðu eftir fundinum til að knýja á um að Sameinuðu þjóðirnar myndu hefja gagnaöflun um framgöngu stjórnvalda í Íran. Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, gagnrýndi írönsk stjórnvöld harðlega í ræðu sinni. „Við leggjum til að óháður aðili á vegum Sameinuðu þjóðanna rannsaki mannréttindabrotin til þess að hægt verði að draga þá ,sem að þeim standa, til ábyrgðar.“ Sjá nánar: Tugir gætu átt yfir höfði sér dauðadóm vegna þátttöku í mótmælum Khadijeh Karimi, fulltrúi íranskra stjórnvalda í ráðinu, segir að með þessum fundi sé verið að misnota mannréttindaráðið og að Vesturlönd skorti siðferðislegan trúverðugleika til að gagnrýna aðra. „Íran harmar að hrokafull ríki misnoti ráðið enn eina ferðina til að egna fullvalda aðildarríki sem er að fullu skuldbundið til að verja mannréttindi.“ Skulda írönskum stúlkum að grípa til aðgerða Annalena Baerbock utanríkisráðherra Þýskalands og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra Íslands, voru afdráttarlausar í sínum málflutningi. Ísland og Þýskaland óskuðu eftir fundinum.utanríkisráðuneytið Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, sagði að það væri handan hennar skilnings að nokkur yfirvöld skuli velja að fremja mannréttindabrot á þegnum sínum, sem þau eru skuldbundin til að verja. Þórdís segir íranskar stúlkur og konur hafa sýnt af sér fádæma hugrekki með því að hafa leitt mótmæli víða um Íran. Sagðist hún full innblásturs vegna hugrekkis sem þær hefðu sýnt með því að hafa hætt lífi sínu fyrir málstaðinn. „Ofbeldið verður að hætta og brotum gegn mannréttindum kvenna verður að linna.“ „Við skuldum öllum hugrökku stúlkunum, konunum og öllum öðrum í Íran að grípa til aðgerða fyrir konur, lífið og frelsið,“sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra.
Sameinuðu þjóðirnar Íran Mannréttindi Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Bein útsending: Mannréttindaráð fundar um Íran að beiðni Íslands og Þýskalands Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna í Genf heldur í dag sérstakan aukafund um ástand mannréttindamála í Íran. Fundurinn er haldinn að beiðni Íslands og Þýskalands og er honum ætlað að knýja á um að Sameinuðu þjóðirnar hefji markvissa gagnaöflun varðandi framgöngu yfirvalda í Íran gegn friðsömum mótmælendum. 24. nóvember 2022 09:34 Leikmenn Íran sungu ekki með þjóðsöngnum Leikmenn Íran sungu ekki með þegar þjóðsöngur landsins var spilaður fyrir leik þeirra gegn Englandi á heimsmeistaramótinu í Katar. 22. nóvember 2022 07:45 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Bein útsending: Mannréttindaráð fundar um Íran að beiðni Íslands og Þýskalands Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna í Genf heldur í dag sérstakan aukafund um ástand mannréttindamála í Íran. Fundurinn er haldinn að beiðni Íslands og Þýskalands og er honum ætlað að knýja á um að Sameinuðu þjóðirnar hefji markvissa gagnaöflun varðandi framgöngu yfirvalda í Íran gegn friðsömum mótmælendum. 24. nóvember 2022 09:34
Leikmenn Íran sungu ekki með þjóðsöngnum Leikmenn Íran sungu ekki með þegar þjóðsöngur landsins var spilaður fyrir leik þeirra gegn Englandi á heimsmeistaramótinu í Katar. 22. nóvember 2022 07:45