Danska stórstjarnan missti mömmu sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2022 11:30 Nadia Nadim í leik með danska fótboltalandsliðinu sem hún hefur spilað meira en hundrað leiki fyrir. Getty/Andrea Staccioli Danska knattspyrnukonan Nadia Nadim fékk mjög slæmar fréttir til Katar þar sem hún er stödd í Katar sem sendiherra heimsmeistaramótsins. Hamida, móðir Nadiu, lést í umferðarslysi á þriðjudagsmorguninn. Hún vat aðeins 57 ára gömul. „Móðir mín lést eftir að hafa orðið fyrir trukk. Hún var á leiðinni heim úr líkamsræktinni,“ skrifaði Nadim. „Ég finn ekki orðin til að lýsa því hvernig mér líður. Ég hef misst mikilvægustu manneskjuna í mínu lífi og það gerðist svo skyndilega og svo óvænt,“ skrifaði Nadim á samfélagsmiðla sína. pic.twitter.com/d733ODYpGs— Dr Nadia Nadim (@nadia_nadim) November 23, 2022 „Hún var stríðsmaður og barðist fyrir hverjum sentímetra í sínu lífi. Hún gaf mér ekki líf bara einu sinni heldur tvisvar,“ skrifaði Nadim. „Lífið er ósanngjarnt en ég skil ekki af hverju þetta varð að vera hún og af hverju þetta endaði svona,“ skrifaði Nadim. Hin 34 ára gamla Nadim á fjórar systur en þær misstu föður sinn í Afganistan árið 1999 þegar hann var drepinn af Talíbönum. Fjölskyldan flúði til Danmerkur og hóf nýtt líf þar. Nadim byrjaði að æfa fótbolta og hefur síðan orðið ein besta knattspyrnukona í sögu dönsku þjóðarinnar. "I have lost my home and I know nothing's going to ever feel the same."Life is unfair and I don't understand why her and why this way. I love you and I will see you again." https://t.co/GYWJAMUODG— Sky News (@SkyNews) November 23, 2022 Nadim hefur skorað 38 mörk í 103 landsleikjum og hefur spilað fyrir stórlið eins og Portland Thorns, Manchester City og Paris Saint-Germain. Hún er nú leikmaður Racing Louisville í bandarísku NWSL deildinni. Nadim vakti líka mikla athygli fyrir það að hafa klárað læknisnámið með fótboltaferlinum. Hún útskrifaðist sem læknir í janúar á þessu ári. Hún fékk aftur á móti mikla gagnrýni fyrir að þiggja peningana og gerast sendiherra fyrir HM í Katar. BREAKING: ITV World Cup pundit Nadia Nadim was forced off air after learning her mother had been killed by a truck https://t.co/B3l3DhBUNQ— MailOnline Sport (@MailSport) November 23, 2022 Danski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Hamida, móðir Nadiu, lést í umferðarslysi á þriðjudagsmorguninn. Hún vat aðeins 57 ára gömul. „Móðir mín lést eftir að hafa orðið fyrir trukk. Hún var á leiðinni heim úr líkamsræktinni,“ skrifaði Nadim. „Ég finn ekki orðin til að lýsa því hvernig mér líður. Ég hef misst mikilvægustu manneskjuna í mínu lífi og það gerðist svo skyndilega og svo óvænt,“ skrifaði Nadim á samfélagsmiðla sína. pic.twitter.com/d733ODYpGs— Dr Nadia Nadim (@nadia_nadim) November 23, 2022 „Hún var stríðsmaður og barðist fyrir hverjum sentímetra í sínu lífi. Hún gaf mér ekki líf bara einu sinni heldur tvisvar,“ skrifaði Nadim. „Lífið er ósanngjarnt en ég skil ekki af hverju þetta varð að vera hún og af hverju þetta endaði svona,“ skrifaði Nadim. Hin 34 ára gamla Nadim á fjórar systur en þær misstu föður sinn í Afganistan árið 1999 þegar hann var drepinn af Talíbönum. Fjölskyldan flúði til Danmerkur og hóf nýtt líf þar. Nadim byrjaði að æfa fótbolta og hefur síðan orðið ein besta knattspyrnukona í sögu dönsku þjóðarinnar. "I have lost my home and I know nothing's going to ever feel the same."Life is unfair and I don't understand why her and why this way. I love you and I will see you again." https://t.co/GYWJAMUODG— Sky News (@SkyNews) November 23, 2022 Nadim hefur skorað 38 mörk í 103 landsleikjum og hefur spilað fyrir stórlið eins og Portland Thorns, Manchester City og Paris Saint-Germain. Hún er nú leikmaður Racing Louisville í bandarísku NWSL deildinni. Nadim vakti líka mikla athygli fyrir það að hafa klárað læknisnámið með fótboltaferlinum. Hún útskrifaðist sem læknir í janúar á þessu ári. Hún fékk aftur á móti mikla gagnrýni fyrir að þiggja peningana og gerast sendiherra fyrir HM í Katar. BREAKING: ITV World Cup pundit Nadia Nadim was forced off air after learning her mother had been killed by a truck https://t.co/B3l3DhBUNQ— MailOnline Sport (@MailSport) November 23, 2022
Danski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira