Frá orðum til athafna Maj-Britt Hjördís Briem skrifar 22. nóvember 2022 11:31 Aðgerðir fyrirtækja í átt að jafnrétti Atvinnulífið ber ótvíræðan hag af því að allt starfsfólk fái notið eigin verðleika og hafi jöfn tækifæri til launa, starfa og starfsþróunar óháð kynferði. Það liggur í augum uppi að ekkert fyrirtæki hefur hagsmuni af því að mismuna starfsfólki sínu eftir kynferði eða öðrum þáttum eins og kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu. Samtök atvinnulífsins (SA) leggja lóð sín á vogarskálarnar með greiningu á stöðunni, átaksverkefnum og stöðugu samtali við atvinnulífið. Óhætt að segja að fyrirtæki hafi, undanfarin ár, tekið jafnréttismál gagngert til endurskoðunar og sett þau á oddinn í starfi sínu. Áherslan hefur um nokkurt skeið verið á launamun kynjanna og kynjahlutföll innan stjórna fyrirtækja. Auk þess horfa fyrirtæki einnig, í auknum mæli, til atriða eins og starfsumhverfis, vinnustaðamenningar, sýnileika kvenna og ákvörðunar- og áhrifavalds þeirra innan fyrirtækjanna. Einnig hafa fyrirtæki horft til annarra þátta en kyns í stefnumótun sinni og leggja oftar en áður áherslu á fjölbreytileika í starfsemi sinni því ávinningur fyrirtækja af fjölbreytileika er mikill. Með fjölbreyttum mannauði eru vinnustaðir betur í stakk búnir að takast á við fjölbreyttar áskoranir til dæmis í rekstri, framleiðslu og þjónustu. Jafnréttisáætlanir setja tóninn Það er ekki nóg að vera með stefnur og markmið, þeim þarf að hrinda í framkvæmd. Jafnréttisáætlanir fyrirtækja eru kjörinn vettvangur til þess en fyrirtæki þar sem starfa 25 eða fleiri að jafnaði á ársgrundvelli eiga að setja sér jafnréttisáætlun eða samþætta jafnréttissjónarmið í mannauðsstefnu sína. Jafnréttisáætlun á ekki að vera plagg sem dregið er fram á tyllidögum eða hvílir ofan í skúffu. Mikilvægt er að fyrirtæki flétti sjónarhorn kynjajafnréttis skýrt inn í mannauðsstefnu sína og geri jafnframt áætlun um hvernig ná skuli þeim markmiðum sem fyrirtæki setur sér í jafnréttismálum. Tilgangurinn með gerð jafnréttisáætlunar tengist því náið þeirri skyldu sem lögð er á vinnuveitendur að vinna markvisst að því að jafna stöðu kynjanna innan fyrirtækis síns. Sumir vinnustaðir hafa farið þá leið að taka fleiri þætti en kyn inn í jafnréttisáætlanir sínar þrátt fyrir að það sé ekki skylt samkvæmt lögum. Sum hafa jafnvel sett sér fjölbreytileikastefnur og dæmi eru um fyrirtæki hafi t.d. markvisst stefnt að því að fjölga starfsfólki af erlendum uppruna í stjórnunarstöðum með stefnumótun og skýrum aðgerðaráætlunum. Mörg stærri fyrirtækja hafa tekið ákvörðun um að tengjast Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem samþykkt voru af fulltrúum allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í september árið 2015. Heimsmarkmiðin eru margþætt og metnaðarfull og krefjast þátttöku og samstarfs ólíkra hagsmunaaðila. Markmið 5 fjallar um að jafnrétti kynjanna verði tryggt og völd allra kvenna og stúlkna efld. Að tryggð verði full og virk þátttaka kvenna og jöfn tækifæri þeirra til að vera leiðandi við ákvarðanatöku á vinnumarkaði sem og annars staðar. Hvatningarverðlaun jafnréttismála Á undanförnum áratug hafa SA lagt sérstaka áherslu á jafnréttismál og mótað skýra stefnu í málaflokknum. Samtökin vita fullvel að athafnir verða að fylgja orðum í svo mikilvægum málaflokki. Auk þess að eiga fulltrúa í mörgum starfshópum og nefndum sem fjalla um jafnrétti á vinnumarkaði standa samtökin fyrir öflugri fræðslu til félagsmanna sinna um jafnréttismál. Í sama augnamiði voru Hvatningarverðlaun jafnréttismála sett á laggirnar í samstarfi við Háskóla Íslands þar sem markmiðið er að vekja athygli á fyrirtækjum sem sett hafa jafnrétti á oddinn og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til þess að gera slíkt hið sama. Stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja sem skapað hafa góða fyrirtækjamenningu þar sem jafnrétti og virðing fyrir fjölbreytileika samfélagsins liggur til grundvallar eru hvattir til að senda inn tilnefningu. Tugir fyrirtækja hafa fengið rós í hnappagatið með Hvatningarverðlaunum jafnréttismála. Þar má nefna Rio Tinto, Orkuveituna, Íslandsbanka, Vodafone, Sagafilm, Landsvirkjun, Sjóvá, Vörð og Samkaup. Í ár eru veittar viðurkenningar í tveimur flokkum þar sem horft er til kynjajafnréttis annars vegar og Jafnréttissprotans hins vegar, vegna áhugaverðs verkefnis eða framtaks m.t.t. fjölmenningar, fötlunar og annarra brýnna viðfangsefna jafnréttismála. Hægt er að skila inn tilnefningum til og með morgundeginum 23. nóvember hér. Verðlaunin sjálf eru veitt við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands 30. nóvember. SA hvetja fyrirtæki til að hampa því sem vel er gert og setja sigurvörður á leið sinni að auknu jafnrétti og fjölbreytileika. Ein af þeim vörðum gæti verið Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2022. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði SA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Maj-Britt Hjördís Briem Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Aðgerðir fyrirtækja í átt að jafnrétti Atvinnulífið ber ótvíræðan hag af því að allt starfsfólk fái notið eigin verðleika og hafi jöfn tækifæri til launa, starfa og starfsþróunar óháð kynferði. Það liggur í augum uppi að ekkert fyrirtæki hefur hagsmuni af því að mismuna starfsfólki sínu eftir kynferði eða öðrum þáttum eins og kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu. Samtök atvinnulífsins (SA) leggja lóð sín á vogarskálarnar með greiningu á stöðunni, átaksverkefnum og stöðugu samtali við atvinnulífið. Óhætt að segja að fyrirtæki hafi, undanfarin ár, tekið jafnréttismál gagngert til endurskoðunar og sett þau á oddinn í starfi sínu. Áherslan hefur um nokkurt skeið verið á launamun kynjanna og kynjahlutföll innan stjórna fyrirtækja. Auk þess horfa fyrirtæki einnig, í auknum mæli, til atriða eins og starfsumhverfis, vinnustaðamenningar, sýnileika kvenna og ákvörðunar- og áhrifavalds þeirra innan fyrirtækjanna. Einnig hafa fyrirtæki horft til annarra þátta en kyns í stefnumótun sinni og leggja oftar en áður áherslu á fjölbreytileika í starfsemi sinni því ávinningur fyrirtækja af fjölbreytileika er mikill. Með fjölbreyttum mannauði eru vinnustaðir betur í stakk búnir að takast á við fjölbreyttar áskoranir til dæmis í rekstri, framleiðslu og þjónustu. Jafnréttisáætlanir setja tóninn Það er ekki nóg að vera með stefnur og markmið, þeim þarf að hrinda í framkvæmd. Jafnréttisáætlanir fyrirtækja eru kjörinn vettvangur til þess en fyrirtæki þar sem starfa 25 eða fleiri að jafnaði á ársgrundvelli eiga að setja sér jafnréttisáætlun eða samþætta jafnréttissjónarmið í mannauðsstefnu sína. Jafnréttisáætlun á ekki að vera plagg sem dregið er fram á tyllidögum eða hvílir ofan í skúffu. Mikilvægt er að fyrirtæki flétti sjónarhorn kynjajafnréttis skýrt inn í mannauðsstefnu sína og geri jafnframt áætlun um hvernig ná skuli þeim markmiðum sem fyrirtæki setur sér í jafnréttismálum. Tilgangurinn með gerð jafnréttisáætlunar tengist því náið þeirri skyldu sem lögð er á vinnuveitendur að vinna markvisst að því að jafna stöðu kynjanna innan fyrirtækis síns. Sumir vinnustaðir hafa farið þá leið að taka fleiri þætti en kyn inn í jafnréttisáætlanir sínar þrátt fyrir að það sé ekki skylt samkvæmt lögum. Sum hafa jafnvel sett sér fjölbreytileikastefnur og dæmi eru um fyrirtæki hafi t.d. markvisst stefnt að því að fjölga starfsfólki af erlendum uppruna í stjórnunarstöðum með stefnumótun og skýrum aðgerðaráætlunum. Mörg stærri fyrirtækja hafa tekið ákvörðun um að tengjast Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem samþykkt voru af fulltrúum allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í september árið 2015. Heimsmarkmiðin eru margþætt og metnaðarfull og krefjast þátttöku og samstarfs ólíkra hagsmunaaðila. Markmið 5 fjallar um að jafnrétti kynjanna verði tryggt og völd allra kvenna og stúlkna efld. Að tryggð verði full og virk þátttaka kvenna og jöfn tækifæri þeirra til að vera leiðandi við ákvarðanatöku á vinnumarkaði sem og annars staðar. Hvatningarverðlaun jafnréttismála Á undanförnum áratug hafa SA lagt sérstaka áherslu á jafnréttismál og mótað skýra stefnu í málaflokknum. Samtökin vita fullvel að athafnir verða að fylgja orðum í svo mikilvægum málaflokki. Auk þess að eiga fulltrúa í mörgum starfshópum og nefndum sem fjalla um jafnrétti á vinnumarkaði standa samtökin fyrir öflugri fræðslu til félagsmanna sinna um jafnréttismál. Í sama augnamiði voru Hvatningarverðlaun jafnréttismála sett á laggirnar í samstarfi við Háskóla Íslands þar sem markmiðið er að vekja athygli á fyrirtækjum sem sett hafa jafnrétti á oddinn og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til þess að gera slíkt hið sama. Stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja sem skapað hafa góða fyrirtækjamenningu þar sem jafnrétti og virðing fyrir fjölbreytileika samfélagsins liggur til grundvallar eru hvattir til að senda inn tilnefningu. Tugir fyrirtækja hafa fengið rós í hnappagatið með Hvatningarverðlaunum jafnréttismála. Þar má nefna Rio Tinto, Orkuveituna, Íslandsbanka, Vodafone, Sagafilm, Landsvirkjun, Sjóvá, Vörð og Samkaup. Í ár eru veittar viðurkenningar í tveimur flokkum þar sem horft er til kynjajafnréttis annars vegar og Jafnréttissprotans hins vegar, vegna áhugaverðs verkefnis eða framtaks m.t.t. fjölmenningar, fötlunar og annarra brýnna viðfangsefna jafnréttismála. Hægt er að skila inn tilnefningum til og með morgundeginum 23. nóvember hér. Verðlaunin sjálf eru veitt við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands 30. nóvember. SA hvetja fyrirtæki til að hampa því sem vel er gert og setja sigurvörður á leið sinni að auknu jafnrétti og fjölbreytileika. Ein af þeim vörðum gæti verið Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2022. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði SA.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar