Turninn á Litla-Hrauni verður rifinn: „Liður í því að gera umhverfið minna þrúgandi“ Atli Ísleifsson skrifar 22. nóvember 2022 08:40 Páll Winkel fangelsismálastjóri segist mjög ánægður með að til standi að ráðast í endurbyggingu - og bætur á Litla-Hrauni við Eyrarbakka. Vísir/Vilhelm Ásýnd Litla-Hrauns mun taka miklum breytingum á næstu árum og mun hinn einkennandi turn fangelsisins brátt heyra sögunni til. Til stendur að ráðast í umfangsmiklar endurbætur á fangelsinu og segir fangelsismálastjóri að breytingarnar séu meðal annars liður í því að gera allt umhverfið manneskjulegra og minna þrúgandi. Þetta segir Páll Winkel fangelsismálastjóri í samtali við Vísi. „Með nýjum radar- og eftirlitskerfum þá gegnir þessi turn ekki lengur neinu hlutverki. Ásýnd fangelsisins mun breytast mikið og við höfum lagt á það áherslu við endurbætur og endurbyggingu að fangelsið falli vel inn í umhverfið. Þetta er liður í því að gefa umhverfið minna þrúgandi, ekki bara fyrir fanga heldur sömuleiðis þá sem heimsækja fanga. Það er mikilvægt.“ Páll segir að það hafi verið valin vinningstillaga frá VA Arkitektum sem nú sé verið að fullvinna. Hann segir að stærsta breytingin varðandi starfsemi fangelsisins muni fela í sér að hægt verði að aðskilja hópa fanga með öruggum hætti, sem hafi hingað til verið mjög erfitt. Svona mun Litla-Hraun líta út að loknum framkvæmdum.VA Arkitektar „Við viljum gera umhverfið manneskjulegra og uppbyggilegra, eins og hægt er í öryggisfangelsi. Það verður sömuleiðis mun betri vinnuaðstaðan fyrir alla okkar starfsmenn – fangaverði, sálfræðinga, lækna og svo framvegis. Og síðast en ekki síst standur til að stórbæta heimsóknaraðstöðuna sem er alls ekki góð eins og mikið hefur verið fjallað um. Og það hefði ekki mátt gerast seinna,“ segir Páll. Páll segir að áætlanir geri ráð fyrir að framkvæmdum ljúki eftir um tvö ár. VA Arkitektar Fangelsið Litla-Hrauni var stofnað 8. mars 1929 og hefur starfað samfellt síðan. Fangelsið er lokað fangelsi með átta deildir sem rúma allt að 83 karlfanga. VA Arkitektar VA Arkitektar Litla-Hraun eins og það lítur út núna.Vísir/Vilhelm Fangelsismál Árborg Arkitektúr Tengdar fréttir Fangelsismálastjóri segir Barnakot á Hrauninu viðbjóðslegt Fangelsismálastjóri segir húsnæði til að taka á móti börnum á Litla-Hrauni vera viðbjóðslegt. Velgjörðamanni blöskraði svo að hann ákvað að styrkja fangelsið. Hann segir brýnt að bæta aðstöðu barna sem eiga foreldra í fangelsum. 4. október 2022 20:01 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Þetta segir Páll Winkel fangelsismálastjóri í samtali við Vísi. „Með nýjum radar- og eftirlitskerfum þá gegnir þessi turn ekki lengur neinu hlutverki. Ásýnd fangelsisins mun breytast mikið og við höfum lagt á það áherslu við endurbætur og endurbyggingu að fangelsið falli vel inn í umhverfið. Þetta er liður í því að gefa umhverfið minna þrúgandi, ekki bara fyrir fanga heldur sömuleiðis þá sem heimsækja fanga. Það er mikilvægt.“ Páll segir að það hafi verið valin vinningstillaga frá VA Arkitektum sem nú sé verið að fullvinna. Hann segir að stærsta breytingin varðandi starfsemi fangelsisins muni fela í sér að hægt verði að aðskilja hópa fanga með öruggum hætti, sem hafi hingað til verið mjög erfitt. Svona mun Litla-Hraun líta út að loknum framkvæmdum.VA Arkitektar „Við viljum gera umhverfið manneskjulegra og uppbyggilegra, eins og hægt er í öryggisfangelsi. Það verður sömuleiðis mun betri vinnuaðstaðan fyrir alla okkar starfsmenn – fangaverði, sálfræðinga, lækna og svo framvegis. Og síðast en ekki síst standur til að stórbæta heimsóknaraðstöðuna sem er alls ekki góð eins og mikið hefur verið fjallað um. Og það hefði ekki mátt gerast seinna,“ segir Páll. Páll segir að áætlanir geri ráð fyrir að framkvæmdum ljúki eftir um tvö ár. VA Arkitektar Fangelsið Litla-Hrauni var stofnað 8. mars 1929 og hefur starfað samfellt síðan. Fangelsið er lokað fangelsi með átta deildir sem rúma allt að 83 karlfanga. VA Arkitektar VA Arkitektar Litla-Hraun eins og það lítur út núna.Vísir/Vilhelm
Fangelsismál Árborg Arkitektúr Tengdar fréttir Fangelsismálastjóri segir Barnakot á Hrauninu viðbjóðslegt Fangelsismálastjóri segir húsnæði til að taka á móti börnum á Litla-Hrauni vera viðbjóðslegt. Velgjörðamanni blöskraði svo að hann ákvað að styrkja fangelsið. Hann segir brýnt að bæta aðstöðu barna sem eiga foreldra í fangelsum. 4. október 2022 20:01 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Fangelsismálastjóri segir Barnakot á Hrauninu viðbjóðslegt Fangelsismálastjóri segir húsnæði til að taka á móti börnum á Litla-Hrauni vera viðbjóðslegt. Velgjörðamanni blöskraði svo að hann ákvað að styrkja fangelsið. Hann segir brýnt að bæta aðstöðu barna sem eiga foreldra í fangelsum. 4. október 2022 20:01