Leikmenn Íran sungu ekki með þjóðsöngnum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. nóvember 2022 07:45 Leikmenn Íran sungu ekki með þegar þjóðsöngurinn var spilaður. epa/Neil Hall Leikmenn Íran sungu ekki með þegar þjóðsöngur landsins var spilaður fyrir leik þeirra gegn Englandi á heimsmeistaramótinu í Katar. Svo virðist sem um sé að ræða stuðningsyfirlýsingu landsliðsins við mótmælin heima fyrir en aðdáendur á vellinum hrópuðu á meðan þjóðsöngurinn stóð yfir og sumir héldu á lofti mótmælaspjöldum þar sem meðal annars stóð: Kona. Líf. Frelsi. Þegar ljóst varð að leikmennirnir ætluðu sér ekki að syngja þjóðsöngin þegar hann var spilaður, fór ríkismiðillinn í Íran frá því að sýna liðið og í vítt skot af vellinum. Mótmælaaldan sem nú gengur yfir Íran braust út þegar hin 22 ára Mahsa Amini lést í varðhaldi, eftir að hafa verið handtekin af siðferðislögreglu landsins fyrir brot gegn lögum um slæðunotkun kvenna. Fjölskylda Amini og mótmælendur segja hana hafa verið barða til bana af lögreglu en yfirvöld hafa haldið því fram að hún hafi fengið fyrir hjartað. Mannréttindasamtök segja fleiri en 400 hafa látið lífið í mótmælunum og 16.800 verið handtekna. Leiðtogar Íran hafa kallað mótmælin óeirðir, sem þeir segja skipulögð af erlendum óvinum ríkisins. Liðsmenn Íran hafa hingað til verið gagnrýndir fyrir hálfvolgan stuðning við mótmælin og aðdáendur kallað eftir beittari gagnrýni á harðræði stjórnvalda. Iranian fans raised the "Woman, Life, Freedom" banner during the #IranvsEngland game. The game was overwhelmingly under the shadow of the protests & the killings in Iran. Many want their team to publically support the protests.#MahsaAmini #WorldCup #Qatar2022 #IranRevoIution pic.twitter.com/W2uBk1Hswl— Omid Memarian (@Omid_M) November 21, 2022 HM 2022 í Katar Íran Mótmælaalda í Íran Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira
Svo virðist sem um sé að ræða stuðningsyfirlýsingu landsliðsins við mótmælin heima fyrir en aðdáendur á vellinum hrópuðu á meðan þjóðsöngurinn stóð yfir og sumir héldu á lofti mótmælaspjöldum þar sem meðal annars stóð: Kona. Líf. Frelsi. Þegar ljóst varð að leikmennirnir ætluðu sér ekki að syngja þjóðsöngin þegar hann var spilaður, fór ríkismiðillinn í Íran frá því að sýna liðið og í vítt skot af vellinum. Mótmælaaldan sem nú gengur yfir Íran braust út þegar hin 22 ára Mahsa Amini lést í varðhaldi, eftir að hafa verið handtekin af siðferðislögreglu landsins fyrir brot gegn lögum um slæðunotkun kvenna. Fjölskylda Amini og mótmælendur segja hana hafa verið barða til bana af lögreglu en yfirvöld hafa haldið því fram að hún hafi fengið fyrir hjartað. Mannréttindasamtök segja fleiri en 400 hafa látið lífið í mótmælunum og 16.800 verið handtekna. Leiðtogar Íran hafa kallað mótmælin óeirðir, sem þeir segja skipulögð af erlendum óvinum ríkisins. Liðsmenn Íran hafa hingað til verið gagnrýndir fyrir hálfvolgan stuðning við mótmælin og aðdáendur kallað eftir beittari gagnrýni á harðræði stjórnvalda. Iranian fans raised the "Woman, Life, Freedom" banner during the #IranvsEngland game. The game was overwhelmingly under the shadow of the protests & the killings in Iran. Many want their team to publically support the protests.#MahsaAmini #WorldCup #Qatar2022 #IranRevoIution pic.twitter.com/W2uBk1Hswl— Omid Memarian (@Omid_M) November 21, 2022
HM 2022 í Katar Íran Mótmælaalda í Íran Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira