Leikmenn Íran sungu ekki með þjóðsöngnum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. nóvember 2022 07:45 Leikmenn Íran sungu ekki með þegar þjóðsöngurinn var spilaður. epa/Neil Hall Leikmenn Íran sungu ekki með þegar þjóðsöngur landsins var spilaður fyrir leik þeirra gegn Englandi á heimsmeistaramótinu í Katar. Svo virðist sem um sé að ræða stuðningsyfirlýsingu landsliðsins við mótmælin heima fyrir en aðdáendur á vellinum hrópuðu á meðan þjóðsöngurinn stóð yfir og sumir héldu á lofti mótmælaspjöldum þar sem meðal annars stóð: Kona. Líf. Frelsi. Þegar ljóst varð að leikmennirnir ætluðu sér ekki að syngja þjóðsöngin þegar hann var spilaður, fór ríkismiðillinn í Íran frá því að sýna liðið og í vítt skot af vellinum. Mótmælaaldan sem nú gengur yfir Íran braust út þegar hin 22 ára Mahsa Amini lést í varðhaldi, eftir að hafa verið handtekin af siðferðislögreglu landsins fyrir brot gegn lögum um slæðunotkun kvenna. Fjölskylda Amini og mótmælendur segja hana hafa verið barða til bana af lögreglu en yfirvöld hafa haldið því fram að hún hafi fengið fyrir hjartað. Mannréttindasamtök segja fleiri en 400 hafa látið lífið í mótmælunum og 16.800 verið handtekna. Leiðtogar Íran hafa kallað mótmælin óeirðir, sem þeir segja skipulögð af erlendum óvinum ríkisins. Liðsmenn Íran hafa hingað til verið gagnrýndir fyrir hálfvolgan stuðning við mótmælin og aðdáendur kallað eftir beittari gagnrýni á harðræði stjórnvalda. Iranian fans raised the "Woman, Life, Freedom" banner during the #IranvsEngland game. The game was overwhelmingly under the shadow of the protests & the killings in Iran. Many want their team to publically support the protests.#MahsaAmini #WorldCup #Qatar2022 #IranRevoIution pic.twitter.com/W2uBk1Hswl— Omid Memarian (@Omid_M) November 21, 2022 HM 2022 í Katar Íran Mótmælaalda í Íran Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Sjá meira
Svo virðist sem um sé að ræða stuðningsyfirlýsingu landsliðsins við mótmælin heima fyrir en aðdáendur á vellinum hrópuðu á meðan þjóðsöngurinn stóð yfir og sumir héldu á lofti mótmælaspjöldum þar sem meðal annars stóð: Kona. Líf. Frelsi. Þegar ljóst varð að leikmennirnir ætluðu sér ekki að syngja þjóðsöngin þegar hann var spilaður, fór ríkismiðillinn í Íran frá því að sýna liðið og í vítt skot af vellinum. Mótmælaaldan sem nú gengur yfir Íran braust út þegar hin 22 ára Mahsa Amini lést í varðhaldi, eftir að hafa verið handtekin af siðferðislögreglu landsins fyrir brot gegn lögum um slæðunotkun kvenna. Fjölskylda Amini og mótmælendur segja hana hafa verið barða til bana af lögreglu en yfirvöld hafa haldið því fram að hún hafi fengið fyrir hjartað. Mannréttindasamtök segja fleiri en 400 hafa látið lífið í mótmælunum og 16.800 verið handtekna. Leiðtogar Íran hafa kallað mótmælin óeirðir, sem þeir segja skipulögð af erlendum óvinum ríkisins. Liðsmenn Íran hafa hingað til verið gagnrýndir fyrir hálfvolgan stuðning við mótmælin og aðdáendur kallað eftir beittari gagnrýni á harðræði stjórnvalda. Iranian fans raised the "Woman, Life, Freedom" banner during the #IranvsEngland game. The game was overwhelmingly under the shadow of the protests & the killings in Iran. Many want their team to publically support the protests.#MahsaAmini #WorldCup #Qatar2022 #IranRevoIution pic.twitter.com/W2uBk1Hswl— Omid Memarian (@Omid_M) November 21, 2022
HM 2022 í Katar Íran Mótmælaalda í Íran Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Sjá meira