Hlín hefur síðustu tvö ár leikið fyrir Piteå í sænsku úrvalsdeildinni eftir að hafa haldið út í atvinnumennsku frá Val.
Hún varð sjöunda markahæst í sænsku úrvalsdeildinni á nýafstaðinni leiktíð með tíu mörk í 26 leikjum. Eftir svo góða leiktíð ákvað þjálfarinn Elísabet Gunnarsdóttir að fá hana til Kristianstad, sem endaði í 4. sæti á síðustu leiktíð á meðan að Piteå varð í 7. sæti.
„Ég held að umhverfið hjá Kristianstad sé það sem ég þarf til að þróast sem leikmaður og metnaður félagsins er í takti við minn eigin metnað. Mér finnst leikmannahópurinn og þjálfarinn afar spennandi og hlakka mikið til að vinna með þeim,“ segir Hlín sem er 22 ára.