Innlent

Herjólfur kominn til Eyja en morgunferðir falla niður

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Viðgerð verður fram haldið í Vestmannaeyjum í dag.
Viðgerð verður fram haldið í Vestmannaeyjum í dag. Vísir/Vilhelm

Ferðir Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs riðluðust í gær þegar upp kom bilun í stefnishurð skipsins þar sem það var statt í Þorlákshöfn.

Margra tíma töf varð því á brottför og sigldi skipið ekki úr höfn fyrr en klukkan var kortér gengin í þrjú í nótt. Skipið kom svo til Vestmannaeyja um fimmleytið í morgun og þar á að halda áfram viðgerð á hurðinni, að því er segir í færslu á Facebook.

Því falla allar ferðir niður fyrrihluta dags en upplýsingar um síðdegisferðir ferjunnar koma klukkan þrjú. 

Herjólfur hefur undanfarið siglt til Þorlákshafnar sökum þess að slæmt veður hefur komið í veg fyrir að hægt sé að sigla til Landeyjarhafnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×