Anníe Mist reyndi við inntökuprófið í „Víkingasveitina“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2022 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir gæti verið að leita sér að nýju starfi í framtíðinni en heldur að minnsta kosti dyrunum opnum og prófar að fara út fyrir þægindarammann sinn. Instagram/@anniethorisdottir Það efast líklega enginn um hreysti íslensku CrossFit goðsagnarinnar Anníe Mistar Þórisdóttur. Ein okkar allra besta kona leitaði á dögunum upp enn eitt prófið til að sanna frábært form sitt. Anníe Mist sýndi myndbrot af sér þar sem hún tók hið krefjandi inngöngupróf í sérsveit ríkislögreglustjóra, sem um árabil gekk undir heitinu Víkingasveitin. Anníe sýndi frá því þegar að hún þurfti að hlaupa upp háan stigagang, gera alls kyns CrossFit æfingar í sal og svo synda og bjarga skyndihjálparbrúðu af botni sundlaugar. „Farið út fyrir þægindarammann og búið til ný mörk. Reyndi við prófið inn í íslensku sérsveitina sem er kölluð Víkingasveitin,“ skrifaði Anníe Mist og birti myndband af sér á fullri ferð en það má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Víkingasveitin ætti auðvitað að taka fagnandi á móti ofurkonu eins og Anníe Mist sem hefur keppt meðal þeirra bestu í CrossFit heiminum í meira en þrettán ár og er hvergi nærri hætt. Eða það vonum við að minnsta kosti því hún er frábær fulltrúi Íslands í CrossFit heiminum. Framganga Anníe vakti athygli í CrossFit heiminum. Khan Porter, liðsfélagi hennar í CrossFit Reykjavíkurliðinu frá því í sumar, spurði meðal annars hvort hann þyrfti íslenskt vegabréf til að komast í Víkingasveitina. Porter grínaðist líka með að hann væri að spyrja fyrir vin sinn Tola Morakinyo sem var líka með þeim í liðinu. Smá innanhússhúmor en það fer ekkert á milli mála að það var frábær stemmning í CrossFit Reykjavíkurliðinu. Anníe Mist lofaði líka að sýna meira frá þessu ævintýri sínu á Youtube síðu sinni á næstunni. Það fylgir líka sögunni að Anníe Mist var bara að prufa inntökuprófið því hún er ekkert á leiðinni í Víkingasveitina þrátt fyrir að jafa örugglega komið mjög vel út úr þessu prófi. CrossFit Lögreglan Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Sjá meira
Anníe Mist sýndi myndbrot af sér þar sem hún tók hið krefjandi inngöngupróf í sérsveit ríkislögreglustjóra, sem um árabil gekk undir heitinu Víkingasveitin. Anníe sýndi frá því þegar að hún þurfti að hlaupa upp háan stigagang, gera alls kyns CrossFit æfingar í sal og svo synda og bjarga skyndihjálparbrúðu af botni sundlaugar. „Farið út fyrir þægindarammann og búið til ný mörk. Reyndi við prófið inn í íslensku sérsveitina sem er kölluð Víkingasveitin,“ skrifaði Anníe Mist og birti myndband af sér á fullri ferð en það má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Víkingasveitin ætti auðvitað að taka fagnandi á móti ofurkonu eins og Anníe Mist sem hefur keppt meðal þeirra bestu í CrossFit heiminum í meira en þrettán ár og er hvergi nærri hætt. Eða það vonum við að minnsta kosti því hún er frábær fulltrúi Íslands í CrossFit heiminum. Framganga Anníe vakti athygli í CrossFit heiminum. Khan Porter, liðsfélagi hennar í CrossFit Reykjavíkurliðinu frá því í sumar, spurði meðal annars hvort hann þyrfti íslenskt vegabréf til að komast í Víkingasveitina. Porter grínaðist líka með að hann væri að spyrja fyrir vin sinn Tola Morakinyo sem var líka með þeim í liðinu. Smá innanhússhúmor en það fer ekkert á milli mála að það var frábær stemmning í CrossFit Reykjavíkurliðinu. Anníe Mist lofaði líka að sýna meira frá þessu ævintýri sínu á Youtube síðu sinni á næstunni. Það fylgir líka sögunni að Anníe Mist var bara að prufa inntökuprófið því hún er ekkert á leiðinni í Víkingasveitina þrátt fyrir að jafa örugglega komið mjög vel út úr þessu prófi.
CrossFit Lögreglan Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Sjá meira