Anníe Mist reyndi við inntökuprófið í „Víkingasveitina“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2022 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir gæti verið að leita sér að nýju starfi í framtíðinni en heldur að minnsta kosti dyrunum opnum og prófar að fara út fyrir þægindarammann sinn. Instagram/@anniethorisdottir Það efast líklega enginn um hreysti íslensku CrossFit goðsagnarinnar Anníe Mistar Þórisdóttur. Ein okkar allra besta kona leitaði á dögunum upp enn eitt prófið til að sanna frábært form sitt. Anníe Mist sýndi myndbrot af sér þar sem hún tók hið krefjandi inngöngupróf í sérsveit ríkislögreglustjóra, sem um árabil gekk undir heitinu Víkingasveitin. Anníe sýndi frá því þegar að hún þurfti að hlaupa upp háan stigagang, gera alls kyns CrossFit æfingar í sal og svo synda og bjarga skyndihjálparbrúðu af botni sundlaugar. „Farið út fyrir þægindarammann og búið til ný mörk. Reyndi við prófið inn í íslensku sérsveitina sem er kölluð Víkingasveitin,“ skrifaði Anníe Mist og birti myndband af sér á fullri ferð en það má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Víkingasveitin ætti auðvitað að taka fagnandi á móti ofurkonu eins og Anníe Mist sem hefur keppt meðal þeirra bestu í CrossFit heiminum í meira en þrettán ár og er hvergi nærri hætt. Eða það vonum við að minnsta kosti því hún er frábær fulltrúi Íslands í CrossFit heiminum. Framganga Anníe vakti athygli í CrossFit heiminum. Khan Porter, liðsfélagi hennar í CrossFit Reykjavíkurliðinu frá því í sumar, spurði meðal annars hvort hann þyrfti íslenskt vegabréf til að komast í Víkingasveitina. Porter grínaðist líka með að hann væri að spyrja fyrir vin sinn Tola Morakinyo sem var líka með þeim í liðinu. Smá innanhússhúmor en það fer ekkert á milli mála að það var frábær stemmning í CrossFit Reykjavíkurliðinu. Anníe Mist lofaði líka að sýna meira frá þessu ævintýri sínu á Youtube síðu sinni á næstunni. Það fylgir líka sögunni að Anníe Mist var bara að prufa inntökuprófið því hún er ekkert á leiðinni í Víkingasveitina þrátt fyrir að jafa örugglega komið mjög vel út úr þessu prófi. CrossFit Lögreglan Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Sjá meira
Anníe Mist sýndi myndbrot af sér þar sem hún tók hið krefjandi inngöngupróf í sérsveit ríkislögreglustjóra, sem um árabil gekk undir heitinu Víkingasveitin. Anníe sýndi frá því þegar að hún þurfti að hlaupa upp háan stigagang, gera alls kyns CrossFit æfingar í sal og svo synda og bjarga skyndihjálparbrúðu af botni sundlaugar. „Farið út fyrir þægindarammann og búið til ný mörk. Reyndi við prófið inn í íslensku sérsveitina sem er kölluð Víkingasveitin,“ skrifaði Anníe Mist og birti myndband af sér á fullri ferð en það má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Víkingasveitin ætti auðvitað að taka fagnandi á móti ofurkonu eins og Anníe Mist sem hefur keppt meðal þeirra bestu í CrossFit heiminum í meira en þrettán ár og er hvergi nærri hætt. Eða það vonum við að minnsta kosti því hún er frábær fulltrúi Íslands í CrossFit heiminum. Framganga Anníe vakti athygli í CrossFit heiminum. Khan Porter, liðsfélagi hennar í CrossFit Reykjavíkurliðinu frá því í sumar, spurði meðal annars hvort hann þyrfti íslenskt vegabréf til að komast í Víkingasveitina. Porter grínaðist líka með að hann væri að spyrja fyrir vin sinn Tola Morakinyo sem var líka með þeim í liðinu. Smá innanhússhúmor en það fer ekkert á milli mála að það var frábær stemmning í CrossFit Reykjavíkurliðinu. Anníe Mist lofaði líka að sýna meira frá þessu ævintýri sínu á Youtube síðu sinni á næstunni. Það fylgir líka sögunni að Anníe Mist var bara að prufa inntökuprófið því hún er ekkert á leiðinni í Víkingasveitina þrátt fyrir að jafa örugglega komið mjög vel út úr þessu prófi.
CrossFit Lögreglan Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Sjá meira