Bilaður Herjólfur fastur í Þorlákshöfn: „Lengra ferðalag en til Balí“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. nóvember 2022 23:06 Hinn nýi Herjólfur er tiltölulega nýkominn úr slipp en situr nú fastur í Þorlákshöfn vegna bilunar. Vísir/Vilhelm Herjólfur situr fastur í Þorlákshöfn eftir að bilun varð í stefnishurð ferjunnar. Farþegar hafa beðið í rúma fjóra tíma eftir að skipið, sem er tiltölulega nýkomið úr slipp, sigli af stað. „Verið er að vinna að viðgerðum. Við komum til með að senda frá okkur tilkynningu þegar Herjólfur leggur af stað með áætluðum komutíma til Vestmannaeyja. Við biðjumst afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda,“ segir í tilkynningu á Facebook síðu Herjólfs. Samkvæmt nýjustu upplýsingum úr ferjunni er verið að gera lokatilraun til að koma skipinu af stað. Farþegum hefur verið boðið að yfirgefa ferjuna og bílstjórar beðnir um að bakka sínum bílum út til að hleypa þeim sem vilja fara. „Ég er búin að vera hérna í þrjá tíma og sé bara malbik út um gluggann,“ segir Guðrún Veiga Guðmundsdóttir sem er á meðal farþega í Herjólfi. Guðrún Veiga Guðmundsdóttir, samfélagsmiðlastjarna.Vísir/Daníel Af athugasemdum við færslu Herjólfs að dæma eru farþegar ekki sáttir við samskipti áhafnarinnar. „Skammist ykkar með þetta samskiptaleysi,“ segir ein í athugasemdum. Guðrún Veiga segir hins vegar að róleg stemning sé um borð. „Það eru allir orðnir sjóaðir í því hvernig samgöngumálin ganga fyrir sig hérna,“ segir Guðrún sem er á ferðalagi frá Eskifirði þaðan sem hún er ættuð. „Við erum búin að keyra í tíu tíma og svo áttum við að sigla í þrjá tíma. Nú erum við búin að bíða í þrjá tíma en eigum enn siglinguna eftir. Þetta er lengra ferðalag en til Balí,“ segir Guðrún en bætir að lokum við að hún sé þakklát fyrir að vín skuli vera selt um borð. Síðast uppfært kl. 00:12 þegar gera átti lokatilraun til að koma Herjólfi af stað. Herjólfur Ölfus Vestmannaeyjar Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fleiri fréttir Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Sjá meira
„Verið er að vinna að viðgerðum. Við komum til með að senda frá okkur tilkynningu þegar Herjólfur leggur af stað með áætluðum komutíma til Vestmannaeyja. Við biðjumst afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda,“ segir í tilkynningu á Facebook síðu Herjólfs. Samkvæmt nýjustu upplýsingum úr ferjunni er verið að gera lokatilraun til að koma skipinu af stað. Farþegum hefur verið boðið að yfirgefa ferjuna og bílstjórar beðnir um að bakka sínum bílum út til að hleypa þeim sem vilja fara. „Ég er búin að vera hérna í þrjá tíma og sé bara malbik út um gluggann,“ segir Guðrún Veiga Guðmundsdóttir sem er á meðal farþega í Herjólfi. Guðrún Veiga Guðmundsdóttir, samfélagsmiðlastjarna.Vísir/Daníel Af athugasemdum við færslu Herjólfs að dæma eru farþegar ekki sáttir við samskipti áhafnarinnar. „Skammist ykkar með þetta samskiptaleysi,“ segir ein í athugasemdum. Guðrún Veiga segir hins vegar að róleg stemning sé um borð. „Það eru allir orðnir sjóaðir í því hvernig samgöngumálin ganga fyrir sig hérna,“ segir Guðrún sem er á ferðalagi frá Eskifirði þaðan sem hún er ættuð. „Við erum búin að keyra í tíu tíma og svo áttum við að sigla í þrjá tíma. Nú erum við búin að bíða í þrjá tíma en eigum enn siglinguna eftir. Þetta er lengra ferðalag en til Balí,“ segir Guðrún en bætir að lokum við að hún sé þakklát fyrir að vín skuli vera selt um borð. Síðast uppfært kl. 00:12 þegar gera átti lokatilraun til að koma Herjólfi af stað.
Herjólfur Ölfus Vestmannaeyjar Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fleiri fréttir Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Sjá meira