Íslendingur í Katar segir gagnrýnina óvægna: „Hafa ekki notið vafans“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. nóvember 2022 22:01 Jónas Grani Garðarsson hefur starfað í Katar frá árinu 2016. Úr einkasafni Jónas Grani Garðarsson, fyrrum leikmaður FH og Fram í efstu deild, sem nú starfar sem sjúkraþjálfari í Katar, segir gagnrýni Evrópuríkja í garð Katara eiga til að vera ósanngjarna. Markahrókurinn Jónas Grani Garðarsson sem vann gullskóinn í efstu deild með Fram árið 2007 hefur búið og starfað sem sjúkraþjálfari í Katar frá árinu 2016. Hann segir að kostnaður í kringum mótið sé ýktur. „Þegar kostnaður við HM í Katar er reiknaður, þá reiknar fólk bara með öllu sem er gert. Það er náttúrulega algjört bull og er svo sem í takt við ýmislegt annað sem við heyrum af. Menn hafa nú ekki svitnað mikið norður í Evrópu við að afla sér upplýsinga,“ segir Jónas Grani. Klippa: Íslendingur í Katar ósáttur við umræðuna „Kostnaður við HM sem slíkt er svipaður og við önnur heimsmeistaramót en kostnaðurinn við að breyta Katar og Doha eins og þeir settu sér markmið um árið 1995, hann er gríðarlegur. Heimsmeistaramótið kom bara inn í það plan, það er plan sem heitir Katar 2030,“. „HM er bara einn kafli í þeirri bók,“ segir Jónas Grani. ILO segi Katar geta verið fordæmi Katarar hafa sætt mikilli gagnrýni vegna mannréttindamála en Jónas segir þá gagnrýni í fjölmiðlum á köflum vera óvægna. „Þeir viðurkenna það að ýmislegt hefur farið forgörðum en Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO) hefur verið með skrifstofu hérna síðan 2018. Samkvæmt því sem þeir segja, ef einhver myndi taka mark á þeim, til dæmis, þá er þeirra mat að eins og staðið er að hlutum í dag - þá verði Katar fordæmi við næstu stóru keppni.“ „En eins og staðan var 2013-15 og kannski þar á undan, var það ekki. En það þýðir að fyrsta kvörtunin til alþjóðavinnumálastofnunarinnar kom 2013 og svo var komin hingað skrifstofa 2018.“ segir Jónas Grani. Hafi spilað spillingarleikinn líkt og aðrir Katar er sagt hafa keypt mótið en Jónas segir það einnig eiga við um önnur heimsmeistaramót á þessari öld. „Þeir fengu að mér finnst ósanngjarnt kastljós og hafa ekki notið vafans. Ég held það hafi bara verið ein leið til þess að fá þetta hingað og á þessum tíma. Það var bara að sannfæra menn,“ „Eins og flestir aðrir efast ekkert um það að peningar og gjafir fóru á milli, það er bara þannig sem menn fá heimsmeistaramótið, því miður. En þetta er ekki fyrsta mótið sem þú getur sagt að hafi verið keypt,“ segir Jónas Grani. Viðtalið við Jónas Grana má sjá í spilaranum að ofan. HM 2022 í Katar Katar FIFA Íslendingar erlendis Mannréttindi Tengdar fréttir Óttast öldu nauðgana í Katar | Þau sem kæra gætu sjálf lent í fangelsi Gestur sem sækir Katar heim til að fylgjast með heimsmeistaramótinu gæti sjálfur lent í fangelsi kæri hann nauðgun. Mannréttindasamtök óttast öldu nauðgana á meðan á mótinu stendur. 19. nóvember 2022 15:01 Subway á Íslandi hættir við auglýsingar á RÚV yfir HM Stjarnan ehf., einkaleyfishafi Subway á Íslandi, hefur ákveðið að draga til baka þær auglýsingar sem félagið hafði keypt hjá RÚV fyrir Heimsmeistaramótið í knattspyrnu. Félagið ætlar þess í stað að gefa andvirði auglýsinganna til góðgerðasamtaka. 19. nóvember 2022 14:13 Einn sá spilltasti tapaði áfrýjun og verður loks framseldur til Bandaríkjanna Trínidadinn Jack Warner, fyrrum varaforseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, tapaði í gær áfrýjun fyrir áfrýjunarrétti breska samveldisins í Lundúnum og má því vera framseldur frá heimalandi sínu til Bandaríkjanna vegna stórfelldra spillingarmála. 18. nóvember 2022 12:01 Katarar hætta við á síðustu stundu og banna bjórinn Yfirvöld í Katar hafa tekið algjöra U-beygju varðandi bjórsölu nú þegar aðeins tveir dagar eru í að hið umdeilda heimsmeistaramót karla í fótbolta hefjist þar með leik heimamanna við Ekvador. 18. nóvember 2022 10:48 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Enski boltinn Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Arsenal gæti spilað á Wembley á meðan Emitrates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Sjá meira
Markahrókurinn Jónas Grani Garðarsson sem vann gullskóinn í efstu deild með Fram árið 2007 hefur búið og starfað sem sjúkraþjálfari í Katar frá árinu 2016. Hann segir að kostnaður í kringum mótið sé ýktur. „Þegar kostnaður við HM í Katar er reiknaður, þá reiknar fólk bara með öllu sem er gert. Það er náttúrulega algjört bull og er svo sem í takt við ýmislegt annað sem við heyrum af. Menn hafa nú ekki svitnað mikið norður í Evrópu við að afla sér upplýsinga,“ segir Jónas Grani. Klippa: Íslendingur í Katar ósáttur við umræðuna „Kostnaður við HM sem slíkt er svipaður og við önnur heimsmeistaramót en kostnaðurinn við að breyta Katar og Doha eins og þeir settu sér markmið um árið 1995, hann er gríðarlegur. Heimsmeistaramótið kom bara inn í það plan, það er plan sem heitir Katar 2030,“. „HM er bara einn kafli í þeirri bók,“ segir Jónas Grani. ILO segi Katar geta verið fordæmi Katarar hafa sætt mikilli gagnrýni vegna mannréttindamála en Jónas segir þá gagnrýni í fjölmiðlum á köflum vera óvægna. „Þeir viðurkenna það að ýmislegt hefur farið forgörðum en Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO) hefur verið með skrifstofu hérna síðan 2018. Samkvæmt því sem þeir segja, ef einhver myndi taka mark á þeim, til dæmis, þá er þeirra mat að eins og staðið er að hlutum í dag - þá verði Katar fordæmi við næstu stóru keppni.“ „En eins og staðan var 2013-15 og kannski þar á undan, var það ekki. En það þýðir að fyrsta kvörtunin til alþjóðavinnumálastofnunarinnar kom 2013 og svo var komin hingað skrifstofa 2018.“ segir Jónas Grani. Hafi spilað spillingarleikinn líkt og aðrir Katar er sagt hafa keypt mótið en Jónas segir það einnig eiga við um önnur heimsmeistaramót á þessari öld. „Þeir fengu að mér finnst ósanngjarnt kastljós og hafa ekki notið vafans. Ég held það hafi bara verið ein leið til þess að fá þetta hingað og á þessum tíma. Það var bara að sannfæra menn,“ „Eins og flestir aðrir efast ekkert um það að peningar og gjafir fóru á milli, það er bara þannig sem menn fá heimsmeistaramótið, því miður. En þetta er ekki fyrsta mótið sem þú getur sagt að hafi verið keypt,“ segir Jónas Grani. Viðtalið við Jónas Grana má sjá í spilaranum að ofan.
HM 2022 í Katar Katar FIFA Íslendingar erlendis Mannréttindi Tengdar fréttir Óttast öldu nauðgana í Katar | Þau sem kæra gætu sjálf lent í fangelsi Gestur sem sækir Katar heim til að fylgjast með heimsmeistaramótinu gæti sjálfur lent í fangelsi kæri hann nauðgun. Mannréttindasamtök óttast öldu nauðgana á meðan á mótinu stendur. 19. nóvember 2022 15:01 Subway á Íslandi hættir við auglýsingar á RÚV yfir HM Stjarnan ehf., einkaleyfishafi Subway á Íslandi, hefur ákveðið að draga til baka þær auglýsingar sem félagið hafði keypt hjá RÚV fyrir Heimsmeistaramótið í knattspyrnu. Félagið ætlar þess í stað að gefa andvirði auglýsinganna til góðgerðasamtaka. 19. nóvember 2022 14:13 Einn sá spilltasti tapaði áfrýjun og verður loks framseldur til Bandaríkjanna Trínidadinn Jack Warner, fyrrum varaforseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, tapaði í gær áfrýjun fyrir áfrýjunarrétti breska samveldisins í Lundúnum og má því vera framseldur frá heimalandi sínu til Bandaríkjanna vegna stórfelldra spillingarmála. 18. nóvember 2022 12:01 Katarar hætta við á síðustu stundu og banna bjórinn Yfirvöld í Katar hafa tekið algjöra U-beygju varðandi bjórsölu nú þegar aðeins tveir dagar eru í að hið umdeilda heimsmeistaramót karla í fótbolta hefjist þar með leik heimamanna við Ekvador. 18. nóvember 2022 10:48 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Enski boltinn Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Arsenal gæti spilað á Wembley á meðan Emitrates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Sjá meira
Óttast öldu nauðgana í Katar | Þau sem kæra gætu sjálf lent í fangelsi Gestur sem sækir Katar heim til að fylgjast með heimsmeistaramótinu gæti sjálfur lent í fangelsi kæri hann nauðgun. Mannréttindasamtök óttast öldu nauðgana á meðan á mótinu stendur. 19. nóvember 2022 15:01
Subway á Íslandi hættir við auglýsingar á RÚV yfir HM Stjarnan ehf., einkaleyfishafi Subway á Íslandi, hefur ákveðið að draga til baka þær auglýsingar sem félagið hafði keypt hjá RÚV fyrir Heimsmeistaramótið í knattspyrnu. Félagið ætlar þess í stað að gefa andvirði auglýsinganna til góðgerðasamtaka. 19. nóvember 2022 14:13
Einn sá spilltasti tapaði áfrýjun og verður loks framseldur til Bandaríkjanna Trínidadinn Jack Warner, fyrrum varaforseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, tapaði í gær áfrýjun fyrir áfrýjunarrétti breska samveldisins í Lundúnum og má því vera framseldur frá heimalandi sínu til Bandaríkjanna vegna stórfelldra spillingarmála. 18. nóvember 2022 12:01
Katarar hætta við á síðustu stundu og banna bjórinn Yfirvöld í Katar hafa tekið algjöra U-beygju varðandi bjórsölu nú þegar aðeins tveir dagar eru í að hið umdeilda heimsmeistaramót karla í fótbolta hefjist þar með leik heimamanna við Ekvador. 18. nóvember 2022 10:48