Í nýjasta heimslista FIBA eru ríkjandi heimsmeistarar Spánverja sú þjóð sem trónir á toppi listans. Fyrsti heimslisti FIBA kom út fyrir rúmum tveimur áratugum og síðan þá hafa Bandaríkin verið í efsta sæti listans, það er þangað til nú.
:
— FIBA (@FIBA) November 18, 2022
Spain seize the #1 spot for the first time in FIBA Men s World Ranking history!
See the full rankings here, presented by @Nike:https://t.co/iPTz2JGlZ8 pic.twitter.com/yea77qbAgV
Þann 23. febrúar mætir spænska landsliðið hingað til lands og spilar við íslenska landsliðið í Laugardalshöll. Spánverjar eru á toppi riðilsins og þegar búnir að tryggja sæti sitt á HM á næsta ári á meðan Ísland þarf sigur gegn Georgíu til að eiga möguleika á að komast áfram.