Tenniskonur á blæðingum geta nú keppt óhræddar á Wimbledon Smári Jökull Jónsson skrifar 17. nóvember 2022 23:30 Elena Rybakina frá Kasakstan lék til úrslita í einliðaleik kvenna á Wimbledon mótinu í sumar. Vísir/Getty Frá árinu 2014 hefur verið bannað að vera í lituðum nærfötum undir alhvítum keppnisfötum á Wimbledon mótinu í tennis. Nú hefur verið slakað á reglunum eftir gagnrýni tenniskvenna. Wimbledon mótið í tennis er eitt fjögurra risamóta sem haldið er á hverju ári. Saga mótsins er merkileg en það var haldið í fyrsta sinn árið 1877 og nemur heildarverðlaunafé á mótinu tæpum sjö milljörðum króna. Sú hefð hefur lengi verið við lýði að allir leikmenn klæðist alhvítum keppnisklæðnaði og síðan 2014 var nærfatnaður einnig felldur undir þessa reglu. Sú ákvörðun hefur fengið talsverða gagnrýni, ekki síst frá tenniskonum sem hafa upplifað kvíða vegna þessa þegar þær eru á blæðingum. Wimbledon is relaxing its requirement for all-white clothing to allow female players to wear colored undershorts to be more comfortable on their periods. https://t.co/e8ky2ypBiK— The Associated Press (@AP) November 17, 2022 Billie Jean King, sexfaldur Wimbledon meistari, var ein af þeim sem var í fararbroddi í umræðunni um reglubreytinguna. „Mín kynslóð var alltaf með áhyggjur því við vorum í alhvítum klæðnaði öllum stundum. Það er klæðnaðurinn undir sem er mikilvægur þegar þú ert á blæðingum. Við vorum alltaf að athuga hvort eitthvað myndi sjást.“ „Maður verður áhyggjufullur því fyrst og fremst erum við skemmtikraftar og þú villt alltaf líta óaðfinnanlega út, líta frábærlega út. Manni líður eins og maður geti andað og þurfi ekki að athuga stöðuna á hverri mínútu þegar maður sest niður og skiptir um vallarhelming. Nú er þetta komið í umræðuna og það er mikilvægt að við eigum samræðurnar,“ sagði King að auki. Serena Williams vann Wimbledon mótið sjö sinnum á sínum ferli. Hér er hún á mótinu í sumar.Vísir/Getty Sally Bolton, stjórnarformaður All England tennisfélagsins sem heldur Wimbledon mótið, segir mikilvægt að styðja við leikmenn. „Við ætlum okkur að styðja við leikmennina og hlusta á þeirra rödd varðandi það hvernig þeir geta staðið sig sem best á mótinu,“ sagði Bolton. „Það er okkar von að þessi reglubreyting hjálpi leikmönnum að einbeita sér að sinni frammistöðu og komi í veg fyrir kvíðavaldandi aðstæður.“ Tennis Bretland Mest lesið Leik lokið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fótbolti Leik lokið: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Brentford - Man City | Heldur Haaland áfram þar sem frá var horfið? Freyr og félagar í Brann steinlágu Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða Sevilla - Barcelona | Börsungar í Andalúsíu Leik lokið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Leik lokið: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjá meira
Wimbledon mótið í tennis er eitt fjögurra risamóta sem haldið er á hverju ári. Saga mótsins er merkileg en það var haldið í fyrsta sinn árið 1877 og nemur heildarverðlaunafé á mótinu tæpum sjö milljörðum króna. Sú hefð hefur lengi verið við lýði að allir leikmenn klæðist alhvítum keppnisklæðnaði og síðan 2014 var nærfatnaður einnig felldur undir þessa reglu. Sú ákvörðun hefur fengið talsverða gagnrýni, ekki síst frá tenniskonum sem hafa upplifað kvíða vegna þessa þegar þær eru á blæðingum. Wimbledon is relaxing its requirement for all-white clothing to allow female players to wear colored undershorts to be more comfortable on their periods. https://t.co/e8ky2ypBiK— The Associated Press (@AP) November 17, 2022 Billie Jean King, sexfaldur Wimbledon meistari, var ein af þeim sem var í fararbroddi í umræðunni um reglubreytinguna. „Mín kynslóð var alltaf með áhyggjur því við vorum í alhvítum klæðnaði öllum stundum. Það er klæðnaðurinn undir sem er mikilvægur þegar þú ert á blæðingum. Við vorum alltaf að athuga hvort eitthvað myndi sjást.“ „Maður verður áhyggjufullur því fyrst og fremst erum við skemmtikraftar og þú villt alltaf líta óaðfinnanlega út, líta frábærlega út. Manni líður eins og maður geti andað og þurfi ekki að athuga stöðuna á hverri mínútu þegar maður sest niður og skiptir um vallarhelming. Nú er þetta komið í umræðuna og það er mikilvægt að við eigum samræðurnar,“ sagði King að auki. Serena Williams vann Wimbledon mótið sjö sinnum á sínum ferli. Hér er hún á mótinu í sumar.Vísir/Getty Sally Bolton, stjórnarformaður All England tennisfélagsins sem heldur Wimbledon mótið, segir mikilvægt að styðja við leikmenn. „Við ætlum okkur að styðja við leikmennina og hlusta á þeirra rödd varðandi það hvernig þeir geta staðið sig sem best á mótinu,“ sagði Bolton. „Það er okkar von að þessi reglubreyting hjálpi leikmönnum að einbeita sér að sinni frammistöðu og komi í veg fyrir kvíðavaldandi aðstæður.“
Tennis Bretland Mest lesið Leik lokið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fótbolti Leik lokið: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Brentford - Man City | Heldur Haaland áfram þar sem frá var horfið? Freyr og félagar í Brann steinlágu Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða Sevilla - Barcelona | Börsungar í Andalúsíu Leik lokið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Leik lokið: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjá meira