Leikur liðanna í kvöld fór fram á Fir Park í Motherwell og var í beinni útsendingu á vef BBC. Davíð Snorri Jónasson, þjálfari liðsins, stillti upp sterku liði en þar var að finna leikmenn sem slógu í gegn í Bestu deildinni í sumar en sex leikmenn voru að leika sinn fyrsta leik fyrir U-21 árs lið Íslands.
Skotar komust yfir eftir um hálftíma leik með marki frá Max Johnston. Staðan í hálfleik 1-0 fyrir Skota.

Ísland kom hins vegar til baka í síðari hálfleiknum. Kristall Máni jafnaði strax á 47.mínútu og kom síðan Íslandi yfir úr vítaspyrnu á 59.mínútu.
Fleiri urðu mörkin ekki og Íslendingar fögnuðu því góðum sigri.