Verstappen ósáttur með meðferð fjölmiðla eftir atvikið í Brasilíu og segir skrif þeirra ógeðsleg Smári Jökull Jónsson skrifar 17. nóvember 2022 19:30 Max Verstappen og Sergio Perez ræða málin fyrir kappaksturinn í Abu Dhabi um helgina. Vísir/Getty Max Verstappen er síður en svo sáttur með meðferðina sem hann hefur fengið í fjölmiðlum undanfarna daga. Verstappen hefur fengið mikla gagnrýni eftir að hafa neitað að hleypa liðsfélaga sínum fram úr í lok Formúlu 1 kappakstursins í Brasilíu. Í kappakstrinum í Sao Paulo á sunnudaginn neitaði Verstappen að gefa eftir sæti sitt í kappakstrinum til liðsfélaga síns hjá Red Bull, Sergio Perez. Verstappen er löngu búinn að tryggja sér sigur í heimsmeistarakeppni ökumanna en Perez á í harðri baráttu um annað sætið í þeirri keppni. Eftir kappaksturinn var Sergio Perez augljóslega ósáttur með að Verstappen hafi hundsað skipanir liðsstjóranna, sérstaklega í því ljósi að hann hefur stutt Verstappen og hjálpað honum að vinna heimsmeistaratitla tvö ár í röð. View this post on Instagram A post shared by FORMULA 1® (@f1) Í kjölfar atviksins spratt upp mikil umræða á samfélagsmiðlum þar sem Verstappen var harðlega gagnrýndur og sakaður um að vera hræðilegur liðsfélagi. Nú hefur Verstappen svarað fyrir umræðuna sem hann segir hafa gengið allt of langt. „Að henda mér strax fyrir rútuna er frekar fáránlegt ef ég á að vera heiðarlegur,“ sagði Verstappen um meðferðina sem hann hefur fengið í fjölmiðlum. „Þeir vita ekkert um hvernig ég vinn innan liðsins og hvað liðið er ánægt með hjá mér. Hlutirnir sem ég hef lesið eru frekar ógeðslegir.“ Ummæli Verstappen féllu á blaðamannafundi sem haldinn var í dag en næsti kappakstur í Formúlu 1 er í Abu Dhabi um helgina. Verstappen segir að fjölskylda sín hafi einnig fengið að finna fyrir því á samfélagsmiðlum. „Fjölskylda mín hefur orðið fyrir árásum. Systir mín, mamma mín, kærasta mín og pabbi minn hafa öll fengið hótanir. Það er er of langt gengið þegar þú veist ekki staðreyndir málsins. Það verður að stoppa þetta.“ „Ef þú hefur eitthvað við mig að sakast þá er það í góðu lagi. Að fara á eftir fjölskyldu minni er óásættanlegt.“ Hann segir að sambandið við Sergio Perez, sem oftast er kallaður Checo, sé gott. „Við höldum áfram. Í sannleika sagt þá á ég í mjög góðu sambandi við Checo. Ég skil ekki af hverju fólk ræðst að mér þegar það hefur ekki heildarmyndina fyrir framan sig.“ Akstursíþróttir Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Sjá meira
Í kappakstrinum í Sao Paulo á sunnudaginn neitaði Verstappen að gefa eftir sæti sitt í kappakstrinum til liðsfélaga síns hjá Red Bull, Sergio Perez. Verstappen er löngu búinn að tryggja sér sigur í heimsmeistarakeppni ökumanna en Perez á í harðri baráttu um annað sætið í þeirri keppni. Eftir kappaksturinn var Sergio Perez augljóslega ósáttur með að Verstappen hafi hundsað skipanir liðsstjóranna, sérstaklega í því ljósi að hann hefur stutt Verstappen og hjálpað honum að vinna heimsmeistaratitla tvö ár í röð. View this post on Instagram A post shared by FORMULA 1® (@f1) Í kjölfar atviksins spratt upp mikil umræða á samfélagsmiðlum þar sem Verstappen var harðlega gagnrýndur og sakaður um að vera hræðilegur liðsfélagi. Nú hefur Verstappen svarað fyrir umræðuna sem hann segir hafa gengið allt of langt. „Að henda mér strax fyrir rútuna er frekar fáránlegt ef ég á að vera heiðarlegur,“ sagði Verstappen um meðferðina sem hann hefur fengið í fjölmiðlum. „Þeir vita ekkert um hvernig ég vinn innan liðsins og hvað liðið er ánægt með hjá mér. Hlutirnir sem ég hef lesið eru frekar ógeðslegir.“ Ummæli Verstappen féllu á blaðamannafundi sem haldinn var í dag en næsti kappakstur í Formúlu 1 er í Abu Dhabi um helgina. Verstappen segir að fjölskylda sín hafi einnig fengið að finna fyrir því á samfélagsmiðlum. „Fjölskylda mín hefur orðið fyrir árásum. Systir mín, mamma mín, kærasta mín og pabbi minn hafa öll fengið hótanir. Það er er of langt gengið þegar þú veist ekki staðreyndir málsins. Það verður að stoppa þetta.“ „Ef þú hefur eitthvað við mig að sakast þá er það í góðu lagi. Að fara á eftir fjölskyldu minni er óásættanlegt.“ Hann segir að sambandið við Sergio Perez, sem oftast er kallaður Checo, sé gott. „Við höldum áfram. Í sannleika sagt þá á ég í mjög góðu sambandi við Checo. Ég skil ekki af hverju fólk ræðst að mér þegar það hefur ekki heildarmyndina fyrir framan sig.“
Akstursíþróttir Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Sjá meira