Hlaðvarp Seinni bylgjunnar: Veðmál í gangi hjá KA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2022 13:31 Hilmar Bjarki Gíslason, Dagur Árni Heimisson og Skarphéðinn Ívar Einarsson eru ungir strákar sem fá að spila hjá KA. S2 Sport Stefán Árni Pálsson og Ingvi Þór Sæmundsson fóru saman yfir umferð helgarinnar í Olís deild karla í handbolta í nýjasta hlaðvarpþætti Seinni bylgjunnar. Tíunda umferðin hefst annað kvöld með leik Vals og Stjörnunnar og klárast síðan með tveimur leikjum á mánudagskvöldið. Fjórir leikir verða sýndir beint á stöðvum Stöð 2 Sport en það eru leikir Vals og Stjörnunnar á föstudaginn (Kl. 19.30), leikur Fram og KA annars vegar (Kl. 16.15) og leikur Hauka og ÍBV hins vegar (Kl. 17.30) á laugardaginn og loks leiksins Aftureldingar og Selfoss á mánudagskvöldið (Kl. 19.30). „Níunda umferðin var algjörlega geggjuð. Leikur Selfoss og Stjörnunnar var ekki spennandi en aðrir leikir voru frekar frábærir,“ sagði Stefán Árni Pálsson í upphafi umfjöllunarinnar um tíundu umferðina. „Enn og aftur fullt af útisigrum. Heimavöllurinn ekki að gefa mikið í deildinni. Þetta lítur mjög vel út og hefur verið mjög skemmtilegt hingað til,“ sagði Ingvi Þór Sæmundsson. Stefán Árni og Ingvi fóru yfir alla leiki umferðarinnar og þar á meðal leik Fram og KA sem hefst klukkan 16.15 á laugardaginn. „Á laugardaginn þá erum við með flottan leik á Stöð 2 Sport á milli Fram og KA klukkan fjögur á laugardegi. Framarar voru í basli á móti Herði í síðasta leik og KA-menn eru bara í basli yfirleitt,“ sagði Stefán Árni. „Ég skil KA-menn. Þeir eru með ákveðið veðmál í gangi. Í staðinn fyrir að spila á fínum leikmönnum eins og Patreki og Arnóri Ísaki þá eru þeir að spila á leikmönnum sem eru mjög ungir en geta orðið mjög góðir. Dagur Árni, Hilmar á línunni og Skarphéðinn. Ég er hrifinn af þessu í staðinn fyrir að vera í einhverri meðalmennsku að taka bara þetta ár, það geta komið vaxtarverkir en ég held að þetta geti líka orðið gott til framtíðar,“ sagði Ingvi. „Bara fjárfesting,“ skaut Stefán inn í. „Þetta er fjárfesting til framtíðar og svo verður KA að hætta að hugsa þannig að það lagist allt þegar Óli Gúst kemur aftur. Við vitum ekki hvenær hann kemur aftur og í hvernig ástandi hann verður. Svo meiðist hann alltaf fljótt eftir að hann kemur til baka,“ sagði Ingvi. Það má hlusta á þá félaga fara yfir alla leikina hér fyrir ofan. Seinni bylgjan fylgist vel með öllum leikjunum og gerir svo umferðina upp á mánudagskvöldið. Olís-deild karla Seinni bylgjan KA Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum Sjá meira
Tíunda umferðin hefst annað kvöld með leik Vals og Stjörnunnar og klárast síðan með tveimur leikjum á mánudagskvöldið. Fjórir leikir verða sýndir beint á stöðvum Stöð 2 Sport en það eru leikir Vals og Stjörnunnar á föstudaginn (Kl. 19.30), leikur Fram og KA annars vegar (Kl. 16.15) og leikur Hauka og ÍBV hins vegar (Kl. 17.30) á laugardaginn og loks leiksins Aftureldingar og Selfoss á mánudagskvöldið (Kl. 19.30). „Níunda umferðin var algjörlega geggjuð. Leikur Selfoss og Stjörnunnar var ekki spennandi en aðrir leikir voru frekar frábærir,“ sagði Stefán Árni Pálsson í upphafi umfjöllunarinnar um tíundu umferðina. „Enn og aftur fullt af útisigrum. Heimavöllurinn ekki að gefa mikið í deildinni. Þetta lítur mjög vel út og hefur verið mjög skemmtilegt hingað til,“ sagði Ingvi Þór Sæmundsson. Stefán Árni og Ingvi fóru yfir alla leiki umferðarinnar og þar á meðal leik Fram og KA sem hefst klukkan 16.15 á laugardaginn. „Á laugardaginn þá erum við með flottan leik á Stöð 2 Sport á milli Fram og KA klukkan fjögur á laugardegi. Framarar voru í basli á móti Herði í síðasta leik og KA-menn eru bara í basli yfirleitt,“ sagði Stefán Árni. „Ég skil KA-menn. Þeir eru með ákveðið veðmál í gangi. Í staðinn fyrir að spila á fínum leikmönnum eins og Patreki og Arnóri Ísaki þá eru þeir að spila á leikmönnum sem eru mjög ungir en geta orðið mjög góðir. Dagur Árni, Hilmar á línunni og Skarphéðinn. Ég er hrifinn af þessu í staðinn fyrir að vera í einhverri meðalmennsku að taka bara þetta ár, það geta komið vaxtarverkir en ég held að þetta geti líka orðið gott til framtíðar,“ sagði Ingvi. „Bara fjárfesting,“ skaut Stefán inn í. „Þetta er fjárfesting til framtíðar og svo verður KA að hætta að hugsa þannig að það lagist allt þegar Óli Gúst kemur aftur. Við vitum ekki hvenær hann kemur aftur og í hvernig ástandi hann verður. Svo meiðist hann alltaf fljótt eftir að hann kemur til baka,“ sagði Ingvi. Það má hlusta á þá félaga fara yfir alla leikina hér fyrir ofan. Seinni bylgjan fylgist vel með öllum leikjunum og gerir svo umferðina upp á mánudagskvöldið.
Olís-deild karla Seinni bylgjan KA Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum Sjá meira