Rúnar Alex: Þegar undankeppnin hefst verður refsað fyrir svona mistök Smári Jökull Jónsson skrifar 16. nóvember 2022 23:30 Rúnar Alex Rúnarsson lék allan leikinn fyrir Ísland í dag gegn Litáen. KSÍ Rúnar Alex Rúnarsson var í marki Íslands í dag þegar liðið lagði Litáen í vítaspyrnukeppni í Eystrasaltsbikarnum í dag. Hann var fyrst og fremst ánægður með að liðið hafi haldið hreinu í dag. „Það er alltaf gott að halda hreinu sama hvort það sé á heimavelli eða útivelli. Við tökum það klárlega með okkur. Það er hellingur sem við hefðum átt að gera betur og getum gert betur, við vitum það alveg. En við erum komnir í úrslit í Baltic Cup og reynum að vinna það núna,“ en Ísland mætir Lettlandi á laugardaginn kemur. Í fyrri hálfleik fengu bæði liðin tækifæri til að skora, Litáar líklega það besta en þá gerði Rúnar Alex mjög vel í að bjarga þegar leikmaður Litáen slapp einn í gegnum vörn Íslands. „Það var eitt gott færi sem þeir fengu og svo á ég tvær vörslur í seinni hálfleik. Svo var alltaf eitthvað að gera en til þess er ég þarna, að reyna að hjálpa liðinu að halda hreinu. Ég er bara glaður að hafa getað hjálpað í dag.“ Rúnar sagði klárt mál að liðið geti gert betur en það gerði í dag. „Þó svo að við höfum haldið hreinu í dag þá erum við að hleypa þeim oft í stöður sem við eigum ekki að hleypa þeim í, leyfa þeim að fá einfaldar fyrirgjafir. Svo erum við sjálfir að gera mikið af einföldum sendingamistökum, ég á einar eða tvær sendingar sem ég á að gera betur í. Sem lið þurfum við að fækka þessum mistökum því í mars þegar undankeppnin byrjar verður refsað fyrir svona mistök. Við þurfum að minnka þetta.“ Ísland er komið í úrslitaleik Eystrasaltsbikarinn en Rúnar Alex verður ekki með í leiknum á laugardag þar sem hann yfirgefur hópinn á morgun. Hann sagði að Ísland vildi auðvitað fara með sigur af hólmi í mótinu. „Maður fer inn í öll mót og alla leiki og keppnir til að vinna. Það er gaman að hafa klárað þetta í dag þó þetta hafi ekki verið fallegt. En við erum komnir í úrslitaleik og viljum lyfta bikar á laugardag.“ Landslið karla í fótbolta Eystrasaltsbikarinn 2022 Tengdar fréttir Sverrir Ingi: Vantaði aðeins meiri gæði Sverrir Ingi Ingason var mættur aftur í vörnina hjá íslenska landsliðinu eftir ansi langa fjarveru. Hann var ánægður með sigurinn gegn Litáum í dag en sagði að vantað hefði upp á gæðin hjá Íslandi í vissum aðstæðum. 16. nóvember 2022 21:39 „Heilt yfir vorum við allir saman mjög svekktir með okkar frammistöðu í dag“ Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í knattspyrnu var ekki ánægður með leik íslenska landsliðsins gegn Litáum í Eystrasaltsbikarnum í dag. Ísland vann í vítaspyrnukeppni eftir markalausan leik. 16. nóvember 2022 21:01 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
„Það er alltaf gott að halda hreinu sama hvort það sé á heimavelli eða útivelli. Við tökum það klárlega með okkur. Það er hellingur sem við hefðum átt að gera betur og getum gert betur, við vitum það alveg. En við erum komnir í úrslit í Baltic Cup og reynum að vinna það núna,“ en Ísland mætir Lettlandi á laugardaginn kemur. Í fyrri hálfleik fengu bæði liðin tækifæri til að skora, Litáar líklega það besta en þá gerði Rúnar Alex mjög vel í að bjarga þegar leikmaður Litáen slapp einn í gegnum vörn Íslands. „Það var eitt gott færi sem þeir fengu og svo á ég tvær vörslur í seinni hálfleik. Svo var alltaf eitthvað að gera en til þess er ég þarna, að reyna að hjálpa liðinu að halda hreinu. Ég er bara glaður að hafa getað hjálpað í dag.“ Rúnar sagði klárt mál að liðið geti gert betur en það gerði í dag. „Þó svo að við höfum haldið hreinu í dag þá erum við að hleypa þeim oft í stöður sem við eigum ekki að hleypa þeim í, leyfa þeim að fá einfaldar fyrirgjafir. Svo erum við sjálfir að gera mikið af einföldum sendingamistökum, ég á einar eða tvær sendingar sem ég á að gera betur í. Sem lið þurfum við að fækka þessum mistökum því í mars þegar undankeppnin byrjar verður refsað fyrir svona mistök. Við þurfum að minnka þetta.“ Ísland er komið í úrslitaleik Eystrasaltsbikarinn en Rúnar Alex verður ekki með í leiknum á laugardag þar sem hann yfirgefur hópinn á morgun. Hann sagði að Ísland vildi auðvitað fara með sigur af hólmi í mótinu. „Maður fer inn í öll mót og alla leiki og keppnir til að vinna. Það er gaman að hafa klárað þetta í dag þó þetta hafi ekki verið fallegt. En við erum komnir í úrslitaleik og viljum lyfta bikar á laugardag.“
Landslið karla í fótbolta Eystrasaltsbikarinn 2022 Tengdar fréttir Sverrir Ingi: Vantaði aðeins meiri gæði Sverrir Ingi Ingason var mættur aftur í vörnina hjá íslenska landsliðinu eftir ansi langa fjarveru. Hann var ánægður með sigurinn gegn Litáum í dag en sagði að vantað hefði upp á gæðin hjá Íslandi í vissum aðstæðum. 16. nóvember 2022 21:39 „Heilt yfir vorum við allir saman mjög svekktir með okkar frammistöðu í dag“ Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í knattspyrnu var ekki ánægður með leik íslenska landsliðsins gegn Litáum í Eystrasaltsbikarnum í dag. Ísland vann í vítaspyrnukeppni eftir markalausan leik. 16. nóvember 2022 21:01 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Sverrir Ingi: Vantaði aðeins meiri gæði Sverrir Ingi Ingason var mættur aftur í vörnina hjá íslenska landsliðinu eftir ansi langa fjarveru. Hann var ánægður með sigurinn gegn Litáum í dag en sagði að vantað hefði upp á gæðin hjá Íslandi í vissum aðstæðum. 16. nóvember 2022 21:39
„Heilt yfir vorum við allir saman mjög svekktir með okkar frammistöðu í dag“ Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í knattspyrnu var ekki ánægður með leik íslenska landsliðsins gegn Litáum í Eystrasaltsbikarnum í dag. Ísland vann í vítaspyrnukeppni eftir markalausan leik. 16. nóvember 2022 21:01