Sakborningar í stóra kókaínmálinu spjölluðu allir við dómara á Skype Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. nóvember 2022 10:26 Efnið var flutt frá Brasilíu með viðkomu í Hollandi á leiðinni til Íslands. Efninu var skipt út fyrir gerviefni í Rotterdam. LRH Sakborningarnir fjórir í stóra kókaínmálinu tóku allir afstöðu til ákærunnar í gegnum fjarfundabúnaðinn Skype þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þeir sæta ákæru fyrir innflutning á tæplega hundrað kílóum af kókaíni hingað til lands. Þeir voru handteknir í ágúst síðastliðnum. Málið varðar innflutning á um eitt hundrað kílóum af kókaíni sem voru falin í sjö trjádrumbum í timbursendingu til Íslands. Efnunum var komið fyrir í gámnum í Brasilíu en sendingin fór fyrst til Hollands. Lögreglan á Íslandi hafði komist á snoðir um smyglið vegna rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi og lét tollverði í Rotterdam í Hollandi vita sem skiptu kókaíninu út fyrir gerviefni áður en gámurinn var sendur áfram til Íslands. Fram kom í fréttum í sumar að götuvirði efnanna væri um tveir milljarðar króna. Í ákæru segir að gámurinn hafi verið fluttur í Borgartún frá tollsvæðinu við höfnina hinn 2. ágúst. Þar stóð hann í tvo daga áður en drumbarnir voru teknir og fluttir til Hafnarfjarðar, þar sem fíkniefnin voru fjarlægð. Að því loknu var efnunum pakkað áður en hluti var fluttur til annars aðila til dreifingar og sölu. Lögregla lagði hald á hluta ætlaðra fíkniefna í bifreið við Vefarastræti í Mosfellsbæ. Í gæsluvarðhaldi í á fjórða mánuð Karlmennirnir fjórir eru ákærðir fyrir skipulagða brotastarfsemi, tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots og peningaþvætti. Þeir hafa verið í gæsluvarðhaldi síðan þeir voru handteknir í ágúst. Dómari spurði þá, hvern á fætur öðrum úr dómsal í morgun, hver afstaða þeirra væri til ákæruefnisins. Hvort þeir játuðu eða neituðu sök. Þrír þeirra neituðu að forminu til sök varðandi innflutning og peningaþvætti. Tveir þeirra virtust þó ýmist vilja játa aðild að málinu að miklu eða einhverju leyti en orðalag í ákærunni gerði það að verkum að þeir gætu ekki játað brot sitt. Sá fjórði tók ekki afstöðu til málsins að svo stöddu. Boða nánari skýringar í greinargerðum Páll Jónsson, timburinnflytjandi á sjötugsaldri, byrjaði á því að játa að hluta sök varðandi innflutninginn. Unnsteinn Elvarsson, lögmaður hans, greip svo orðið og áréttaði að hans maður neitaði sök hvað varðaði þann hluta málsins. Páll ræddi við dómara frá gæsluvarðhaldsfangelsinu á Hólmsheiði. Unnsteinn Elvarsson, lögmaður hans, boðaði að greinargerð yrði skilað varðandi þann þátt ákærunnar og skýrt nánar hvaða þátt ákæruliðsins Páll gengist við. Páli er gefið að sök peningaþvætti með því að hafa með ólögmætum hætti hagnast um rúmlega sextán milljónir króna án þess að nokkrar skýringar væru að finna á hagnaðinum. Páll neitaði sök í þeim hluta ákærunnar. Daði Björnsson, þrítugur karlmaður, ræddi við dómara frá Litla-Hrauni. Daði sagðist hafa viljað játa sök í þeim þætti ákærunnar sem sneri að fíkniefnainnflutningnum. Hann sagði orðalag í ákærunni ekki gefa honum kost á því og neitaði því sök. Honum er sömuleiðis gefið að sök peningaþvætti með því að hafa hagnast um rúmlega sextán milljónir eftir óútskýrðum leiðum. Hann neitaði sök í þeim þætti ákærunnar. Arnar Kormákur Friðriksson, verjandi Daða, boðaði greinargerð sem skýri nánar afstöðu Daða til ákærunnar. Daði var ákærður í þriðja lið fyrir að hafa við handtöku haft í vörslum sínum maríjúana, tæplega kíló af kannabislaufum og á þriðja tug kannabisplantna. Hann játaði þessi brot sín og sömuleiðis að hafa staðið að kannabisræktun. Vilja frekari greiningu á efnum Jóhannes Páll Durr, 28 ára karlmaður, ræddi við dómara frá Litla-Hrauni. Hann neitaði sök hvað við kemur innflutningi á kókaíninu. Þá neitaði hann sömuleiðis að hafa stundað peningaþvætti með því að eiga sautján milljónir á bankabók án þess að uppruni fjármunanna væri ljós. Jóhannes var ákærður fyrir að hafa haft lítilræði af maríjúana og tæplega fjörutíu grömm af MDMA á sér þegar hann var handtekinn þann 4. ágúst. Hann játaði sök en þó með fyrirvara um að magnið sem tilgreint væri í ákæru væri rétt. Birgir Halldórsson, 27 ára karlmaður, ræddi við dómara frá Litla-Hrauni. Hann sagðist ekki tilbúinn að taka afstöðu til ákærunnar. Ragnar Björgvinsson, verjandi hans, boðaði greinagerð þar sem tiltekin yrði afstaða Birgis til ákærunnar. Birgir er ákærður fyrir aðild að innflutningnum og peningaþvætti upp á þrettán milljónir króna. Lögmennirnir óskuðu allir eftir frekari fresti til að afla bankagagna og sömuleiðis eftir því að frekari greining yrði gerð á efnunum sem haldlögð voru. Að loknu samtali við verjendur var ákveðið að aðalmeðferð í málinu hæfist þann 5. janúar. Þá brýndi Sigríður Elsa Kjartansdóttir dómari sérstaklega að sakborningarnir fjórir þyrftu allir að mæta í dómsal í aðalmeðferðinni. Milliþinghald verður í málinu þann 7. desember þar sem verjendur munu skila greinargerðum. Fréttin hefur verið uppfærð. Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Stóra kókaínmálið: Liðsstjóri landsliðs og timbursali meðal sakborninga Enginn fjögurra sakborninga í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar á að baki sakaferil að ráði og í hópi þeirra eru timbursali og fyrrverandi liðsstjóri hjá íslensku landsliði í rafíþróttum. Málið verður þingfest á miðvikudag. 14. nóvember 2022 12:23 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Sjá meira
Málið varðar innflutning á um eitt hundrað kílóum af kókaíni sem voru falin í sjö trjádrumbum í timbursendingu til Íslands. Efnunum var komið fyrir í gámnum í Brasilíu en sendingin fór fyrst til Hollands. Lögreglan á Íslandi hafði komist á snoðir um smyglið vegna rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi og lét tollverði í Rotterdam í Hollandi vita sem skiptu kókaíninu út fyrir gerviefni áður en gámurinn var sendur áfram til Íslands. Fram kom í fréttum í sumar að götuvirði efnanna væri um tveir milljarðar króna. Í ákæru segir að gámurinn hafi verið fluttur í Borgartún frá tollsvæðinu við höfnina hinn 2. ágúst. Þar stóð hann í tvo daga áður en drumbarnir voru teknir og fluttir til Hafnarfjarðar, þar sem fíkniefnin voru fjarlægð. Að því loknu var efnunum pakkað áður en hluti var fluttur til annars aðila til dreifingar og sölu. Lögregla lagði hald á hluta ætlaðra fíkniefna í bifreið við Vefarastræti í Mosfellsbæ. Í gæsluvarðhaldi í á fjórða mánuð Karlmennirnir fjórir eru ákærðir fyrir skipulagða brotastarfsemi, tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots og peningaþvætti. Þeir hafa verið í gæsluvarðhaldi síðan þeir voru handteknir í ágúst. Dómari spurði þá, hvern á fætur öðrum úr dómsal í morgun, hver afstaða þeirra væri til ákæruefnisins. Hvort þeir játuðu eða neituðu sök. Þrír þeirra neituðu að forminu til sök varðandi innflutning og peningaþvætti. Tveir þeirra virtust þó ýmist vilja játa aðild að málinu að miklu eða einhverju leyti en orðalag í ákærunni gerði það að verkum að þeir gætu ekki játað brot sitt. Sá fjórði tók ekki afstöðu til málsins að svo stöddu. Boða nánari skýringar í greinargerðum Páll Jónsson, timburinnflytjandi á sjötugsaldri, byrjaði á því að játa að hluta sök varðandi innflutninginn. Unnsteinn Elvarsson, lögmaður hans, greip svo orðið og áréttaði að hans maður neitaði sök hvað varðaði þann hluta málsins. Páll ræddi við dómara frá gæsluvarðhaldsfangelsinu á Hólmsheiði. Unnsteinn Elvarsson, lögmaður hans, boðaði að greinargerð yrði skilað varðandi þann þátt ákærunnar og skýrt nánar hvaða þátt ákæruliðsins Páll gengist við. Páli er gefið að sök peningaþvætti með því að hafa með ólögmætum hætti hagnast um rúmlega sextán milljónir króna án þess að nokkrar skýringar væru að finna á hagnaðinum. Páll neitaði sök í þeim hluta ákærunnar. Daði Björnsson, þrítugur karlmaður, ræddi við dómara frá Litla-Hrauni. Daði sagðist hafa viljað játa sök í þeim þætti ákærunnar sem sneri að fíkniefnainnflutningnum. Hann sagði orðalag í ákærunni ekki gefa honum kost á því og neitaði því sök. Honum er sömuleiðis gefið að sök peningaþvætti með því að hafa hagnast um rúmlega sextán milljónir eftir óútskýrðum leiðum. Hann neitaði sök í þeim þætti ákærunnar. Arnar Kormákur Friðriksson, verjandi Daða, boðaði greinargerð sem skýri nánar afstöðu Daða til ákærunnar. Daði var ákærður í þriðja lið fyrir að hafa við handtöku haft í vörslum sínum maríjúana, tæplega kíló af kannabislaufum og á þriðja tug kannabisplantna. Hann játaði þessi brot sín og sömuleiðis að hafa staðið að kannabisræktun. Vilja frekari greiningu á efnum Jóhannes Páll Durr, 28 ára karlmaður, ræddi við dómara frá Litla-Hrauni. Hann neitaði sök hvað við kemur innflutningi á kókaíninu. Þá neitaði hann sömuleiðis að hafa stundað peningaþvætti með því að eiga sautján milljónir á bankabók án þess að uppruni fjármunanna væri ljós. Jóhannes var ákærður fyrir að hafa haft lítilræði af maríjúana og tæplega fjörutíu grömm af MDMA á sér þegar hann var handtekinn þann 4. ágúst. Hann játaði sök en þó með fyrirvara um að magnið sem tilgreint væri í ákæru væri rétt. Birgir Halldórsson, 27 ára karlmaður, ræddi við dómara frá Litla-Hrauni. Hann sagðist ekki tilbúinn að taka afstöðu til ákærunnar. Ragnar Björgvinsson, verjandi hans, boðaði greinagerð þar sem tiltekin yrði afstaða Birgis til ákærunnar. Birgir er ákærður fyrir aðild að innflutningnum og peningaþvætti upp á þrettán milljónir króna. Lögmennirnir óskuðu allir eftir frekari fresti til að afla bankagagna og sömuleiðis eftir því að frekari greining yrði gerð á efnunum sem haldlögð voru. Að loknu samtali við verjendur var ákveðið að aðalmeðferð í málinu hæfist þann 5. janúar. Þá brýndi Sigríður Elsa Kjartansdóttir dómari sérstaklega að sakborningarnir fjórir þyrftu allir að mæta í dómsal í aðalmeðferðinni. Milliþinghald verður í málinu þann 7. desember þar sem verjendur munu skila greinargerðum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Stóra kókaínmálið: Liðsstjóri landsliðs og timbursali meðal sakborninga Enginn fjögurra sakborninga í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar á að baki sakaferil að ráði og í hópi þeirra eru timbursali og fyrrverandi liðsstjóri hjá íslensku landsliði í rafíþróttum. Málið verður þingfest á miðvikudag. 14. nóvember 2022 12:23 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Sjá meira
Stóra kókaínmálið: Liðsstjóri landsliðs og timbursali meðal sakborninga Enginn fjögurra sakborninga í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar á að baki sakaferil að ráði og í hópi þeirra eru timbursali og fyrrverandi liðsstjóri hjá íslensku landsliði í rafíþróttum. Málið verður þingfest á miðvikudag. 14. nóvember 2022 12:23