„Óvenjulega rætin“ ummæli Agnesar um Aldísi dæmd ómerk Kjartan Kjartansson skrifar 15. nóvember 2022 18:18 Agnes Bragadóttir, fyrrverandi blaðamaður. Vísir Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi fern ummæli Agnesar Bragadóttur, fyrrverandi blaðamanns, um Aldísi Schram ómerk í dag. Framsetning ummæla hennar var talin óvenjulega rætin. Aldís stefndi Agnesi fyrir það sem hún taldi meiðyrði um sig á Facebook-síðu Agnesar og Bryndísar Schram, móður Aldísar. Agnes er vinkona Bryndísar og Jóns Baldvins Hannibalssonar, foreldra Aldísar en Aldís hefur um árabil sakað föður sinn um kynferðisofbeldi. Hún taldi ummæli Agnesar bæði ósönn og ósmekkleg og til þess fallin að verða virðingu hennar til hnekkis. Ummælin væru ennfremur algerlega án tilefnis. Agnes ýjaði meðal annars að því í ummælum sínum að Aldís hefði reynt að nauðga sér á læstri sjúkrastofu á geðdeild Landspítalans. Hún hafnaði boði Aldísar um að láta málið niður falla gegn því að hún drægi ummælin til baka, bæðist afsökunar og greiddi miskabætur. Klúr, smekklaus og meiðandi framsetning ummæla Héraðsdómur taldi að ummæli Agnesar væru í eðli sínu staðhæfingar um staðreyndir frekar en gildisdómar. Að hluta til hafi þau fjallað um ætlaða refsiverða háttsemi. Ekki var tekin afstaða til þess hvort að fullyrðingar Agnesar um að Aldís hefði ráðist á sig og hótað að naugða sér á geðdeildinni væru sannar eða ekki. Þess í stað taldi dómurinn að Agnes hefði með ummælum sínum brotið gegn trúnaðarskyldum sem hvíldu á henni þegar hún heimsótti Aldísi á geðdeild. Tilgangur ummælanna hafi verið illvilji Agnesar í garð Aldísar. Agnes gæti ekki borið því við að um gildisdóm hafi verið að ræða þar sem þeir þurfi að eiga sér stoð í staðreyndum. Ekki megi heldur setja fram gildisdóma af hreinum illvilja. „Loks er framsetning ummæla stefndu svo klúr, smekklaus og meiðandi að útyfir tekur,“ sagði í dómnum. Niðurstaða dómsins var að í ummælum Agnesar hafi falist meingerð gegn æru Aldísar. Ekkert hafi komið fram í málinu sem gæti réttlætt þau og þau hafi verið engum gögnum eða rökum studd. Agnes hafi jafnframt ekki reynt að bera af sér ummælin á nokkurn hátt og þvert á móti haldið því fram að þau væru sönn. Agnes var þó sýknuð af kröfu Aldísar um að standa straum af birtingu dómsins opinberlega. Hún þarf engu að síður að greiða Aldísi 600.000 krónur í miskabætur og eina og hálfa milljón króna í málskostnað. Dómsmál Tjáningarfrelsi Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira
Aldís stefndi Agnesi fyrir það sem hún taldi meiðyrði um sig á Facebook-síðu Agnesar og Bryndísar Schram, móður Aldísar. Agnes er vinkona Bryndísar og Jóns Baldvins Hannibalssonar, foreldra Aldísar en Aldís hefur um árabil sakað föður sinn um kynferðisofbeldi. Hún taldi ummæli Agnesar bæði ósönn og ósmekkleg og til þess fallin að verða virðingu hennar til hnekkis. Ummælin væru ennfremur algerlega án tilefnis. Agnes ýjaði meðal annars að því í ummælum sínum að Aldís hefði reynt að nauðga sér á læstri sjúkrastofu á geðdeild Landspítalans. Hún hafnaði boði Aldísar um að láta málið niður falla gegn því að hún drægi ummælin til baka, bæðist afsökunar og greiddi miskabætur. Klúr, smekklaus og meiðandi framsetning ummæla Héraðsdómur taldi að ummæli Agnesar væru í eðli sínu staðhæfingar um staðreyndir frekar en gildisdómar. Að hluta til hafi þau fjallað um ætlaða refsiverða háttsemi. Ekki var tekin afstaða til þess hvort að fullyrðingar Agnesar um að Aldís hefði ráðist á sig og hótað að naugða sér á geðdeildinni væru sannar eða ekki. Þess í stað taldi dómurinn að Agnes hefði með ummælum sínum brotið gegn trúnaðarskyldum sem hvíldu á henni þegar hún heimsótti Aldísi á geðdeild. Tilgangur ummælanna hafi verið illvilji Agnesar í garð Aldísar. Agnes gæti ekki borið því við að um gildisdóm hafi verið að ræða þar sem þeir þurfi að eiga sér stoð í staðreyndum. Ekki megi heldur setja fram gildisdóma af hreinum illvilja. „Loks er framsetning ummæla stefndu svo klúr, smekklaus og meiðandi að útyfir tekur,“ sagði í dómnum. Niðurstaða dómsins var að í ummælum Agnesar hafi falist meingerð gegn æru Aldísar. Ekkert hafi komið fram í málinu sem gæti réttlætt þau og þau hafi verið engum gögnum eða rökum studd. Agnes hafi jafnframt ekki reynt að bera af sér ummælin á nokkurn hátt og þvert á móti haldið því fram að þau væru sönn. Agnes var þó sýknuð af kröfu Aldísar um að standa straum af birtingu dómsins opinberlega. Hún þarf engu að síður að greiða Aldísi 600.000 krónur í miskabætur og eina og hálfa milljón króna í málskostnað.
Dómsmál Tjáningarfrelsi Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira