Í fréttatímanum verður rætt við Guðmund Björgvin Helgason ríkisendurskoðanda sem gaf stjórnskipunar-og eftirltisnefnd Alþingis skýrslu um úttekt ríkisendurskoðunar á Íslandsbanka á fundi í gær. Einnig heyrum við í ráðherrum að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.
Matvælastofnun og Lögreglan á Vesturlandi eru nú að fjarlægja á annan hundrað nautgripa af bóndabæ í Borgarfirði vegna gruns um vanrækslu. Við heyrum í íbúa á svæðinu sem segir að grípa hefði þurft mun fyrr inn í.
Og jarðarbúar náðu þeim áfanga í morgun að vera orðnir átta milljarðar talsins, samkvæmt áætlunum Sameinuðu þjóðanna.