Bezos segist ætla að gefa meirihluta auðæfa sinna Kjartan Kjartansson skrifar 14. nóvember 2022 23:51 Jeff Bezos og Lauren Sánchez vinna saman að mannúðarmálum. Vísir/EPA Jeff Bezos, stofnandi vefverslunarrisans Amazon og einn ríkasti maður heims, segist ætla að gefa meirihluta auðæfa sinna á lífsleiðinni. Ríkidæmi Bezos eru metin á um 124 milljarða dollara, jafnvirði meira en 18.000 milljarða íslenskra króna, þessa stundina. Fyrirheitið gaf Bezos í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CNN í dag. Hann og Lauren Sánchez, kærasta hans, væru nú að undirbúa jarðveginn til að geta gefið auð hans. Fór hann þó ekki nánar út í þá sálma. Það snúna væri að finna út úr hvernig væri best að gefa féð. „Þetta er ekki auðvelt. Það var ekki auðvelt að byggja upp Amazon. Það krafðist mikillar vinnu og mjög snjallra samstarfsmanna. Ég er að komast að raun um, og Lauren líka, að mannúðarstarf er svipað. Það er ekki auðvelt. Það er mjög erfitt,“ sagði Bezos í viðtalinu. Bezos hætti sem forstjóri Amazon í fyrra en hann á enn um tíu prósent hlut í fyrirtækinu. Auk þess á hann geimferðafyrirtækið Blue Origin og bandaríska dagblaðið Washington Post. Hann hefur sætt gagnrýni fyrir að taka ekki þátt í herferð Bill og Melindu Gates og Warren Buffet sem hvetur milljarðamæringa til þess að gefa meirihluta auðs síns til mannúðarmála. McKenzie Scott, fyrrverandi eignkona Bezos, hefur aftur á móti skrifað undir hjá þeim en hún hefur gefið milljarða dollara í eigin nafni eftir skilnað þeirra Bezos árið 2019. Auðkýfingurinn hefur áður heitið því að leggja baráttunni gegn loftslagsbreytingum til tíu milljarða dollara, jafnvirði um 1.465 milljarða íslenskra króna. Þá greindi Bezos frá því að hann ætlaði að gefa sveitasöngkonunni Dolly Parton hundrað milljónir dollara, jafnvirði um 14,6 milljarða íslenskra króna, til að styrkja mannúðarstörf hennar. Hún styrkti meðal annars þróun bóluefnis Moderna gegn kórónuveirunni. Amazon Bandaríkin Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fyrirheitið gaf Bezos í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CNN í dag. Hann og Lauren Sánchez, kærasta hans, væru nú að undirbúa jarðveginn til að geta gefið auð hans. Fór hann þó ekki nánar út í þá sálma. Það snúna væri að finna út úr hvernig væri best að gefa féð. „Þetta er ekki auðvelt. Það var ekki auðvelt að byggja upp Amazon. Það krafðist mikillar vinnu og mjög snjallra samstarfsmanna. Ég er að komast að raun um, og Lauren líka, að mannúðarstarf er svipað. Það er ekki auðvelt. Það er mjög erfitt,“ sagði Bezos í viðtalinu. Bezos hætti sem forstjóri Amazon í fyrra en hann á enn um tíu prósent hlut í fyrirtækinu. Auk þess á hann geimferðafyrirtækið Blue Origin og bandaríska dagblaðið Washington Post. Hann hefur sætt gagnrýni fyrir að taka ekki þátt í herferð Bill og Melindu Gates og Warren Buffet sem hvetur milljarðamæringa til þess að gefa meirihluta auðs síns til mannúðarmála. McKenzie Scott, fyrrverandi eignkona Bezos, hefur aftur á móti skrifað undir hjá þeim en hún hefur gefið milljarða dollara í eigin nafni eftir skilnað þeirra Bezos árið 2019. Auðkýfingurinn hefur áður heitið því að leggja baráttunni gegn loftslagsbreytingum til tíu milljarða dollara, jafnvirði um 1.465 milljarða íslenskra króna. Þá greindi Bezos frá því að hann ætlaði að gefa sveitasöngkonunni Dolly Parton hundrað milljónir dollara, jafnvirði um 14,6 milljarða íslenskra króna, til að styrkja mannúðarstörf hennar. Hún styrkti meðal annars þróun bóluefnis Moderna gegn kórónuveirunni.
Amazon Bandaríkin Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf