„Það var búið að ákveða að ég yrði hérna einn“ Árni Sæberg skrifar 14. nóvember 2022 22:04 Sigríði Dögg og Bjarna greindi á um fyrirliggjandi samkomulag í Kastljósi. Samsett/Vísir/Vilhelm Nokkra athygli vakti í Kastljósi kvöldsins þegar þáttastjórnandinn sagði Bjarna Benediktsson hafa gert það að forsendu fyrir viðtalinu að hann yrði einn. Það þvertók Bjarni fyrir og sagði stjórnandann hafa ætlað að breyta fyrirkomulagi viðtalsins á síðustu stundu. Orðaskipti þeirra Sigríðar Daggar Guðjónsdóttur og Bjarna í lok samtals þeirra vöktu athygli í kvöld. „Þú settir það sem skilyrði að vera einn í þessu viðtali,“ sagði Sigríður Dögg og Bjarni svaraði: „Ég setti það ekki sem skilyrði.“ „Fjármálaráðherra þorir ekki að mæta mér í Kastljósi. Enda veit ráðherra að hann hefur vonlausan málstað að verja í bankasölumálinu. Þetta veit öll þjóðin,“ sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar á Facebook fyrir útsendi Kastljóss kvöldsins. Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net, setti upptöku af orðaskiptum Sigríðar Daggar og Bjarna á Twitter í kvöld og spurði hvort Spaugstofumenn væru mættir aftur til vinnu. Spaugstofan? pic.twitter.com/txhPzXL2ef— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) November 14, 2022 „Þá skaltu ræða það við aðstoðarmann þinn“ Bjarni þvertók fyrir það að hafa neitað að mæta í viðtalið nema hann yrði einn í því en Sigríður Dögg fullyrti að aðstoðarmaður hans hefði gert það að skilyrði fyrir mætingu Bjarna. „Þá skaltu ræða það við aðstoðarmann þinn,“ sagði Sigríður Dögg. Bjarni sagði þá að þegar hann fór heim úr vinnunni í dag þá hefði hann þegar gert samkomulag við hana um að hann yrði einn í viðtalinu. „Það voru forsendur fyrir þessu viðtali og ef þú ert að reyna að láta að því liggja að ég þori ekki að mæta pólitískum andstæðingum, þá finnst mér það heldur aumt,“ sagði Bjarni. Aðstoðarmaðurinn svarar fyrir sig Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, ritaði fyrir skömmu færslu á Facebook þar sem hann segir sína hlið á málinu. „Líklega er það heiður fyrir manninn bak við tjöldin að fá shoutout í Kastljósinu, og það oftar en einu sinni. Tilefnið var hins vegar svolítið skrýtið í kvöld. Þáttastjórnandinn Sigríður Dögg fullyrti þar að ég hefði sett skilyrði um að Bjarni Benediktsson yrði einn í viðtalssetti kvöldsins. Uppleggið hefði upprunalega verið að hann færi í viðtal með stjórnarandstæðingum, en ég síðan gert kröfu um annað,“ segir Hersir. Þetta segir hann rangt. Þau Sigríður Dögg hafi verið í reglulegum samskiptum í dag, frá því að Bjarni samþykkti í morgun beiðni um að mæta til hennar í Kastljós. „Þegar nær dró þættinum fékk ég símtal frá Sigríði Dögg um breytt fyrirkomulag; að Bjarni myndi mæta með stjórnarandstæðingi/um í þáttinn, t.d. Kristrúnu Frostadóttur. Ég benti á að það væri annað en ákveðið hefði verið skömmu áður og eðlilegt að fyrirkomulagið stæði óbreytt,“ segir Hersir. Talar í sig kjark til að mæta andstöðunni á morgun Hersir segir að flestir þeir sem fylgst hafi með fréttum og þingfundum hafi tekið eftir því að Bjarni hafi þorað að mæta stjórnarandstöðunni hvar sem þess þurfi, hvort sem er í þingsal, sjónvarpssal eða sölum þingnefnda. „Mér skilst að hann ætli meira að segja að tala í sig kjark og vera með stjórnarandstöðunni í sérstakri umræðu á Alþingi um skýrslu Ríkisendurskoðunar allan daginn á morgun,“ segir Hersir að lokum. Salan á Íslandsbanka Ríkisútvarpið Sjálfstæðisflokkurinn Íslandsbanki Íslenskir bankar Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Orðaskipti þeirra Sigríðar Daggar Guðjónsdóttur og Bjarna í lok samtals þeirra vöktu athygli í kvöld. „Þú settir það sem skilyrði að vera einn í þessu viðtali,“ sagði Sigríður Dögg og Bjarni svaraði: „Ég setti það ekki sem skilyrði.“ „Fjármálaráðherra þorir ekki að mæta mér í Kastljósi. Enda veit ráðherra að hann hefur vonlausan málstað að verja í bankasölumálinu. Þetta veit öll þjóðin,“ sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar á Facebook fyrir útsendi Kastljóss kvöldsins. Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net, setti upptöku af orðaskiptum Sigríðar Daggar og Bjarna á Twitter í kvöld og spurði hvort Spaugstofumenn væru mættir aftur til vinnu. Spaugstofan? pic.twitter.com/txhPzXL2ef— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) November 14, 2022 „Þá skaltu ræða það við aðstoðarmann þinn“ Bjarni þvertók fyrir það að hafa neitað að mæta í viðtalið nema hann yrði einn í því en Sigríður Dögg fullyrti að aðstoðarmaður hans hefði gert það að skilyrði fyrir mætingu Bjarna. „Þá skaltu ræða það við aðstoðarmann þinn,“ sagði Sigríður Dögg. Bjarni sagði þá að þegar hann fór heim úr vinnunni í dag þá hefði hann þegar gert samkomulag við hana um að hann yrði einn í viðtalinu. „Það voru forsendur fyrir þessu viðtali og ef þú ert að reyna að láta að því liggja að ég þori ekki að mæta pólitískum andstæðingum, þá finnst mér það heldur aumt,“ sagði Bjarni. Aðstoðarmaðurinn svarar fyrir sig Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, ritaði fyrir skömmu færslu á Facebook þar sem hann segir sína hlið á málinu. „Líklega er það heiður fyrir manninn bak við tjöldin að fá shoutout í Kastljósinu, og það oftar en einu sinni. Tilefnið var hins vegar svolítið skrýtið í kvöld. Þáttastjórnandinn Sigríður Dögg fullyrti þar að ég hefði sett skilyrði um að Bjarni Benediktsson yrði einn í viðtalssetti kvöldsins. Uppleggið hefði upprunalega verið að hann færi í viðtal með stjórnarandstæðingum, en ég síðan gert kröfu um annað,“ segir Hersir. Þetta segir hann rangt. Þau Sigríður Dögg hafi verið í reglulegum samskiptum í dag, frá því að Bjarni samþykkti í morgun beiðni um að mæta til hennar í Kastljós. „Þegar nær dró þættinum fékk ég símtal frá Sigríði Dögg um breytt fyrirkomulag; að Bjarni myndi mæta með stjórnarandstæðingi/um í þáttinn, t.d. Kristrúnu Frostadóttur. Ég benti á að það væri annað en ákveðið hefði verið skömmu áður og eðlilegt að fyrirkomulagið stæði óbreytt,“ segir Hersir. Talar í sig kjark til að mæta andstöðunni á morgun Hersir segir að flestir þeir sem fylgst hafi með fréttum og þingfundum hafi tekið eftir því að Bjarni hafi þorað að mæta stjórnarandstöðunni hvar sem þess þurfi, hvort sem er í þingsal, sjónvarpssal eða sölum þingnefnda. „Mér skilst að hann ætli meira að segja að tala í sig kjark og vera með stjórnarandstöðunni í sérstakri umræðu á Alþingi um skýrslu Ríkisendurskoðunar allan daginn á morgun,“ segir Hersir að lokum.
Salan á Íslandsbanka Ríkisútvarpið Sjálfstæðisflokkurinn Íslandsbanki Íslenskir bankar Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira