Það er í okkar höndum að skapa framtíðina Nótt Thorberg skrifar 14. nóvember 2022 11:00 Þjóðir heims hittast nú á loftslagsráðstefnu COP27 í Egyptalandi og halda vinnuþing um hvernig við getum tekist á við loftslagsvána. Auk samninganefndar Íslands sækja ráðstefnuna fulltrúar úr atvinnulífinu sem láta sér loftslagsmál varða enda verður atvinnulífið drifkraftur í því að móta og innleiða grænar og sjálfbærar lausnir til framtíðar. Það er alveg ljóst að staðan í loftslagsmálum er grafalvarleg. Við sjáum fréttir af flóðum, fellibyljum, þurrkum og ofsaveðrum sem hafa gríðarlegar afleiðingar um heim allan. Samkvæmt Parísarsamkomulaginu frá árinu 2015 er markmiðið að halda hlýnun jarðar af mannavöldum innan við 1,5 gráður. Allt bendir hins vegar til þess að þær aðgerðir sem þjóðir heims hafi gripið til séu ekki nóg og að hlýnun jarðar stefni í allt að 3 gráður verði haldið áfram á sömu braut. Þess vegna er bráðnauðsynlegt að þjóðir heims grípi til enn frekari aðgerða og á það við um Ísland líka. Við Íslendingar njótum ákveðinna forréttinda þar sem við hitum húsin okkar og fáum rafmagn frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Ísland er þannig forystuþjóð þegar að kemur að sjálfbærni og nýtingu sjálfbærra endurnýjanlegra orkugjafa og því horfa þjóðir heims á okkur sem fyrirmynd og þá sérstöðu sem við höfum upp á að bjóða. Það er einmitt þessi eftirsóknarverða sérstaða Íslands sem ætti að drífa okkur áfram í að leggja allt kapp á loftlagsmálin til framtíðar og hlúa að lífsgæðum okkar og jarðarbúa. Við búum að ómetanlegri reynslu sem við getum miðlað til alþjóðasamfélagsins, byggjum á góðum grunni og með hugrekki og hugsjón að leiðarljósi getum við farið alla leið og gott betur. Nú er einmitt tækifærið að efla enn frekar sérstöðu Íslands í stað þess að eiga þess á hættu að hellast aftur úr með tilheyrandi kostnaði og hliðaráhrifum. Verðum að gefa verulega í Ísland hefur sett sér sjálfstætt landsmarkmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem nemur 55% fyrir 2030 miðað við 2005. Íslensk stjórnvöld hafa lögfest að Ísland verði kolefnishlutlaust 2040 og auk þess hefur ríkisstjórnin sett markmið um að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti sama ár. Hins vegar var samdráttur í losun sem er á beinni ábyrgð Íslands árið 2021 eingöngu kominn í 12% en næstu sjö árin ætlum við að draga úr losun sem nemur 1,3 milljónum tonna. Við verðum því að gefa verulega í. Stærsta verkefnið framundan eru orkuskipti í samgöngum á landi, sjó og í flugi. Orkuskiptin eru nauðsynleg til að ná loftslagsmarkmiðum Íslands og með þeim skiptum við öllu innfluttu jarðefnaeldsneyti út fyrir innlenda sjálfbæra orkugjafa. Fáar þjóðir búa við eins mikinn stöðugleika og Íslendingar en tækifærið felst einmitt í því að auka enn orkuöryggi og orkusjálfstæði Íslands með því að taka orkuskipti Íslands alla leið. Nýsköpun, rannsóknir og þróun gegna lykilhlutverki þegar kemur að því að finna lausnir á loftlagsvandanum. Fjárfestingar nú í grænum lausnum munu skila sér margfalt til framtíðar og það er mikil framsýni og kraftur í íslensku atvinnulífi. Fyrirtæki um allt land eru byrjuð að mæla losun, setja sér markmið, kortleggja og innleiða aðgerðir og fylgja eftir. Þar mun krafturinn aukast á næstu árum og fleiri eiga eftir að bætast við. Áform umhverfis-, orku- og loftlagsmálaráðherra og atvinnulífsins um geiraskipt loftslagsmarkmið að norrænni fyrirmynd til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda er jafnframt skref í rétta átt. Þá er gríðarlega mikilvægt að stjórnvöld styðji vel við, leggi fram rétta hvata og ryðji úr vegi hindrunum svo hraða megi innleiðingu nýrra grænna lausna. Við vitum hvert skal stefna. Það er í okkar höndum að skapa nýja framtíð og fjárfesta í henni. Þar þurfum við að vera stórhuga og ganga fram af krafti og aldrei missa sjónar af því að umskiptin verði réttlát og sjálfbær. Með öflugu samtali og samstarfi stjórnvalda, atvinnulífs og samfélags náum við raunverulegum árangri til framtíðar. Nótt Thorberg Forstöðumaður Grænvangs - samstarfsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífs í loftslagsmálum og grænum lausnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Umhverfismál Nótt Thorberg Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Þjóðir heims hittast nú á loftslagsráðstefnu COP27 í Egyptalandi og halda vinnuþing um hvernig við getum tekist á við loftslagsvána. Auk samninganefndar Íslands sækja ráðstefnuna fulltrúar úr atvinnulífinu sem láta sér loftslagsmál varða enda verður atvinnulífið drifkraftur í því að móta og innleiða grænar og sjálfbærar lausnir til framtíðar. Það er alveg ljóst að staðan í loftslagsmálum er grafalvarleg. Við sjáum fréttir af flóðum, fellibyljum, þurrkum og ofsaveðrum sem hafa gríðarlegar afleiðingar um heim allan. Samkvæmt Parísarsamkomulaginu frá árinu 2015 er markmiðið að halda hlýnun jarðar af mannavöldum innan við 1,5 gráður. Allt bendir hins vegar til þess að þær aðgerðir sem þjóðir heims hafi gripið til séu ekki nóg og að hlýnun jarðar stefni í allt að 3 gráður verði haldið áfram á sömu braut. Þess vegna er bráðnauðsynlegt að þjóðir heims grípi til enn frekari aðgerða og á það við um Ísland líka. Við Íslendingar njótum ákveðinna forréttinda þar sem við hitum húsin okkar og fáum rafmagn frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Ísland er þannig forystuþjóð þegar að kemur að sjálfbærni og nýtingu sjálfbærra endurnýjanlegra orkugjafa og því horfa þjóðir heims á okkur sem fyrirmynd og þá sérstöðu sem við höfum upp á að bjóða. Það er einmitt þessi eftirsóknarverða sérstaða Íslands sem ætti að drífa okkur áfram í að leggja allt kapp á loftlagsmálin til framtíðar og hlúa að lífsgæðum okkar og jarðarbúa. Við búum að ómetanlegri reynslu sem við getum miðlað til alþjóðasamfélagsins, byggjum á góðum grunni og með hugrekki og hugsjón að leiðarljósi getum við farið alla leið og gott betur. Nú er einmitt tækifærið að efla enn frekar sérstöðu Íslands í stað þess að eiga þess á hættu að hellast aftur úr með tilheyrandi kostnaði og hliðaráhrifum. Verðum að gefa verulega í Ísland hefur sett sér sjálfstætt landsmarkmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem nemur 55% fyrir 2030 miðað við 2005. Íslensk stjórnvöld hafa lögfest að Ísland verði kolefnishlutlaust 2040 og auk þess hefur ríkisstjórnin sett markmið um að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti sama ár. Hins vegar var samdráttur í losun sem er á beinni ábyrgð Íslands árið 2021 eingöngu kominn í 12% en næstu sjö árin ætlum við að draga úr losun sem nemur 1,3 milljónum tonna. Við verðum því að gefa verulega í. Stærsta verkefnið framundan eru orkuskipti í samgöngum á landi, sjó og í flugi. Orkuskiptin eru nauðsynleg til að ná loftslagsmarkmiðum Íslands og með þeim skiptum við öllu innfluttu jarðefnaeldsneyti út fyrir innlenda sjálfbæra orkugjafa. Fáar þjóðir búa við eins mikinn stöðugleika og Íslendingar en tækifærið felst einmitt í því að auka enn orkuöryggi og orkusjálfstæði Íslands með því að taka orkuskipti Íslands alla leið. Nýsköpun, rannsóknir og þróun gegna lykilhlutverki þegar kemur að því að finna lausnir á loftlagsvandanum. Fjárfestingar nú í grænum lausnum munu skila sér margfalt til framtíðar og það er mikil framsýni og kraftur í íslensku atvinnulífi. Fyrirtæki um allt land eru byrjuð að mæla losun, setja sér markmið, kortleggja og innleiða aðgerðir og fylgja eftir. Þar mun krafturinn aukast á næstu árum og fleiri eiga eftir að bætast við. Áform umhverfis-, orku- og loftlagsmálaráðherra og atvinnulífsins um geiraskipt loftslagsmarkmið að norrænni fyrirmynd til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda er jafnframt skref í rétta átt. Þá er gríðarlega mikilvægt að stjórnvöld styðji vel við, leggi fram rétta hvata og ryðji úr vegi hindrunum svo hraða megi innleiðingu nýrra grænna lausna. Við vitum hvert skal stefna. Það er í okkar höndum að skapa nýja framtíð og fjárfesta í henni. Þar þurfum við að vera stórhuga og ganga fram af krafti og aldrei missa sjónar af því að umskiptin verði réttlát og sjálfbær. Með öflugu samtali og samstarfi stjórnvalda, atvinnulífs og samfélags náum við raunverulegum árangri til framtíðar. Nótt Thorberg Forstöðumaður Grænvangs - samstarfsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífs í loftslagsmálum og grænum lausnum.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar