AP fréttaveitan hefur eftir embættismönnum í Indónesíu og læknum að Lavrov hafi verið fluttur á sjúkrahús vegna hjartakvilla. Hann mun hafa verið fluttur á Sanglah-sjúkrahúsið í Denpasar, héraðshöfuðborg Balí.
María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, sagði að Lavrov hefði ekki verið lagður inn á sjúkrahús og birti myndband af honum á Telegram í morgun. Í því sagðist Lavrov vera að undirbúa sig fyrir G-20 fundinn sem hefst á morgun og bað hann vestræna blaðamenn um að sýna meiri heiðarleika.
Því var þó ekki haldið fram í frétt AP að Lavrov hefði verið lagður inn á sjúkrahús. Lavov segir ekki í myndbandinu að hann hafi ekki farið á sjúkrahús.
Indonesian officials say Lavrov did visit hospital but is back at the hotel now. In this video posted by the foreign ministry, Lavrov asks western journalists to be "more honest" but does not address whether he actually visited hospital. pic.twitter.com/PGNYY9uGU5
— max seddon (@maxseddon) November 14, 2022
G-20 fundurinn hefst á morgun en Lavrov er hæst settir rússneski embættismaðurinn sem sækir hann. Á fundinum hittast æðstu ráðamenn ríkustu ríkja heims.