Þrettán ára strákur í Njarðvík búinn með fimm þúsund tíma í flughermi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. nóvember 2022 20:23 Kacper Agnar Kozlowski, 13 ára Njarðvíkingur, sem hefur mikinn áhuga á flugvélum og öllu, sem þeim tengist. Vísir/Magnús Hlynur Þrettán ára strákur í Reykjanesbæ er löngubúinn að ákveða hvað hann ætlar að verða í framtíðinni því hann ætlar að vera flugmaður og fljúga stórum breiðþotum. Það er kannski engin furða því hann er með flughermi inn í herbergi hjá sér þar sem hann er búinn að taka fimm þúsund tíma í herminum. Hér erum við að tala um Kacper Agnar, 13 ára nemanda í Njarðvíkurskóla. Hann er fæddur á Íslandi en foreldrar hans eru pólskir. Það var gaman að koma inn í herbergið hjá stráknum því þar er fullt af flugvélamódelum upp á hillum, flugvélabókum og svo eru það flugvélasætin og tölvan með stórum skjáum með flughermi þar sem Kacper Agnar eyðir sínum tíma meira og minna þegar hann er ekki í skólanum, að læra á mismunandi flugvélar og fljúga þeim um loftin blá. „Mér finnst bara alltaf gaman að fljúga, ég veit ekki af hverju ég hef svona mikinn áhuga, ég fæddist með flugáhuga. Núna er ég búinn að taka í kringum fimm þúsund tíma í herminum en ég byrjaði að fljúga í kringum 2018,“ segir Kacper Agnar. Og er þetta alltaf jafn skemmtilegt? „Já, spennan fer aldrei niður, það er alltaf gaman. Stundum er mikil rigning, stundum þarf að snúa við vegna vindsins.“ Kacper Agnar er með nokkur flott flugvélamódel inn í herberginu sínu.Vísir/Magnús Hlynur Það er allt fullt af tökkum og alls konar mælum inni í flugstjórnarklefanum en Kacper kann á alla takkana upp á tíu og les af mælunum eins og ekkert sé. En hver er uppáhalds flugvélin hans að fljúga? „Ég var að fljúga mjög mikið Boeing 737–800, sem er eiginlega uppáhalds flugvélin mín og mér finnst líka gaman að fljúga Airbus A–320 en núna er ég að fljúga á HondaJet 420, svona lítil viðskiptaflugvél,“ segir Kacper Agnar. Og þú getur bara valið veður, sem þú ætlar að fljúga í? „Já, ég get líka valið raunverulegt veður eins og það er úti, núna er til dæmis rigning og svo get ég valið flott veður með sól og hita. Ég er alveg ákveðinn að verða flugmaður þegar ég er orðinn stór og gera allt mitt besta til að verða góður flugmaður,“ segir Kacper Agnar, þrettán ára strákur í Njarðvík. Reykjanesbær Fréttir af flugi Krakkar Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Hér erum við að tala um Kacper Agnar, 13 ára nemanda í Njarðvíkurskóla. Hann er fæddur á Íslandi en foreldrar hans eru pólskir. Það var gaman að koma inn í herbergið hjá stráknum því þar er fullt af flugvélamódelum upp á hillum, flugvélabókum og svo eru það flugvélasætin og tölvan með stórum skjáum með flughermi þar sem Kacper Agnar eyðir sínum tíma meira og minna þegar hann er ekki í skólanum, að læra á mismunandi flugvélar og fljúga þeim um loftin blá. „Mér finnst bara alltaf gaman að fljúga, ég veit ekki af hverju ég hef svona mikinn áhuga, ég fæddist með flugáhuga. Núna er ég búinn að taka í kringum fimm þúsund tíma í herminum en ég byrjaði að fljúga í kringum 2018,“ segir Kacper Agnar. Og er þetta alltaf jafn skemmtilegt? „Já, spennan fer aldrei niður, það er alltaf gaman. Stundum er mikil rigning, stundum þarf að snúa við vegna vindsins.“ Kacper Agnar er með nokkur flott flugvélamódel inn í herberginu sínu.Vísir/Magnús Hlynur Það er allt fullt af tökkum og alls konar mælum inni í flugstjórnarklefanum en Kacper kann á alla takkana upp á tíu og les af mælunum eins og ekkert sé. En hver er uppáhalds flugvélin hans að fljúga? „Ég var að fljúga mjög mikið Boeing 737–800, sem er eiginlega uppáhalds flugvélin mín og mér finnst líka gaman að fljúga Airbus A–320 en núna er ég að fljúga á HondaJet 420, svona lítil viðskiptaflugvél,“ segir Kacper Agnar. Og þú getur bara valið veður, sem þú ætlar að fljúga í? „Já, ég get líka valið raunverulegt veður eins og það er úti, núna er til dæmis rigning og svo get ég valið flott veður með sól og hita. Ég er alveg ákveðinn að verða flugmaður þegar ég er orðinn stór og gera allt mitt besta til að verða góður flugmaður,“ segir Kacper Agnar, þrettán ára strákur í Njarðvík.
Reykjanesbær Fréttir af flugi Krakkar Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira