Málið undirstriki að samfélaginu stafi ógn af skipulagðri brotastarfsemi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. nóvember 2022 20:31 Runólfur Þórhallsson er aðstoðardeildarstjóri greiningardeildar ríkislögreglustjóra. Stöð 2/Arnar Koma hátt í þrjátíu meðlima vélhjólaklúbbsins Hells Angels til landsins undirstrikar að samfélaginu stafi ógn af skipulagðri brotastarfsemi. Þetta segir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra. Fimm verður vísað frá landinu í fyrramálið til viðbótar við þá tuttugu og tvo sem gert var að yfirgefa landið í morgun. Tuttugu og tveimur meðlimum samtakanna var vísað frá landi í morgun eftir mikinn viðbúnað á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi þar sem lögregla taldi þá ógn við þjóðaröryggi. Allir komu þeir til landsins með flugi frá Þýskalandi og Svíþjóð til þess að vera viðstaddir gleðskap með klúbbi samtakanna sem starfræktur er hér á landi. Lögregla var með fimm til viðbótar til skoðunar í dag. Þeir flugu hingað til lands í gegnum Kaupmannahöfn seint í gær en fjórir þeirra tilheyra samtökunum sem starfrækt eru í Þýskalandi. Útlendingastofnun féllst á frávísun í tilviki þeirra en sá fimmti sem var með þeim í för mun yfirgefa landið sjálfviljugur. Allir fara þeir af landinu á morgun. Starfsemin orðin alþjóðlegri Yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra segir komu meðlimanna til landsins undirstrika að samfélaginu stafi ógn af skipulagðri brotastarfsemi. Margir brotahópar séu starfandi hér á landi. „Þetta er orðið miklu alþjóðlegri starfsemi sem virðir engin landamæri þannig að þörfin fyrir samvinnu og upplýsingaskipti á milli löggæslustofnanna í Evrópu og á Norðurlöndunum er stór þáttur í þessu. Við sjáum að Norðurlöndin eru að berjast við skipulagða brotastarfsemi og þessa vélhjólaklúbba.“ Lögreglan glími við manneklu Fyrir ári síðan greindum við frá því að vélhjólasamtökin Bandidos, sem skilgreind eru sem glæpasamtök af alþjóðlegum lögreglustofnunum, væru að sækja í sig veðrið hér á landi. Runólfur segir að lögreglan gæti gert betur varðandi frumkvæðisrannsóknir þegar kemur að málaflokknum en embættin glími við manneklu. „Það þarf að forgangsraða verkefnum en við sjáum það núna á undanförnum mánuðum að það hafa verið í fjölmiðlum mjög stór mál sem tengjast þessum málaflokki þannig að ég tel að miðað við efni og aðstæður þá sé lögreglan að gera sitt allra besta í þessum málaflokki.“ Lögreglan Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Tuttugu og tveimur meðlimum samtakanna var vísað frá landi í morgun eftir mikinn viðbúnað á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi þar sem lögregla taldi þá ógn við þjóðaröryggi. Allir komu þeir til landsins með flugi frá Þýskalandi og Svíþjóð til þess að vera viðstaddir gleðskap með klúbbi samtakanna sem starfræktur er hér á landi. Lögregla var með fimm til viðbótar til skoðunar í dag. Þeir flugu hingað til lands í gegnum Kaupmannahöfn seint í gær en fjórir þeirra tilheyra samtökunum sem starfrækt eru í Þýskalandi. Útlendingastofnun féllst á frávísun í tilviki þeirra en sá fimmti sem var með þeim í för mun yfirgefa landið sjálfviljugur. Allir fara þeir af landinu á morgun. Starfsemin orðin alþjóðlegri Yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra segir komu meðlimanna til landsins undirstrika að samfélaginu stafi ógn af skipulagðri brotastarfsemi. Margir brotahópar séu starfandi hér á landi. „Þetta er orðið miklu alþjóðlegri starfsemi sem virðir engin landamæri þannig að þörfin fyrir samvinnu og upplýsingaskipti á milli löggæslustofnanna í Evrópu og á Norðurlöndunum er stór þáttur í þessu. Við sjáum að Norðurlöndin eru að berjast við skipulagða brotastarfsemi og þessa vélhjólaklúbba.“ Lögreglan glími við manneklu Fyrir ári síðan greindum við frá því að vélhjólasamtökin Bandidos, sem skilgreind eru sem glæpasamtök af alþjóðlegum lögreglustofnunum, væru að sækja í sig veðrið hér á landi. Runólfur segir að lögreglan gæti gert betur varðandi frumkvæðisrannsóknir þegar kemur að málaflokknum en embættin glími við manneklu. „Það þarf að forgangsraða verkefnum en við sjáum það núna á undanförnum mánuðum að það hafa verið í fjölmiðlum mjög stór mál sem tengjast þessum málaflokki þannig að ég tel að miðað við efni og aðstæður þá sé lögreglan að gera sitt allra besta í þessum málaflokki.“
Lögreglan Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira