Anníe Mist í sérstakri stöðu á sögulegum fyrsta heimslista CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2022 09:01 Anníe Mist Þórisdóttir verður í sérstakri stöðu þegar fyrsti heimslistinn verður settur saman enda eyddi hún heilu ári í liðakeppninni og því er óvissa um stigin sem hún færi fyrir það. Instagram/@anniethorisdottir CrossFit samtökin kynntu í gær til leiks nýjan heimslista í CrossFit íþróttinni líkt og við þekkjum svo vel í golfi og tennis. Frá og með næsta tímabili þá mun besta CrossFit fólk heims vita í hvaða sæti það er í heiminum og hvort það er á uppleið eða niðurleið. CrossFit samtökin kynntu í gær þetta nýtt stigakerfi sem mun raða besta íþróttafólkinu upp eftir árangri þeirra á öllum stigum á heimsleikatímabilinu. Kerfið mun nota árangur síðustu tveggja ára á undan til að raða fólkinu upp og um leið og keppendur bæta við nýjum hluta á leið sínum á heimsleikanna þá detta gömlu upplýsingarnar út á móti. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit fólkið getur unnið sér inn stig í opna hlutanum, átta manna úrslitum, undanúrslitum og svo að sjálfsögðu á heimsleikunum sjálfum. Besta CrossFit fólkið mun ekki aðeins vita stöðuna á sér á heimslistanum heldur mun góð staða þar einnig hjálpa því inn á heimsleikana. Svæðakeppnin í undanúrslitum mun hafa ákveðin mörg föst sæti sem skila þátttökurétt á heimsleikunum en fyrir hver undanúrslit mun bætast við aukasæti út frá stöðu keppenda frá því svæði á heimslistanum. Góð staða keppenda frá ákveðnum svæði á heimsleikunum mun þannig fjölga sætum í boði í þeirra svæðakeppni. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Evrópa hefur sem dæmi fimm föst sæti hjá hvor kyni en það má búast við því að góða staða keppenda á heimslistanum kalli á fleiri sæti. Hvað gera þau með Anníe Mist? Ein stór spurning varðandi þetta nýja stigakerfi snýr að Anníe Mist Þórisdóttur og fólki í hennar stöðu. Anníe Mist keppti nefnilega ekki í einstaklingskeppninni á síðasta ári heldur í liðakeppninni. Fari svo sem búist er við, að hún keppi aftur sem einstaklingur, þá er það stóra spurningin um það hvort hún fái þá engin stig fyrir síðasta tímabil eða mun frammistaða hennar í liðakeppninni nýtast henni í stigasöfnuninni. Það er öllum ljóst að Anníe Mist er enn í hópi bestu CrossFit kvenna heims og þetta kæmi því mjög klaufalega og kjánalega út. Það sýnir líka að það þarf að vanda til verka í þessu sem CrossFit samtökin eru vonandi að gera. Hvað þá með Söru Sigmunds? Önnur spurning snýr að Söru Sigmundsdóttur og því íþróttafólki sem missir úr tímabil vegna meiðsla. Sara fær engin stig fyrir 2021 tímabilið þar sem hún missti af því eftir að hafa slitið krossband. Stigaleysið á því ári hefur auðvitað mikil áhrif á hennar stöðu á heimslistanum. Á móti kemur að Anníe Mist og Sara gætu þá hækkað sig fljótt með góðri frammistöðu í undankeppni heimsleikanna á næsta ári. Það er búist við því að frekari upplýsingar um stigagjöfina og röð keppenda á fyrsta heimslistanum verði tilkynnt áður en opni hluti undankeppni heimsleikanna hefst á næsta ári. Hér fyrir neðan má sjá kynningu hjá CrossFit samtökunum á þessum breytingum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=jXYXj8TDpaA">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Utan vallar: Óróapúls óskast Handbolti Fleiri fréttir Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Utan vallar: Óróapúls óskast Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Öll að koma til eftir fólskulegt brot Kært vegna rasisma í Garðabæ Önnur U-beygja og Hafsteinn gæti enn mætt Íslandi Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Dagskráin í dag: Stórleikir í körfuboltanum og þýsk stórlið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Sjá meira
CrossFit samtökin kynntu í gær þetta nýtt stigakerfi sem mun raða besta íþróttafólkinu upp eftir árangri þeirra á öllum stigum á heimsleikatímabilinu. Kerfið mun nota árangur síðustu tveggja ára á undan til að raða fólkinu upp og um leið og keppendur bæta við nýjum hluta á leið sínum á heimsleikanna þá detta gömlu upplýsingarnar út á móti. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit fólkið getur unnið sér inn stig í opna hlutanum, átta manna úrslitum, undanúrslitum og svo að sjálfsögðu á heimsleikunum sjálfum. Besta CrossFit fólkið mun ekki aðeins vita stöðuna á sér á heimslistanum heldur mun góð staða þar einnig hjálpa því inn á heimsleikana. Svæðakeppnin í undanúrslitum mun hafa ákveðin mörg föst sæti sem skila þátttökurétt á heimsleikunum en fyrir hver undanúrslit mun bætast við aukasæti út frá stöðu keppenda frá því svæði á heimslistanum. Góð staða keppenda frá ákveðnum svæði á heimsleikunum mun þannig fjölga sætum í boði í þeirra svæðakeppni. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Evrópa hefur sem dæmi fimm föst sæti hjá hvor kyni en það má búast við því að góða staða keppenda á heimslistanum kalli á fleiri sæti. Hvað gera þau með Anníe Mist? Ein stór spurning varðandi þetta nýja stigakerfi snýr að Anníe Mist Þórisdóttur og fólki í hennar stöðu. Anníe Mist keppti nefnilega ekki í einstaklingskeppninni á síðasta ári heldur í liðakeppninni. Fari svo sem búist er við, að hún keppi aftur sem einstaklingur, þá er það stóra spurningin um það hvort hún fái þá engin stig fyrir síðasta tímabil eða mun frammistaða hennar í liðakeppninni nýtast henni í stigasöfnuninni. Það er öllum ljóst að Anníe Mist er enn í hópi bestu CrossFit kvenna heims og þetta kæmi því mjög klaufalega og kjánalega út. Það sýnir líka að það þarf að vanda til verka í þessu sem CrossFit samtökin eru vonandi að gera. Hvað þá með Söru Sigmunds? Önnur spurning snýr að Söru Sigmundsdóttur og því íþróttafólki sem missir úr tímabil vegna meiðsla. Sara fær engin stig fyrir 2021 tímabilið þar sem hún missti af því eftir að hafa slitið krossband. Stigaleysið á því ári hefur auðvitað mikil áhrif á hennar stöðu á heimslistanum. Á móti kemur að Anníe Mist og Sara gætu þá hækkað sig fljótt með góðri frammistöðu í undankeppni heimsleikanna á næsta ári. Það er búist við því að frekari upplýsingar um stigagjöfina og röð keppenda á fyrsta heimslistanum verði tilkynnt áður en opni hluti undankeppni heimsleikanna hefst á næsta ári. Hér fyrir neðan má sjá kynningu hjá CrossFit samtökunum á þessum breytingum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=jXYXj8TDpaA">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Utan vallar: Óróapúls óskast Handbolti Fleiri fréttir Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Utan vallar: Óróapúls óskast Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Öll að koma til eftir fólskulegt brot Kært vegna rasisma í Garðabæ Önnur U-beygja og Hafsteinn gæti enn mætt Íslandi Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Dagskráin í dag: Stórleikir í körfuboltanum og þýsk stórlið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Sjá meira