Baugsmálið - minningarorð Gestur Jónsson skrifar 10. nóvember 2022 14:51 Síðasta fimmtudag lauk Baugsmálinu svokallaða í Hæstarétti. Skjólstæðingur minn Jón Ásgeir Jóhannesson var með endanlegum dómi sýknaður af öllu því sem eftir stóð af upphaflegu ákærunni nema hvað hann var sakfelldur fyrir bókhaldsbrot í hluta eins ákæruliðarins. Fyrri mál ákæruvaldsins gegn Jóni Ásgeiri höfðu endað með sýknu eða að sakargiftum var vísað frá dómi.“ Þessi orð skrifaði ég 7. júní 2008 eftir að ákæruvaldið hafði beðið nánast algjört skipbrot með tvær risastórar ákærur í 59 liðum í framhaldi af húsleit hjá Baugi sem gerð var 28. ágúst 2002. Á þeirri stundu óraði mig ekki fyrir því að enn væri langt í land. Hafði hreinlega ekki hugmyndaflug til þess að trúa því að þriðja ákæran í Baugsmálinu yrði gefin út rétt fyrir jólin 2008 og framundan væri 14 ára barátta fyrir dómstólum til viðbótar þeim 6 árum sem skjólstæðingur minn hafði þegar haft réttarstöðu sakbornings. Sú varð samt raunin. Í ákærunni 2008 var Jóni Ásgeiri gefið að sök að bera ábyrgð á 880 milljón króna vanframtöldum tekjum sem leitt hefði til 240 milljón króna vangreiðslu skatta. Stærstum hluta ákærunnar var vísað frá héraðsdómi vorið 2010. Hæstiréttur samþykkti ekki frávísun heldur vísaði málinu heim í hérað til efnismeðferðar á ný. Héraðsdómur tók við málinu aftur og upp var kveðinn efnisdómur í desember 2011. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem sakfelldi Jón Ásgeir fyrir að bera ábyrgð á 190 milljón króna vanframtöldum tekjum sem hafi leitt til vangreiðslu skatta að fjárhæð 33 milljónir króna. Var hann dæmdur í skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 62 milljón króna sektar. Jón Ásgeir kærði málsmeðferðina til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE). Þar gekk dómur í maí 2017. Niðurstaðan var að málsmeðferðin hafi brotið gegn réttindum kærandans. Á grundvelli þess var óskað endurupptöku hæstaréttarmálsins og var sú beiðni samþykkt af endurupptökunefnd í apríl 2018. Með heimild endurupptökunefndar að vopni var leitað til Hæstaréttar um að fá málið dæmt að nýju. Hæstiréttur neitaði því. Vísaði málinu frá dómi á þeim grundvelli að ekki væri heimild í íslenskum lögum til þess að endurskoða dóm Hæstaréttar. Þessi niðurstaða leiddi til þess að enn var Ísland kært til MDE og nú á þeim grundvelli að Ísland veitti þegnum sínum ekki réttindi samkvæmt mannréttindasáttmála Evrópu þótt MDE hefði staðfest að þau væru fyrir hendi. Leiddi þetta til lagabreytinga og stofnunar endurupptökudóms. Endurupptökudómur heimilaði endurupptöku þriðju ákæru Baugsmálsins í janúar á þessu ári. Þar með var felldur úr gildi dómur Hæstaréttar frá 2013. Var málið tekið fyrir og flutt fyrir Hæstarétti Íslands 19. október sl. Við flutning málsins fyrir réttinum stóðu eftir sakir á hendur Jóni Ásgeiri um að hann hafi borið ábyrgð á vanframtöldum greiðslum frá Baugi að fjárhæð 19 milljónir króna sem er nálægt því að vera 2% af því sem hann hafði verið ákærður fyrir. Vangreiðsla skatta sem af þessu átti að leiða var sögð rúmar 7 milljónir króna sem er um 3% vangreiðslunnar sem ákært var fyrir. Með öðrum orðum hafði 97% upphaflegu ákærunnar horfið við málsmeðferðina vegna þess að sýknað hafði verið eða ákæruliðum vísað frá dómi. Í dómi Hæstaréttar 9. nóvember 2022 var öllum ákæruliðum vegna persónulegra skattskila Jóns Ásgeirs vísað frá dómi. Stóðu þá eftir sakir vegna ábyrgðar hans á vangreiddum sköttum Baugs að fjárhæð rúmar 7 milljónir króna. Niðurstaða Hæstaréttar var að ekki skuli refsað fyrir þær sakir sem leiðir til þess að Jón Ásgeir á rétt á endurgreiðslu sektarinnar sem hann hafði greitt vegna dómsins frá 2013. Atvikin sem um var dæmt voru skattskil áranna 1998, 1999 og 2000. Nú, þegar upp er staðið eftir rúmlega 20 ára samfelldan málarekstur, er eini refsidómurinn sem eftir stendur á hendur Jóni Ásgeiri sakfelling samkvæmt einum undirlið í 15. lið annarrar ákæru Baugsmálsins sem leiddi til skilorðsbundinnar refsingar. Hún er ekki mikil eftirtekjan í þessu „stærsta efnahagsbrotamáli Íslandssögunnar“. Jón Ásgeir fæddist árið 1968 og var því þrítugur við upphaf þessarar sögu. Af reynslu get ég sagt að fátt reynist manni erfiðara í lífinu en að vera borinn sökum um refsivert brot. Að meðferð refsimáls á hendur einstaklingi taki meira en tuttugu ár vona ég að gerist aldrei aftur. Ég leyfi mér að trúa því að dómur Hæstaréttar nú sé endir Baugsmálsins. Höfundur er hrl. og verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómsmál Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Sjá meira
Síðasta fimmtudag lauk Baugsmálinu svokallaða í Hæstarétti. Skjólstæðingur minn Jón Ásgeir Jóhannesson var með endanlegum dómi sýknaður af öllu því sem eftir stóð af upphaflegu ákærunni nema hvað hann var sakfelldur fyrir bókhaldsbrot í hluta eins ákæruliðarins. Fyrri mál ákæruvaldsins gegn Jóni Ásgeiri höfðu endað með sýknu eða að sakargiftum var vísað frá dómi.“ Þessi orð skrifaði ég 7. júní 2008 eftir að ákæruvaldið hafði beðið nánast algjört skipbrot með tvær risastórar ákærur í 59 liðum í framhaldi af húsleit hjá Baugi sem gerð var 28. ágúst 2002. Á þeirri stundu óraði mig ekki fyrir því að enn væri langt í land. Hafði hreinlega ekki hugmyndaflug til þess að trúa því að þriðja ákæran í Baugsmálinu yrði gefin út rétt fyrir jólin 2008 og framundan væri 14 ára barátta fyrir dómstólum til viðbótar þeim 6 árum sem skjólstæðingur minn hafði þegar haft réttarstöðu sakbornings. Sú varð samt raunin. Í ákærunni 2008 var Jóni Ásgeiri gefið að sök að bera ábyrgð á 880 milljón króna vanframtöldum tekjum sem leitt hefði til 240 milljón króna vangreiðslu skatta. Stærstum hluta ákærunnar var vísað frá héraðsdómi vorið 2010. Hæstiréttur samþykkti ekki frávísun heldur vísaði málinu heim í hérað til efnismeðferðar á ný. Héraðsdómur tók við málinu aftur og upp var kveðinn efnisdómur í desember 2011. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem sakfelldi Jón Ásgeir fyrir að bera ábyrgð á 190 milljón króna vanframtöldum tekjum sem hafi leitt til vangreiðslu skatta að fjárhæð 33 milljónir króna. Var hann dæmdur í skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 62 milljón króna sektar. Jón Ásgeir kærði málsmeðferðina til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE). Þar gekk dómur í maí 2017. Niðurstaðan var að málsmeðferðin hafi brotið gegn réttindum kærandans. Á grundvelli þess var óskað endurupptöku hæstaréttarmálsins og var sú beiðni samþykkt af endurupptökunefnd í apríl 2018. Með heimild endurupptökunefndar að vopni var leitað til Hæstaréttar um að fá málið dæmt að nýju. Hæstiréttur neitaði því. Vísaði málinu frá dómi á þeim grundvelli að ekki væri heimild í íslenskum lögum til þess að endurskoða dóm Hæstaréttar. Þessi niðurstaða leiddi til þess að enn var Ísland kært til MDE og nú á þeim grundvelli að Ísland veitti þegnum sínum ekki réttindi samkvæmt mannréttindasáttmála Evrópu þótt MDE hefði staðfest að þau væru fyrir hendi. Leiddi þetta til lagabreytinga og stofnunar endurupptökudóms. Endurupptökudómur heimilaði endurupptöku þriðju ákæru Baugsmálsins í janúar á þessu ári. Þar með var felldur úr gildi dómur Hæstaréttar frá 2013. Var málið tekið fyrir og flutt fyrir Hæstarétti Íslands 19. október sl. Við flutning málsins fyrir réttinum stóðu eftir sakir á hendur Jóni Ásgeiri um að hann hafi borið ábyrgð á vanframtöldum greiðslum frá Baugi að fjárhæð 19 milljónir króna sem er nálægt því að vera 2% af því sem hann hafði verið ákærður fyrir. Vangreiðsla skatta sem af þessu átti að leiða var sögð rúmar 7 milljónir króna sem er um 3% vangreiðslunnar sem ákært var fyrir. Með öðrum orðum hafði 97% upphaflegu ákærunnar horfið við málsmeðferðina vegna þess að sýknað hafði verið eða ákæruliðum vísað frá dómi. Í dómi Hæstaréttar 9. nóvember 2022 var öllum ákæruliðum vegna persónulegra skattskila Jóns Ásgeirs vísað frá dómi. Stóðu þá eftir sakir vegna ábyrgðar hans á vangreiddum sköttum Baugs að fjárhæð rúmar 7 milljónir króna. Niðurstaða Hæstaréttar var að ekki skuli refsað fyrir þær sakir sem leiðir til þess að Jón Ásgeir á rétt á endurgreiðslu sektarinnar sem hann hafði greitt vegna dómsins frá 2013. Atvikin sem um var dæmt voru skattskil áranna 1998, 1999 og 2000. Nú, þegar upp er staðið eftir rúmlega 20 ára samfelldan málarekstur, er eini refsidómurinn sem eftir stendur á hendur Jóni Ásgeiri sakfelling samkvæmt einum undirlið í 15. lið annarrar ákæru Baugsmálsins sem leiddi til skilorðsbundinnar refsingar. Hún er ekki mikil eftirtekjan í þessu „stærsta efnahagsbrotamáli Íslandssögunnar“. Jón Ásgeir fæddist árið 1968 og var því þrítugur við upphaf þessarar sögu. Af reynslu get ég sagt að fátt reynist manni erfiðara í lífinu en að vera borinn sökum um refsivert brot. Að meðferð refsimáls á hendur einstaklingi taki meira en tuttugu ár vona ég að gerist aldrei aftur. Ég leyfi mér að trúa því að dómur Hæstaréttar nú sé endir Baugsmálsins. Höfundur er hrl. og verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun