Baugsmálið - minningarorð Gestur Jónsson skrifar 10. nóvember 2022 14:51 Síðasta fimmtudag lauk Baugsmálinu svokallaða í Hæstarétti. Skjólstæðingur minn Jón Ásgeir Jóhannesson var með endanlegum dómi sýknaður af öllu því sem eftir stóð af upphaflegu ákærunni nema hvað hann var sakfelldur fyrir bókhaldsbrot í hluta eins ákæruliðarins. Fyrri mál ákæruvaldsins gegn Jóni Ásgeiri höfðu endað með sýknu eða að sakargiftum var vísað frá dómi.“ Þessi orð skrifaði ég 7. júní 2008 eftir að ákæruvaldið hafði beðið nánast algjört skipbrot með tvær risastórar ákærur í 59 liðum í framhaldi af húsleit hjá Baugi sem gerð var 28. ágúst 2002. Á þeirri stundu óraði mig ekki fyrir því að enn væri langt í land. Hafði hreinlega ekki hugmyndaflug til þess að trúa því að þriðja ákæran í Baugsmálinu yrði gefin út rétt fyrir jólin 2008 og framundan væri 14 ára barátta fyrir dómstólum til viðbótar þeim 6 árum sem skjólstæðingur minn hafði þegar haft réttarstöðu sakbornings. Sú varð samt raunin. Í ákærunni 2008 var Jóni Ásgeiri gefið að sök að bera ábyrgð á 880 milljón króna vanframtöldum tekjum sem leitt hefði til 240 milljón króna vangreiðslu skatta. Stærstum hluta ákærunnar var vísað frá héraðsdómi vorið 2010. Hæstiréttur samþykkti ekki frávísun heldur vísaði málinu heim í hérað til efnismeðferðar á ný. Héraðsdómur tók við málinu aftur og upp var kveðinn efnisdómur í desember 2011. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem sakfelldi Jón Ásgeir fyrir að bera ábyrgð á 190 milljón króna vanframtöldum tekjum sem hafi leitt til vangreiðslu skatta að fjárhæð 33 milljónir króna. Var hann dæmdur í skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 62 milljón króna sektar. Jón Ásgeir kærði málsmeðferðina til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE). Þar gekk dómur í maí 2017. Niðurstaðan var að málsmeðferðin hafi brotið gegn réttindum kærandans. Á grundvelli þess var óskað endurupptöku hæstaréttarmálsins og var sú beiðni samþykkt af endurupptökunefnd í apríl 2018. Með heimild endurupptökunefndar að vopni var leitað til Hæstaréttar um að fá málið dæmt að nýju. Hæstiréttur neitaði því. Vísaði málinu frá dómi á þeim grundvelli að ekki væri heimild í íslenskum lögum til þess að endurskoða dóm Hæstaréttar. Þessi niðurstaða leiddi til þess að enn var Ísland kært til MDE og nú á þeim grundvelli að Ísland veitti þegnum sínum ekki réttindi samkvæmt mannréttindasáttmála Evrópu þótt MDE hefði staðfest að þau væru fyrir hendi. Leiddi þetta til lagabreytinga og stofnunar endurupptökudóms. Endurupptökudómur heimilaði endurupptöku þriðju ákæru Baugsmálsins í janúar á þessu ári. Þar með var felldur úr gildi dómur Hæstaréttar frá 2013. Var málið tekið fyrir og flutt fyrir Hæstarétti Íslands 19. október sl. Við flutning málsins fyrir réttinum stóðu eftir sakir á hendur Jóni Ásgeiri um að hann hafi borið ábyrgð á vanframtöldum greiðslum frá Baugi að fjárhæð 19 milljónir króna sem er nálægt því að vera 2% af því sem hann hafði verið ákærður fyrir. Vangreiðsla skatta sem af þessu átti að leiða var sögð rúmar 7 milljónir króna sem er um 3% vangreiðslunnar sem ákært var fyrir. Með öðrum orðum hafði 97% upphaflegu ákærunnar horfið við málsmeðferðina vegna þess að sýknað hafði verið eða ákæruliðum vísað frá dómi. Í dómi Hæstaréttar 9. nóvember 2022 var öllum ákæruliðum vegna persónulegra skattskila Jóns Ásgeirs vísað frá dómi. Stóðu þá eftir sakir vegna ábyrgðar hans á vangreiddum sköttum Baugs að fjárhæð rúmar 7 milljónir króna. Niðurstaða Hæstaréttar var að ekki skuli refsað fyrir þær sakir sem leiðir til þess að Jón Ásgeir á rétt á endurgreiðslu sektarinnar sem hann hafði greitt vegna dómsins frá 2013. Atvikin sem um var dæmt voru skattskil áranna 1998, 1999 og 2000. Nú, þegar upp er staðið eftir rúmlega 20 ára samfelldan málarekstur, er eini refsidómurinn sem eftir stendur á hendur Jóni Ásgeiri sakfelling samkvæmt einum undirlið í 15. lið annarrar ákæru Baugsmálsins sem leiddi til skilorðsbundinnar refsingar. Hún er ekki mikil eftirtekjan í þessu „stærsta efnahagsbrotamáli Íslandssögunnar“. Jón Ásgeir fæddist árið 1968 og var því þrítugur við upphaf þessarar sögu. Af reynslu get ég sagt að fátt reynist manni erfiðara í lífinu en að vera borinn sökum um refsivert brot. Að meðferð refsimáls á hendur einstaklingi taki meira en tuttugu ár vona ég að gerist aldrei aftur. Ég leyfi mér að trúa því að dómur Hæstaréttar nú sé endir Baugsmálsins. Höfundur er hrl. og verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómsmál Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Síðasta fimmtudag lauk Baugsmálinu svokallaða í Hæstarétti. Skjólstæðingur minn Jón Ásgeir Jóhannesson var með endanlegum dómi sýknaður af öllu því sem eftir stóð af upphaflegu ákærunni nema hvað hann var sakfelldur fyrir bókhaldsbrot í hluta eins ákæruliðarins. Fyrri mál ákæruvaldsins gegn Jóni Ásgeiri höfðu endað með sýknu eða að sakargiftum var vísað frá dómi.“ Þessi orð skrifaði ég 7. júní 2008 eftir að ákæruvaldið hafði beðið nánast algjört skipbrot með tvær risastórar ákærur í 59 liðum í framhaldi af húsleit hjá Baugi sem gerð var 28. ágúst 2002. Á þeirri stundu óraði mig ekki fyrir því að enn væri langt í land. Hafði hreinlega ekki hugmyndaflug til þess að trúa því að þriðja ákæran í Baugsmálinu yrði gefin út rétt fyrir jólin 2008 og framundan væri 14 ára barátta fyrir dómstólum til viðbótar þeim 6 árum sem skjólstæðingur minn hafði þegar haft réttarstöðu sakbornings. Sú varð samt raunin. Í ákærunni 2008 var Jóni Ásgeiri gefið að sök að bera ábyrgð á 880 milljón króna vanframtöldum tekjum sem leitt hefði til 240 milljón króna vangreiðslu skatta. Stærstum hluta ákærunnar var vísað frá héraðsdómi vorið 2010. Hæstiréttur samþykkti ekki frávísun heldur vísaði málinu heim í hérað til efnismeðferðar á ný. Héraðsdómur tók við málinu aftur og upp var kveðinn efnisdómur í desember 2011. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem sakfelldi Jón Ásgeir fyrir að bera ábyrgð á 190 milljón króna vanframtöldum tekjum sem hafi leitt til vangreiðslu skatta að fjárhæð 33 milljónir króna. Var hann dæmdur í skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 62 milljón króna sektar. Jón Ásgeir kærði málsmeðferðina til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE). Þar gekk dómur í maí 2017. Niðurstaðan var að málsmeðferðin hafi brotið gegn réttindum kærandans. Á grundvelli þess var óskað endurupptöku hæstaréttarmálsins og var sú beiðni samþykkt af endurupptökunefnd í apríl 2018. Með heimild endurupptökunefndar að vopni var leitað til Hæstaréttar um að fá málið dæmt að nýju. Hæstiréttur neitaði því. Vísaði málinu frá dómi á þeim grundvelli að ekki væri heimild í íslenskum lögum til þess að endurskoða dóm Hæstaréttar. Þessi niðurstaða leiddi til þess að enn var Ísland kært til MDE og nú á þeim grundvelli að Ísland veitti þegnum sínum ekki réttindi samkvæmt mannréttindasáttmála Evrópu þótt MDE hefði staðfest að þau væru fyrir hendi. Leiddi þetta til lagabreytinga og stofnunar endurupptökudóms. Endurupptökudómur heimilaði endurupptöku þriðju ákæru Baugsmálsins í janúar á þessu ári. Þar með var felldur úr gildi dómur Hæstaréttar frá 2013. Var málið tekið fyrir og flutt fyrir Hæstarétti Íslands 19. október sl. Við flutning málsins fyrir réttinum stóðu eftir sakir á hendur Jóni Ásgeiri um að hann hafi borið ábyrgð á vanframtöldum greiðslum frá Baugi að fjárhæð 19 milljónir króna sem er nálægt því að vera 2% af því sem hann hafði verið ákærður fyrir. Vangreiðsla skatta sem af þessu átti að leiða var sögð rúmar 7 milljónir króna sem er um 3% vangreiðslunnar sem ákært var fyrir. Með öðrum orðum hafði 97% upphaflegu ákærunnar horfið við málsmeðferðina vegna þess að sýknað hafði verið eða ákæruliðum vísað frá dómi. Í dómi Hæstaréttar 9. nóvember 2022 var öllum ákæruliðum vegna persónulegra skattskila Jóns Ásgeirs vísað frá dómi. Stóðu þá eftir sakir vegna ábyrgðar hans á vangreiddum sköttum Baugs að fjárhæð rúmar 7 milljónir króna. Niðurstaða Hæstaréttar var að ekki skuli refsað fyrir þær sakir sem leiðir til þess að Jón Ásgeir á rétt á endurgreiðslu sektarinnar sem hann hafði greitt vegna dómsins frá 2013. Atvikin sem um var dæmt voru skattskil áranna 1998, 1999 og 2000. Nú, þegar upp er staðið eftir rúmlega 20 ára samfelldan málarekstur, er eini refsidómurinn sem eftir stendur á hendur Jóni Ásgeiri sakfelling samkvæmt einum undirlið í 15. lið annarrar ákæru Baugsmálsins sem leiddi til skilorðsbundinnar refsingar. Hún er ekki mikil eftirtekjan í þessu „stærsta efnahagsbrotamáli Íslandssögunnar“. Jón Ásgeir fæddist árið 1968 og var því þrítugur við upphaf þessarar sögu. Af reynslu get ég sagt að fátt reynist manni erfiðara í lífinu en að vera borinn sökum um refsivert brot. Að meðferð refsimáls á hendur einstaklingi taki meira en tuttugu ár vona ég að gerist aldrei aftur. Ég leyfi mér að trúa því að dómur Hæstaréttar nú sé endir Baugsmálsins. Höfundur er hrl. og verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun