Frá í þrjá til fjóra mánuði eftir að hafa verið skorinn á púls í leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2022 13:02 Evander Kane brunar inn í klefa eftir að hafa óvart verið skorinn á púls í leik. AP/Jason Behnken Íshokkíleikmaðurinn Evander Kane varð fyrir mjög óskemmtilegri lífsreynslu í NHL-deildinni á dögunum. Kane spilar með Edmonton Oilers liðinu og atvikið hrikalega varð í 3-2 sigurleik liðsins á móti Tampa Bay Lightning á þriðjudaginn. Wishing @evanderkane a speedy recovery. pic.twitter.com/q20tiW8PN2— Sportsnet (@Sportsnet) November 9, 2022 Kane og Philippe Myers, varnarmaður Lightning, lentu þá saman á vellinum og duttu á ísinn. Þar kom Pat Maroon, framherji Tampa Bay, á ferðinni og tókst honum á óviljandi og óheppilegan hátt að skera Kane á púls með skautanum sínum. Evander Kane spilar ekki með Edmonton Oilers á næstunni.Getty/Derek Leung Kane greip skiljanlega um úlnliðinn sinn og brunaði beint inn í klefa. Hann var síðan fluttur á sjúkrahús þar sem gert var að sárum hans. Edmonton Oilers setti leikmanninn á sjúkralistann þar sem hann verður næstu mánuðina. Talið er að hann verði frá keppni í þrjá til fjóra mánuði. Kane skrifaði undir fjögurra ára samning við Oilers liðið í sumar en hann fær 20,5 milljónir dollara fyrir hann. Hann er með fimm mörk og átta stoðsendingar í þrettán leikjum á þessari leiktíð. „Ég vil þakka öllum fyrir allar hlýju kveðjurnar og bænirnar á síðustu klukkutímum. Auðvitað var þetta einstaklega ógnvekjandi stund í gærkvöldi og ég er enn í svolitlu áfalli,“ sagði Evander Kane í yfirlýsingu frá félaginu. „Ég vil þakka öllu starfsliðinu hjá bæði Edmonton Oilers og Tampa Bay Lightning, sem og læknum og hjúkrunarliði sem kom mér til hjálpar og hugaði að þessum meiðslum mínum. Án ykkar hefði þetta getað endað miklu verr og ég er mjög þakklátur,“ sagði Kane. Wishing the best for Evander Kane. pic.twitter.com/brLO32VwAk— SiriusXM NHL Network Radio (@SiriusXMNHL) November 9, 2022 Íshokkí Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira
Kane spilar með Edmonton Oilers liðinu og atvikið hrikalega varð í 3-2 sigurleik liðsins á móti Tampa Bay Lightning á þriðjudaginn. Wishing @evanderkane a speedy recovery. pic.twitter.com/q20tiW8PN2— Sportsnet (@Sportsnet) November 9, 2022 Kane og Philippe Myers, varnarmaður Lightning, lentu þá saman á vellinum og duttu á ísinn. Þar kom Pat Maroon, framherji Tampa Bay, á ferðinni og tókst honum á óviljandi og óheppilegan hátt að skera Kane á púls með skautanum sínum. Evander Kane spilar ekki með Edmonton Oilers á næstunni.Getty/Derek Leung Kane greip skiljanlega um úlnliðinn sinn og brunaði beint inn í klefa. Hann var síðan fluttur á sjúkrahús þar sem gert var að sárum hans. Edmonton Oilers setti leikmanninn á sjúkralistann þar sem hann verður næstu mánuðina. Talið er að hann verði frá keppni í þrjá til fjóra mánuði. Kane skrifaði undir fjögurra ára samning við Oilers liðið í sumar en hann fær 20,5 milljónir dollara fyrir hann. Hann er með fimm mörk og átta stoðsendingar í þrettán leikjum á þessari leiktíð. „Ég vil þakka öllum fyrir allar hlýju kveðjurnar og bænirnar á síðustu klukkutímum. Auðvitað var þetta einstaklega ógnvekjandi stund í gærkvöldi og ég er enn í svolitlu áfalli,“ sagði Evander Kane í yfirlýsingu frá félaginu. „Ég vil þakka öllu starfsliðinu hjá bæði Edmonton Oilers og Tampa Bay Lightning, sem og læknum og hjúkrunarliði sem kom mér til hjálpar og hugaði að þessum meiðslum mínum. Án ykkar hefði þetta getað endað miklu verr og ég er mjög þakklátur,“ sagði Kane. Wishing the best for Evander Kane. pic.twitter.com/brLO32VwAk— SiriusXM NHL Network Radio (@SiriusXMNHL) November 9, 2022
Íshokkí Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira