Frá í þrjá til fjóra mánuði eftir að hafa verið skorinn á púls í leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2022 13:02 Evander Kane brunar inn í klefa eftir að hafa óvart verið skorinn á púls í leik. AP/Jason Behnken Íshokkíleikmaðurinn Evander Kane varð fyrir mjög óskemmtilegri lífsreynslu í NHL-deildinni á dögunum. Kane spilar með Edmonton Oilers liðinu og atvikið hrikalega varð í 3-2 sigurleik liðsins á móti Tampa Bay Lightning á þriðjudaginn. Wishing @evanderkane a speedy recovery. pic.twitter.com/q20tiW8PN2— Sportsnet (@Sportsnet) November 9, 2022 Kane og Philippe Myers, varnarmaður Lightning, lentu þá saman á vellinum og duttu á ísinn. Þar kom Pat Maroon, framherji Tampa Bay, á ferðinni og tókst honum á óviljandi og óheppilegan hátt að skera Kane á púls með skautanum sínum. Evander Kane spilar ekki með Edmonton Oilers á næstunni.Getty/Derek Leung Kane greip skiljanlega um úlnliðinn sinn og brunaði beint inn í klefa. Hann var síðan fluttur á sjúkrahús þar sem gert var að sárum hans. Edmonton Oilers setti leikmanninn á sjúkralistann þar sem hann verður næstu mánuðina. Talið er að hann verði frá keppni í þrjá til fjóra mánuði. Kane skrifaði undir fjögurra ára samning við Oilers liðið í sumar en hann fær 20,5 milljónir dollara fyrir hann. Hann er með fimm mörk og átta stoðsendingar í þrettán leikjum á þessari leiktíð. „Ég vil þakka öllum fyrir allar hlýju kveðjurnar og bænirnar á síðustu klukkutímum. Auðvitað var þetta einstaklega ógnvekjandi stund í gærkvöldi og ég er enn í svolitlu áfalli,“ sagði Evander Kane í yfirlýsingu frá félaginu. „Ég vil þakka öllu starfsliðinu hjá bæði Edmonton Oilers og Tampa Bay Lightning, sem og læknum og hjúkrunarliði sem kom mér til hjálpar og hugaði að þessum meiðslum mínum. Án ykkar hefði þetta getað endað miklu verr og ég er mjög þakklátur,“ sagði Kane. Wishing the best for Evander Kane. pic.twitter.com/brLO32VwAk— SiriusXM NHL Network Radio (@SiriusXMNHL) November 9, 2022 Íshokkí Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Sjá meira
Kane spilar með Edmonton Oilers liðinu og atvikið hrikalega varð í 3-2 sigurleik liðsins á móti Tampa Bay Lightning á þriðjudaginn. Wishing @evanderkane a speedy recovery. pic.twitter.com/q20tiW8PN2— Sportsnet (@Sportsnet) November 9, 2022 Kane og Philippe Myers, varnarmaður Lightning, lentu þá saman á vellinum og duttu á ísinn. Þar kom Pat Maroon, framherji Tampa Bay, á ferðinni og tókst honum á óviljandi og óheppilegan hátt að skera Kane á púls með skautanum sínum. Evander Kane spilar ekki með Edmonton Oilers á næstunni.Getty/Derek Leung Kane greip skiljanlega um úlnliðinn sinn og brunaði beint inn í klefa. Hann var síðan fluttur á sjúkrahús þar sem gert var að sárum hans. Edmonton Oilers setti leikmanninn á sjúkralistann þar sem hann verður næstu mánuðina. Talið er að hann verði frá keppni í þrjá til fjóra mánuði. Kane skrifaði undir fjögurra ára samning við Oilers liðið í sumar en hann fær 20,5 milljónir dollara fyrir hann. Hann er með fimm mörk og átta stoðsendingar í þrettán leikjum á þessari leiktíð. „Ég vil þakka öllum fyrir allar hlýju kveðjurnar og bænirnar á síðustu klukkutímum. Auðvitað var þetta einstaklega ógnvekjandi stund í gærkvöldi og ég er enn í svolitlu áfalli,“ sagði Evander Kane í yfirlýsingu frá félaginu. „Ég vil þakka öllu starfsliðinu hjá bæði Edmonton Oilers og Tampa Bay Lightning, sem og læknum og hjúkrunarliði sem kom mér til hjálpar og hugaði að þessum meiðslum mínum. Án ykkar hefði þetta getað endað miklu verr og ég er mjög þakklátur,“ sagði Kane. Wishing the best for Evander Kane. pic.twitter.com/brLO32VwAk— SiriusXM NHL Network Radio (@SiriusXMNHL) November 9, 2022
Íshokkí Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Sjá meira