Fátt sem fellur með krónunni Bjarki Sigurðsson skrifar 10. nóvember 2022 09:30 Arion banki spáir nýjum veruleika á húsnæðismarkaði. Vísir/Vilhelm Arion banki spáir sex prósent hagvexti árið 2022 sem er nokkuð meiri vöxtur en hafði verið gert ráð fyrir. Bankinn segir að gengi íslensku krónunnar muni halda áfram að gefa eftir fram á næsta ár. Fátt falli með henni um þessar mundir. Ný hagspá Arion banka birtist á vef þeirra fyrr í dag. Þar segir að kröftug einkaneysla, hraður bati ferðaþjónustunnar og vaxandi fjárfesting valdi því að hagvöxtur verði mun meiri en búist var við. Hagvaxtarspáin er ekki svo góð á næsta ári og telur bankinn að fjárfestingar muni gefa eftir og hægja á eftirspurnarvexti, bæði innanlands sem og eftirspurn eftir íslenskum útflutningsafurðum. Veturinn verður sérstaklega erfiður fyrir ferðaþjónustuna en efnahagsþrengingar í Evrópu og hækkandi flugfargjöld gætu fregið úr eftirspurn eftir Íslandsferðum. Það spilar þó með Íslandi að auðvelt er að koma hingað til lands. Því spáir bankinn að komur ferðamanna til Íslands muni halda áfram að aukast og er búist við því að 1,9 milljón ferðamanna heimsæki landið á næsta ári. „Útlit er fyrir að aðstæður á vinnumarkaði muni styðja við einkaneysluna, þó nokkuð hægi á vexti hennar á næsta ári eftir metár í ár. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi muni haldast nokkuð stöðugt út spátímann, á milli 3,7%-3,9%, og að fyrirtæki þurfi að mæta umtalsverðum launahækkunum á komandi misserum,“ segir í hagspánni. Bankinn spáir nýjum veruleika á húsnæðismarkaði, veruleika þar sem vísitala íbúðaverðs sveiflast milli mánaða, árstakturinn fellur hratt og dansar í kringum núllið. Þá verða raunverðslækkandi viðvarandi næstu þrjú ár. „Það er fátt sem fellur með krónunni um þessar mundir, vaxtamunur fer minnkandi og lífeyrissjóðir auka við erlendar fjárfestingar sínar, á sama tíma og viðskiptakjörin gefa eftir og Íslendingar fá ekki nóg af utanlandsferðum. Gengisspáin byggir á þeirri forsendu að gengi krónunnar haldi áfram að gefa eftir fram á næsta ár, en að flæðið, og ekki síst væntingar um innflæði, leggist síðar á sveif með krónunni,“ segir í spánni. Arion banki Íslenskir bankar Íslenska krónan Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira
Ný hagspá Arion banka birtist á vef þeirra fyrr í dag. Þar segir að kröftug einkaneysla, hraður bati ferðaþjónustunnar og vaxandi fjárfesting valdi því að hagvöxtur verði mun meiri en búist var við. Hagvaxtarspáin er ekki svo góð á næsta ári og telur bankinn að fjárfestingar muni gefa eftir og hægja á eftirspurnarvexti, bæði innanlands sem og eftirspurn eftir íslenskum útflutningsafurðum. Veturinn verður sérstaklega erfiður fyrir ferðaþjónustuna en efnahagsþrengingar í Evrópu og hækkandi flugfargjöld gætu fregið úr eftirspurn eftir Íslandsferðum. Það spilar þó með Íslandi að auðvelt er að koma hingað til lands. Því spáir bankinn að komur ferðamanna til Íslands muni halda áfram að aukast og er búist við því að 1,9 milljón ferðamanna heimsæki landið á næsta ári. „Útlit er fyrir að aðstæður á vinnumarkaði muni styðja við einkaneysluna, þó nokkuð hægi á vexti hennar á næsta ári eftir metár í ár. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi muni haldast nokkuð stöðugt út spátímann, á milli 3,7%-3,9%, og að fyrirtæki þurfi að mæta umtalsverðum launahækkunum á komandi misserum,“ segir í hagspánni. Bankinn spáir nýjum veruleika á húsnæðismarkaði, veruleika þar sem vísitala íbúðaverðs sveiflast milli mánaða, árstakturinn fellur hratt og dansar í kringum núllið. Þá verða raunverðslækkandi viðvarandi næstu þrjú ár. „Það er fátt sem fellur með krónunni um þessar mundir, vaxtamunur fer minnkandi og lífeyrissjóðir auka við erlendar fjárfestingar sínar, á sama tíma og viðskiptakjörin gefa eftir og Íslendingar fá ekki nóg af utanlandsferðum. Gengisspáin byggir á þeirri forsendu að gengi krónunnar haldi áfram að gefa eftir fram á næsta ár, en að flæðið, og ekki síst væntingar um innflæði, leggist síðar á sveif með krónunni,“ segir í spánni.
Arion banki Íslenskir bankar Íslenska krónan Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira