Ingibjörg Sólrún svartsýn í öryggis- og friðarmálum Heimir Már Pétursson skrifar 9. nóvember 2022 13:50 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi forstjóri Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu tók þátt í pallborði með Margarita Roble Fernández varnarmálaráðherra Spánar á Heimsþingi kvenleiðtoga í Hörpu í morgun. Stöð 2/Egill Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki bjartsýn í friðar- og öryggismálum heimsins. Erfitt sé fyrir konur að koma að samningaborðinu þar sem í raun væri ekkert samningaborð til staðar. Forsætisráðherra segir mikilvægt að jafnréttismál hafi verið flutt til forsætisráðuneytisins. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands fylgdist með á heimsþinginu í dag.María Kjartansdóttir Ingibjörg Sólrún fyrrverandi forstjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE og situr einnig í stjórn UN Women. Hún tók þátt í pallborðsumræðum með Margarita Roble Fernández varnarmálaráðherra Spánar á Heimsþingi kvenleiðtoga í Hörpu í morgun. Ingibjörg Sólrún sagðist því miður ekki getað flutt þinginu jákvæð skilaboð varðandi þátttöku kvenna í öryggis- og friðarviðræðum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi forstjóri Lýðræðis- og mannréttindaskrifastofu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu.María Kjartansdóttir „Ég verð að viðurkenna að ég er ekki mjög bjartsýn þegar kemur að friðar- og öryggismálum. Þannig að ég mun ekki flytja mjög jákvæð skilaboð hér um þátttöku kvenna í friðarviðræðum. Aðallega vegna þess að ég tel að aðalhindrunin í vegi friðarviðræðna almennt sé hvað það er lítil eftirspurn eftir þeim,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Karlmenn sýndu friðarmálum lítinn áhuga og konur hefðu ekki aðgang að þeim. Margarita Roble Fernández varnarmálaráðherra Spánar var í pallborðumræðum með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.María Kjartansdóttir „Það er mjög erfitt að fara fram á aðgang að samningaborðinu þegar það er ekkert samningaborð eins og staðan er í dag. Þetta hef ég marg sinnis upplifað. Við þjálfum konur til þátttöku og tölum um hversu áríðandi þátttakan þeirra er og þær eru mjög reiðubúnar og vel þjálfaðar. Síðan er ekkert borð til samningaviðræðna,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók einnig þátt í pallborði með Sima Sami Bahous aðalframkvæmdastjóra UN Women, Kvennastofnunar Sameinuðu þjóðanna, um mikilvægi þess að konur gegni leiðtogahlutverkum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það hafa reynst vel að hafa jafnréttismálin miðlæg í stjórnsýslunni.María Kjartansdóttir Katrín sagðist telja það hafa skilað árangri að flytja jafnréttismálin undir forsætisráðuneytið. „Ef við ætlum að skoða öll mál með gleraugum jafnréttis verða þau málefni að vera staðsett miðlægt í stjórnkerfinu. Þess vegna fluttum við málaflokkinn og ég tel að það hafi gagnast mjög vel. Ég verð ekki forsætisráðherra að eilífu og aðrir munu koma í minn stað og geta þá fært málaflokkinn aftur en ég held að þetta hafi komið vel út fyrir jafnréttismálin," sagði Katrín Jakobsdóttir á Heimsþingi kvenleiðtoga í Hörpu í morgun. Jafnréttismál Harpa Heimsþing kvenleiðtoga Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Ísland sé vítamínsprauta fyrir kvenleiðtoga annarra þjóða Hanna Birna Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Reykjavik Global Forum segir litla breytingu hafa orðið á viðhorfi til kvenkynsleiðtoga á síðustu fimm árum en Ísland hafi þó bætt sig. Þetta hafi orðið ljóst á Heimsþingi kvenna. 8. nóvember 2022 22:23 Á sjötta hundrað kvenleiðtoga mæta á Heimsþing kvenleiðtoga í Hörpu Heimsþing kvenleiðtoga hefst í Hörpu í dag og taka um fimm hundruð kvenleiðtogar frá yfir hundrað löndum þátt í ár. Þetta er í fimmta sinn sem Heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavik Global Forum - Women Leaders, er haldið. 8. nóvember 2022 07:29 Heimsþing kvenleiðtoga hefst á morgun í Hörpu Á morgun, þriðjudag, hefst heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavík Global Forum – Women Leaders (WPL) í fjórða sinn en þar munu um 600 kvenleiðtogar úr stjórnmálum, viðskiptum, fjölmiðlum og vísindum taka þátt, þar af 200 í Hörpu en 400 með rafrænum hætti. 8. nóvember 2021 16:43 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Sjá meira
Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands fylgdist með á heimsþinginu í dag.María Kjartansdóttir Ingibjörg Sólrún fyrrverandi forstjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE og situr einnig í stjórn UN Women. Hún tók þátt í pallborðsumræðum með Margarita Roble Fernández varnarmálaráðherra Spánar á Heimsþingi kvenleiðtoga í Hörpu í morgun. Ingibjörg Sólrún sagðist því miður ekki getað flutt þinginu jákvæð skilaboð varðandi þátttöku kvenna í öryggis- og friðarviðræðum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi forstjóri Lýðræðis- og mannréttindaskrifastofu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu.María Kjartansdóttir „Ég verð að viðurkenna að ég er ekki mjög bjartsýn þegar kemur að friðar- og öryggismálum. Þannig að ég mun ekki flytja mjög jákvæð skilaboð hér um þátttöku kvenna í friðarviðræðum. Aðallega vegna þess að ég tel að aðalhindrunin í vegi friðarviðræðna almennt sé hvað það er lítil eftirspurn eftir þeim,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Karlmenn sýndu friðarmálum lítinn áhuga og konur hefðu ekki aðgang að þeim. Margarita Roble Fernández varnarmálaráðherra Spánar var í pallborðumræðum með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.María Kjartansdóttir „Það er mjög erfitt að fara fram á aðgang að samningaborðinu þegar það er ekkert samningaborð eins og staðan er í dag. Þetta hef ég marg sinnis upplifað. Við þjálfum konur til þátttöku og tölum um hversu áríðandi þátttakan þeirra er og þær eru mjög reiðubúnar og vel þjálfaðar. Síðan er ekkert borð til samningaviðræðna,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók einnig þátt í pallborði með Sima Sami Bahous aðalframkvæmdastjóra UN Women, Kvennastofnunar Sameinuðu þjóðanna, um mikilvægi þess að konur gegni leiðtogahlutverkum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það hafa reynst vel að hafa jafnréttismálin miðlæg í stjórnsýslunni.María Kjartansdóttir Katrín sagðist telja það hafa skilað árangri að flytja jafnréttismálin undir forsætisráðuneytið. „Ef við ætlum að skoða öll mál með gleraugum jafnréttis verða þau málefni að vera staðsett miðlægt í stjórnkerfinu. Þess vegna fluttum við málaflokkinn og ég tel að það hafi gagnast mjög vel. Ég verð ekki forsætisráðherra að eilífu og aðrir munu koma í minn stað og geta þá fært málaflokkinn aftur en ég held að þetta hafi komið vel út fyrir jafnréttismálin," sagði Katrín Jakobsdóttir á Heimsþingi kvenleiðtoga í Hörpu í morgun.
Jafnréttismál Harpa Heimsþing kvenleiðtoga Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Ísland sé vítamínsprauta fyrir kvenleiðtoga annarra þjóða Hanna Birna Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Reykjavik Global Forum segir litla breytingu hafa orðið á viðhorfi til kvenkynsleiðtoga á síðustu fimm árum en Ísland hafi þó bætt sig. Þetta hafi orðið ljóst á Heimsþingi kvenna. 8. nóvember 2022 22:23 Á sjötta hundrað kvenleiðtoga mæta á Heimsþing kvenleiðtoga í Hörpu Heimsþing kvenleiðtoga hefst í Hörpu í dag og taka um fimm hundruð kvenleiðtogar frá yfir hundrað löndum þátt í ár. Þetta er í fimmta sinn sem Heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavik Global Forum - Women Leaders, er haldið. 8. nóvember 2022 07:29 Heimsþing kvenleiðtoga hefst á morgun í Hörpu Á morgun, þriðjudag, hefst heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavík Global Forum – Women Leaders (WPL) í fjórða sinn en þar munu um 600 kvenleiðtogar úr stjórnmálum, viðskiptum, fjölmiðlum og vísindum taka þátt, þar af 200 í Hörpu en 400 með rafrænum hætti. 8. nóvember 2021 16:43 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Sjá meira
Ísland sé vítamínsprauta fyrir kvenleiðtoga annarra þjóða Hanna Birna Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Reykjavik Global Forum segir litla breytingu hafa orðið á viðhorfi til kvenkynsleiðtoga á síðustu fimm árum en Ísland hafi þó bætt sig. Þetta hafi orðið ljóst á Heimsþingi kvenna. 8. nóvember 2022 22:23
Á sjötta hundrað kvenleiðtoga mæta á Heimsþing kvenleiðtoga í Hörpu Heimsþing kvenleiðtoga hefst í Hörpu í dag og taka um fimm hundruð kvenleiðtogar frá yfir hundrað löndum þátt í ár. Þetta er í fimmta sinn sem Heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavik Global Forum - Women Leaders, er haldið. 8. nóvember 2022 07:29
Heimsþing kvenleiðtoga hefst á morgun í Hörpu Á morgun, þriðjudag, hefst heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavík Global Forum – Women Leaders (WPL) í fjórða sinn en þar munu um 600 kvenleiðtogar úr stjórnmálum, viðskiptum, fjölmiðlum og vísindum taka þátt, þar af 200 í Hörpu en 400 með rafrænum hætti. 8. nóvember 2021 16:43