Ekkert plan og reksturinn ósjálfbær Sindri Kristjánsson skrifar 9. nóvember 2022 13:31 Meirihlutinn á Akureyri kynnti svo vægt sé til orða tekið óábyrga fjárhagsáætlun á opnum fundi í gær. Samkvæmt framtíðarsýn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og L-lista munu skuldir sveitarfélagsins aukast, hallarekstur verður viðvarandi og á sama tíma er ekki að sjá að ráðast eigi í brýn úrræði fyrir barnafjölskyldur í bænum. Í fjárhagsáætluninni er þess getið að taka eigi ný lán fyrir um 10.5 milljarða króna á kjörtímabilinu og greiða upp lán fyrir um 7.2 milljarða. Þrátt fyrir þessa hreinu lántöku upp á 3.3 milljarða króna er bæjarsjóður rekinn með 1.2 milljarða tapi á tímabilinu. Þetta eitt og sér hlýtur að vekja fólk til umhugsunar hvort hér sé á ferðinni sú ábyrga og trausta fjármálastjórn sem m.a. Sjálfstæðisflokkurinn stærir sig ávallt af og lofað var fyrir kosningar. Tökum dæmi. Í stað þess að sníða fjárhagsáætlun bæjarins að aðstæðum barnafjölskyldna, sem standa margar hverjar frammi fyrir síhækkandi útgjöldum um þessar mundir er byrðunum velt yfir á alla bæjarbúa, óháð stöðu og fjárhag, með hækkandi fasteignamati og þar með stórhækkunar fasteignagjalda á næsta ári auk hækkunar á öllum helstu gjaldskrám bæjarins. Tökum annað dæmi. Í þeirri áætlun sem kynnt var fyrir bæjarbúum í gær er ekki á nokkurn hátt hægt að sjá að ráðast eigi í byggingu nýs leikskóla á kjörtímabilinu. Samt sem áður er öllum ljóst að fljótt og örugglega stefnir í frekari skort á leikskólaplássi á Akureyri ef ekki verið haldið áfram að byggja upp innviði bæjarins í þágu fjölskyldufólks. Þrátt fyrir óljós fyrirheit sem fram hafa komið af hálfu fulltrúa meirihlutans um tilfærslur á fjármagni milli umræðna sjá allir sem vilja að bygging nýs leikskóla mun aldrei kosta minna en einn milljarð. Meirihlutinn á Akureyri ákveður einfaldlega að skila auðu í þessa mikilvæga málefni. Framtíðarsýnin á þessu sviði er engin. Þessi fyrsta fjárhagsáætlun meirihluta Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og L-lista ber vott um metnaðarleysi fyrir þeim aðkallandi verkefnum sem bíða á kjörtímabilinu. Þrátt fyrir aukna lántöku ætlar meirihlutinn að reka bæjarsjóð með tapi. Þess konar fjármálaloftfimleikar virka ekki í heimilisbókhaldi, virka ekki í rekstri fyrirtækja og sannarlega virka ekki í rekstri sameiginlegra sjóða bæjarbúa. Höfundur er varabæjarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Meirihlutinn á Akureyri kynnti svo vægt sé til orða tekið óábyrga fjárhagsáætlun á opnum fundi í gær. Samkvæmt framtíðarsýn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og L-lista munu skuldir sveitarfélagsins aukast, hallarekstur verður viðvarandi og á sama tíma er ekki að sjá að ráðast eigi í brýn úrræði fyrir barnafjölskyldur í bænum. Í fjárhagsáætluninni er þess getið að taka eigi ný lán fyrir um 10.5 milljarða króna á kjörtímabilinu og greiða upp lán fyrir um 7.2 milljarða. Þrátt fyrir þessa hreinu lántöku upp á 3.3 milljarða króna er bæjarsjóður rekinn með 1.2 milljarða tapi á tímabilinu. Þetta eitt og sér hlýtur að vekja fólk til umhugsunar hvort hér sé á ferðinni sú ábyrga og trausta fjármálastjórn sem m.a. Sjálfstæðisflokkurinn stærir sig ávallt af og lofað var fyrir kosningar. Tökum dæmi. Í stað þess að sníða fjárhagsáætlun bæjarins að aðstæðum barnafjölskyldna, sem standa margar hverjar frammi fyrir síhækkandi útgjöldum um þessar mundir er byrðunum velt yfir á alla bæjarbúa, óháð stöðu og fjárhag, með hækkandi fasteignamati og þar með stórhækkunar fasteignagjalda á næsta ári auk hækkunar á öllum helstu gjaldskrám bæjarins. Tökum annað dæmi. Í þeirri áætlun sem kynnt var fyrir bæjarbúum í gær er ekki á nokkurn hátt hægt að sjá að ráðast eigi í byggingu nýs leikskóla á kjörtímabilinu. Samt sem áður er öllum ljóst að fljótt og örugglega stefnir í frekari skort á leikskólaplássi á Akureyri ef ekki verið haldið áfram að byggja upp innviði bæjarins í þágu fjölskyldufólks. Þrátt fyrir óljós fyrirheit sem fram hafa komið af hálfu fulltrúa meirihlutans um tilfærslur á fjármagni milli umræðna sjá allir sem vilja að bygging nýs leikskóla mun aldrei kosta minna en einn milljarð. Meirihlutinn á Akureyri ákveður einfaldlega að skila auðu í þessa mikilvæga málefni. Framtíðarsýnin á þessu sviði er engin. Þessi fyrsta fjárhagsáætlun meirihluta Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og L-lista ber vott um metnaðarleysi fyrir þeim aðkallandi verkefnum sem bíða á kjörtímabilinu. Þrátt fyrir aukna lántöku ætlar meirihlutinn að reka bæjarsjóð með tapi. Þess konar fjármálaloftfimleikar virka ekki í heimilisbókhaldi, virka ekki í rekstri fyrirtækja og sannarlega virka ekki í rekstri sameiginlegra sjóða bæjarbúa. Höfundur er varabæjarfulltrúi.
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar