Ísland sé vítamínsprauta fyrir kvenleiðtoga annarra þjóða Heimir Már Pétursson og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa 8. nóvember 2022 22:23 Hanna Birna Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Reykjavik Global Forum. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson Hanna Birna Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Reykjavik Global Forum segir litla breytingu hafa orðið á viðhorfi til kvenkynsleiðtoga á síðustu fimm árum en Ísland hafi þó bætt sig. Þetta hafi orðið ljóst á Heimsþingi kvenna. Heimsþing kvenna er þessa dagana haldið hátíðlegt í Hörpu en þar eru saman komnir mörg hundruð kvenkyns leiðtogar sem koma alls staðar að. Þetta er í fimmta sinn sem þingið er haldið hér á landi. Fréttamaður okkar, Heimir Már Pétursson ræddi við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur um þingið sjálft, breytingar á viðhorfi til kvenleiðtoga og mikilvægi vettvangsins. Þegar því er velt upp að viðhorf til kvenleiðtoga hafi lítið breyst á síðustu fimm árum segir Hanna Birna enga framþróun viðhorfa sjást. „Við sjáum bara sömu viðhorfin sem enn þá eru ekki ásættanleg, voru það ekki fyrir fimm árum og eru það ekki í dag. Það er auðvitað misjafnt eftir löndum, við erum að sjá mikla breytingu í Bandaríkjunum í neikvæða átt en við erum hins vegar að sjá Ísland alltaf hækka. Þannig að við erum númer eitt þar eins og áður og höfum jafnvel svona bætt okkur hvað það varðar,“ segir Hanna Birna. Hópurinn sem saman kemur á þinginu hefur fjölbreyttan starfsbakgrunn. Aðspurð hvort hún sjái fyrir sér að vettvangurinn vaxi, dafni og verði mikilvægari fyrir kvenleiðtoga svarar Hanna Birna því játandi. „Hingað eru auðvitað að koma mörg hundruð erlendir kvenleiðtogar til þess að ræða jafnréttismál og hvað við getum gert betur. Við finnum að Ísland og jafnréttismál er eitthvað sem alþjóðasamfélagið hefur mikinn áhuga á þannig um að gera finnst mér, að nýta það og mér finnst það hafa tekist mjög vel,“ segir Hanna Birna. Hún bætir því jafnframt við að konurnar sem sæki þingið segist vilja koma oftar til landsins. Þær komi ef til vill frá löndum sem ekki séu eins og Ísland og segi þátttökuna á þinginu vera eins og vítamínsprautu. Þingið gefi þeim orku sem þær taki með sér heim. Aðspurð hvað hafi verið það helsta sem hafi verið rætt á fundum dagsins segir Hanna Birna daginn hafa verið litaðan af umræðu um stríðsátök í bland við almenn jafnréttismál. Hér að ofan má horfa á viðtalið við Hönnu Birnu. Viðtalið hefst á 02:20. Jafnréttismál Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Sjá meira
Heimsþing kvenna er þessa dagana haldið hátíðlegt í Hörpu en þar eru saman komnir mörg hundruð kvenkyns leiðtogar sem koma alls staðar að. Þetta er í fimmta sinn sem þingið er haldið hér á landi. Fréttamaður okkar, Heimir Már Pétursson ræddi við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur um þingið sjálft, breytingar á viðhorfi til kvenleiðtoga og mikilvægi vettvangsins. Þegar því er velt upp að viðhorf til kvenleiðtoga hafi lítið breyst á síðustu fimm árum segir Hanna Birna enga framþróun viðhorfa sjást. „Við sjáum bara sömu viðhorfin sem enn þá eru ekki ásættanleg, voru það ekki fyrir fimm árum og eru það ekki í dag. Það er auðvitað misjafnt eftir löndum, við erum að sjá mikla breytingu í Bandaríkjunum í neikvæða átt en við erum hins vegar að sjá Ísland alltaf hækka. Þannig að við erum númer eitt þar eins og áður og höfum jafnvel svona bætt okkur hvað það varðar,“ segir Hanna Birna. Hópurinn sem saman kemur á þinginu hefur fjölbreyttan starfsbakgrunn. Aðspurð hvort hún sjái fyrir sér að vettvangurinn vaxi, dafni og verði mikilvægari fyrir kvenleiðtoga svarar Hanna Birna því játandi. „Hingað eru auðvitað að koma mörg hundruð erlendir kvenleiðtogar til þess að ræða jafnréttismál og hvað við getum gert betur. Við finnum að Ísland og jafnréttismál er eitthvað sem alþjóðasamfélagið hefur mikinn áhuga á þannig um að gera finnst mér, að nýta það og mér finnst það hafa tekist mjög vel,“ segir Hanna Birna. Hún bætir því jafnframt við að konurnar sem sæki þingið segist vilja koma oftar til landsins. Þær komi ef til vill frá löndum sem ekki séu eins og Ísland og segi þátttökuna á þinginu vera eins og vítamínsprautu. Þingið gefi þeim orku sem þær taki með sér heim. Aðspurð hvað hafi verið það helsta sem hafi verið rætt á fundum dagsins segir Hanna Birna daginn hafa verið litaðan af umræðu um stríðsátök í bland við almenn jafnréttismál. Hér að ofan má horfa á viðtalið við Hönnu Birnu. Viðtalið hefst á 02:20.
Jafnréttismál Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Sjá meira