Fótbolti

Napoli jók forskot sitt á toppnum | Mikael kom inn á í jafntefli

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Napoli hefur ekki enn tapað leik í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
Napoli hefur ekki enn tapað leik í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Francesco Pecoraro/Getty Images

Tveir leikir fóru fram í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld þar sem taplaust lið Napoli vann öruggan 2-0 sigur gegn Empoli og Mikael Egill Ellertsson og félagar hans í Spezia gerðu 1-1 jafntefli gegn Udinese.

Napoli er nú með níu stiga forskot á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar, en liðið er með 38 stig eftir 14 leiki. Ítalíumeistarar AC Milan sitja í öðru sæti með 29 stig, en Milan hefur leikið einum leik minna.

Það voru þeir Hirving Lozano og Piotr Zielinski sem sáu um markaskorun Napoli í kvöld, en bæði mörkin voru skoruð í síðari hálfleik.

Þá kom Mikael Egill Ellertsson inn á sem varamaður fyrir Spezia er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Udinese. Mikael lék seinasta stundarfjórðung leiksins, en Spezia er nú með tíu stig í 16. sæti eftir 14 leiki, fjórum stigum fyrir ofan fallsvæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×