Britt Assombalonga reyndist hetja heimamanna þegar hann skoraði sigurmark leiksins á sjöttu mínútu uppbótartíma úr vítaspyrnu og liðið því á leið í 32-liða úrslit keppninnar.
Assombalonga var raunar allt í öllu í liði Adana Demirspor í dag, en hann skoraði öll fjögur mörk liðsins í leiknum.
Birkir Bjarnason var í byrjunarliði Adana og lék allan leikinn fyrir liðið.
Maç sona erdi.
— Adana Demirspor (@AdsKulubu) November 8, 2022
Adana Demirspor 4⃣-3⃣ E. G. Nazilli Belediyespor
⚽️14, 28 , 50, 90+5 @BrittOfficials #ADSvNZL | 🔵 ⚫️ | #ZTK pic.twitter.com/IKswxqqlq1