Óttast bakslag vegna orkukreppunnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. nóvember 2022 14:48 Fjórir stjórnarmenn Ungra umhverfissinna sitja nú loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. GETTY/UNGIRUMHVERFISSINNAR „Það er mikið í húfi á þessari ráðstefnu,“ segir Egill Hermannsson, varaforseti Ungra umhverfissinna, sem situr nú loftslagsráðstefnuna COP27 fyrir hönd samtakanna. Ráðstefnan er haldin í Egyptalandi, og stendur yfir í tvær vikur. Um 30 þúsund gestir sækja ráðstefnuna og þar af minnst 120 þjóðarleiðtogar. „Hér er náttúrulega krafa um að fara úr jarðefnaeldsneyti sem veldur hnattrænni hlýnun og yfir í endurnýjanlega orku en þessar fátækari þjóðir hafa oft ekki sama aðgang að þessari tækni í endurnýjanlegri orku og um það snýst þetta rosalega mikið.“ Hann segir stríðið í Úkraínu hafa sett strik í reikninginn og orkukreppuna sem varð til í kjölfarið. „Þá varð til fjárhagslegur hvati til að fara aftur í jarðefnaeldsneytið bara vegna kostnaðar og því gæti það orðið eins konar bakslag í baráttunni.“ Verður ekki megináhersla lögð á að halda dampi þrátt fyrir þetta? „Ég held að höfuðáhersla verði lögð á að ekki verði bakslag og að við höldum áfram ferðalaginu yfir í endurnýjanlega orku. Fátækari þjóðirnar munu líklega leggja áherslu á að ríkari þjóðirnar hjálpi til og veiti fjármagni í þetta.“ Hann segir að það sé gríðarlega mikið í húfi á ráðstefnunni. „Við erum að athuga hvort og þá hvernig þjóðirnar ætla að standa við sínar skuldbindingar í loftslagsmálum; skuldbindingar sem eru ekki nægjanlegar til að ná markmiðunum en fyrsta skrefið er auðvitað að ná þeim markmiðum sem við höfum sett okkur og næsta er að láta þessi markmið ná enn lengra en þau gera núna því þau eru hvergi nærri nógu metnaðarfull.“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Ekki nóg að mæta á ráðstefnur heldur þurfi að framkvæma þegar heim er komið Ungmennafulltrúi Íslands á Loftslagsráðstefnunni COP27 segir ekki nóg að Ísland sæki ráðstefnur um málaflokkinn og lofi aðgerðum. Stjórnvöld þurfi að fylgja þeim aðgerðum eftir þegar heim er komið. 6. nóvember 2022 10:53 Of fáar gulrætur í loftslags- og sjálfbærnimálum Aðgerðir á sviði sjálfbærni geta verið kostnaðarsamar og umfangsmiklar og því getur verið krefjandi fyrir stjórnendur og stjórnir fyrirtækja að réttlæta dýrar fjárfestingar í tækni, innviðum, byggingum og breytingum á starfsemi sem bera með sér óljósan fjárhagslegan ávinning, að minnsta kosti til skemmri tíma. Því vaknar upp sú spurning hvort það sé ekki íslenska ríkinu í hag að bjóða upp „gulrætur“ í formi hvata til að koma á móts við áskoranir fyrirtækja á þessu sviði? 5. nóvember 2022 10:31 Á fimmta tug fulltrúa Íslands á COP27 Fjörutíu og fjórir Íslendingar halda til Egyptalands í næstu viku til að sækja aðildarríkjafund Loftslagssamning Sameinuðu þjóðanna (COP27). Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fer fyrir hönd íslenskra stjórnvalda og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra ávarpar viðburðinn í gegnum streymi. 5. nóvember 2022 08:00 Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Ráðstefnan er haldin í Egyptalandi, og stendur yfir í tvær vikur. Um 30 þúsund gestir sækja ráðstefnuna og þar af minnst 120 þjóðarleiðtogar. „Hér er náttúrulega krafa um að fara úr jarðefnaeldsneyti sem veldur hnattrænni hlýnun og yfir í endurnýjanlega orku en þessar fátækari þjóðir hafa oft ekki sama aðgang að þessari tækni í endurnýjanlegri orku og um það snýst þetta rosalega mikið.“ Hann segir stríðið í Úkraínu hafa sett strik í reikninginn og orkukreppuna sem varð til í kjölfarið. „Þá varð til fjárhagslegur hvati til að fara aftur í jarðefnaeldsneytið bara vegna kostnaðar og því gæti það orðið eins konar bakslag í baráttunni.“ Verður ekki megináhersla lögð á að halda dampi þrátt fyrir þetta? „Ég held að höfuðáhersla verði lögð á að ekki verði bakslag og að við höldum áfram ferðalaginu yfir í endurnýjanlega orku. Fátækari þjóðirnar munu líklega leggja áherslu á að ríkari þjóðirnar hjálpi til og veiti fjármagni í þetta.“ Hann segir að það sé gríðarlega mikið í húfi á ráðstefnunni. „Við erum að athuga hvort og þá hvernig þjóðirnar ætla að standa við sínar skuldbindingar í loftslagsmálum; skuldbindingar sem eru ekki nægjanlegar til að ná markmiðunum en fyrsta skrefið er auðvitað að ná þeim markmiðum sem við höfum sett okkur og næsta er að láta þessi markmið ná enn lengra en þau gera núna því þau eru hvergi nærri nógu metnaðarfull.“
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Ekki nóg að mæta á ráðstefnur heldur þurfi að framkvæma þegar heim er komið Ungmennafulltrúi Íslands á Loftslagsráðstefnunni COP27 segir ekki nóg að Ísland sæki ráðstefnur um málaflokkinn og lofi aðgerðum. Stjórnvöld þurfi að fylgja þeim aðgerðum eftir þegar heim er komið. 6. nóvember 2022 10:53 Of fáar gulrætur í loftslags- og sjálfbærnimálum Aðgerðir á sviði sjálfbærni geta verið kostnaðarsamar og umfangsmiklar og því getur verið krefjandi fyrir stjórnendur og stjórnir fyrirtækja að réttlæta dýrar fjárfestingar í tækni, innviðum, byggingum og breytingum á starfsemi sem bera með sér óljósan fjárhagslegan ávinning, að minnsta kosti til skemmri tíma. Því vaknar upp sú spurning hvort það sé ekki íslenska ríkinu í hag að bjóða upp „gulrætur“ í formi hvata til að koma á móts við áskoranir fyrirtækja á þessu sviði? 5. nóvember 2022 10:31 Á fimmta tug fulltrúa Íslands á COP27 Fjörutíu og fjórir Íslendingar halda til Egyptalands í næstu viku til að sækja aðildarríkjafund Loftslagssamning Sameinuðu þjóðanna (COP27). Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fer fyrir hönd íslenskra stjórnvalda og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra ávarpar viðburðinn í gegnum streymi. 5. nóvember 2022 08:00 Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Ekki nóg að mæta á ráðstefnur heldur þurfi að framkvæma þegar heim er komið Ungmennafulltrúi Íslands á Loftslagsráðstefnunni COP27 segir ekki nóg að Ísland sæki ráðstefnur um málaflokkinn og lofi aðgerðum. Stjórnvöld þurfi að fylgja þeim aðgerðum eftir þegar heim er komið. 6. nóvember 2022 10:53
Of fáar gulrætur í loftslags- og sjálfbærnimálum Aðgerðir á sviði sjálfbærni geta verið kostnaðarsamar og umfangsmiklar og því getur verið krefjandi fyrir stjórnendur og stjórnir fyrirtækja að réttlæta dýrar fjárfestingar í tækni, innviðum, byggingum og breytingum á starfsemi sem bera með sér óljósan fjárhagslegan ávinning, að minnsta kosti til skemmri tíma. Því vaknar upp sú spurning hvort það sé ekki íslenska ríkinu í hag að bjóða upp „gulrætur“ í formi hvata til að koma á móts við áskoranir fyrirtækja á þessu sviði? 5. nóvember 2022 10:31
Á fimmta tug fulltrúa Íslands á COP27 Fjörutíu og fjórir Íslendingar halda til Egyptalands í næstu viku til að sækja aðildarríkjafund Loftslagssamning Sameinuðu þjóðanna (COP27). Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fer fyrir hönd íslenskra stjórnvalda og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra ávarpar viðburðinn í gegnum streymi. 5. nóvember 2022 08:00