Erik Ten Hag pirraður vegna heimskulegra fyrirgjafa á Ronaldo Smári Jökull Jónsson skrifar 6. nóvember 2022 20:18 Erik Ten Hag segir sínum mönnum til í leiknum gegn Aston Villa í dag. Vísir/Getty Erik Ten Hag þjálfari Manchester United var pirraður eftir tap liðsins gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann sagði að fyrirgjafir sem leikmenn reyndu á Cristiano Ronaldo hefðu verið heimskulegar. Manchester United beið lægri hlut gegn Aston Villa á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Villa komst í 2-0 strax í upphafi leiks en United tókst að minnka muninn fyrir hlé. Aston Villa komst svo í 3-1 í upphafi síðari hálfleiks og nældi sér í þrjú stig. Erik Ten Hag þjálfari United var allt annað en ánægður með frammistöðu sinna manna í dag. Hann var spurður að því á blaðamannafundi eftir leik hvort það hefði verið hluti af leikskipulaginu að reyna fyrirgjafir úr djúpinu á Cristiano Ronaldo og svaraði að svo hefði ekki verið. „Mér fannst heimskulegt að gera það. Við reyndum fyrirgjafir of snemma, oft langt frá og vorum að þröngva þeim of mikið. Þannig hjálpum við honum ekki. Við þurfum að koma með fyrirgjafir á réttum tíma,“ sagði Ten Hag en Ronaldo var fyrirliði liðsins í dag í fyrsta skipti undir hans stjórn. „Í síðari hálfleik reyndum við of snemma að senda boltann fyrir. Rétta augnablikið var hjá Christian Eriksen í fyrri hálfleiknum og hann fann augnablik í holunni til að koma boltanum á Cristiano á fjærstönginni. Það var rétt augnablik.“ Bruno Fernandes var ekki með United í dag þar sem hann var í leikbanni vegna gulra spjalda á tímabilinu. Ten Hag finnst það ekki vera afsökun fyrir slæmri frammistöðu liðsins. „Bruno Fernandes er mikilvægur leikmaður en mér líður ekki þannig. Þetta snýst um að leikmennirnir inni á vellinum vinni þennan leik. Ef þeir leggja sig 100% fram með ástríðu og grimmd og fylgja reglum fótboltans þá vinnum við þennan leik.“ „Þegar þú tapar leiknum í upphafi hvors hálfleiks, þegar þú byrjar leiki svona, þá tapar þú.“ Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Tengdar fréttir Man United tapaði loks á Villa Park Unai Emery byrjar þjálfaratíð sína hjá Aston Villa frábærlega en hans menn unnu einstaklega sannfærandi 3-1 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag. 6. nóvember 2022 16:00 Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira
Manchester United beið lægri hlut gegn Aston Villa á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Villa komst í 2-0 strax í upphafi leiks en United tókst að minnka muninn fyrir hlé. Aston Villa komst svo í 3-1 í upphafi síðari hálfleiks og nældi sér í þrjú stig. Erik Ten Hag þjálfari United var allt annað en ánægður með frammistöðu sinna manna í dag. Hann var spurður að því á blaðamannafundi eftir leik hvort það hefði verið hluti af leikskipulaginu að reyna fyrirgjafir úr djúpinu á Cristiano Ronaldo og svaraði að svo hefði ekki verið. „Mér fannst heimskulegt að gera það. Við reyndum fyrirgjafir of snemma, oft langt frá og vorum að þröngva þeim of mikið. Þannig hjálpum við honum ekki. Við þurfum að koma með fyrirgjafir á réttum tíma,“ sagði Ten Hag en Ronaldo var fyrirliði liðsins í dag í fyrsta skipti undir hans stjórn. „Í síðari hálfleik reyndum við of snemma að senda boltann fyrir. Rétta augnablikið var hjá Christian Eriksen í fyrri hálfleiknum og hann fann augnablik í holunni til að koma boltanum á Cristiano á fjærstönginni. Það var rétt augnablik.“ Bruno Fernandes var ekki með United í dag þar sem hann var í leikbanni vegna gulra spjalda á tímabilinu. Ten Hag finnst það ekki vera afsökun fyrir slæmri frammistöðu liðsins. „Bruno Fernandes er mikilvægur leikmaður en mér líður ekki þannig. Þetta snýst um að leikmennirnir inni á vellinum vinni þennan leik. Ef þeir leggja sig 100% fram með ástríðu og grimmd og fylgja reglum fótboltans þá vinnum við þennan leik.“ „Þegar þú tapar leiknum í upphafi hvors hálfleiks, þegar þú byrjar leiki svona, þá tapar þú.“
Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Tengdar fréttir Man United tapaði loks á Villa Park Unai Emery byrjar þjálfaratíð sína hjá Aston Villa frábærlega en hans menn unnu einstaklega sannfærandi 3-1 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag. 6. nóvember 2022 16:00 Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira
Man United tapaði loks á Villa Park Unai Emery byrjar þjálfaratíð sína hjá Aston Villa frábærlega en hans menn unnu einstaklega sannfærandi 3-1 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag. 6. nóvember 2022 16:00